— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/07
Auli II

Kvíðahnútur óx hratt í maganum á henni þegar hún gekk upp tröppurnar. Tónlistin heyrðist fram á gang, ömurlega hallærislegt lag frá níunda áratugnum.
Hún stóð stutta stund fyrir utan dyrnar áður en hún byrjaði að leita að lyklunum í töskunni. Hún andaði djúpt og opnaði dyrnar. Sígarettureykur fyllti vitin og annar ilmur sem lét hjartað í henni missa nokkur slög. Hass.
Hún beygði sig niður til þess að fara úr skónum. Hana langaði til þess að horfa á skóna sína lengur... en löngunin til þess að komast inn í herbergið sitt var sterkari.

"Hææææ elskan!" heyrðist kallað fram úr stofunni.

"Hæ mamma" sagði hún stutt í spuna og reyndi að hljóma venjulega.

Mögur kona kom fram á gang með bjórglas í höndinni. Sígaretta hékk úr munnvikinu. Augun voru glær og tóm.

Stúlkan horfði á móður sína og óskaði sér að hún gæti gert eitthvað, hjálpað henni, en mest langaði henni bara að losna við hana. Hún vildi ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér, hana langaði bara að mamma sín myndi bara deyja, hverfa.

"Af hverju kemuru svona seint heim?!" ... ótrúlegt hvað skapið í móður hennar gat breyst. Nú varð hún að svara rétt til þess að allt yrði gott. En rétta svarið vissi hún ekki. Það voru helmings líkur á því.

Hún tautaði eitthvað um að hafa gleymt tímanum. Móðir hennar byrjaði að öskra, öskra og öskra meira. Litla stelpan hennar var hóra, aumingi og ekki virði neins... litla stelpan hennar hafði eyðilagt líf hennar vegna þess að hún hafði ekki geta gert allt sem henni hafði dreymt um. Litla stelpan hennar var ómerkileg og alltof frek. Litla stelpan hennar var feit og ljót.

Eitthvað brast innra með litlu stelpunni. Hún fylgdist með móður sinni öskra. Hún horfði á hverja hrukku dansa á andlitinu hennar. Hún horfði á munnvatn spítast út með hverju orði. Hún horfði á augun sem eitt sinn voru augu ástríkrar móður breytast í augu alkahólista. En hún heyrði ekki orð af því sem móðir hennar sagði.

Eina stundina stóð hún kyrr og beið eftir að enn einu kastinu myndi ljúka. Hina stundina var hún með lúku af hári móður sinnar í höndinni. Aðra stundina var hún búin að fleigja móður sinni á skápinn á ganginum.

Hún áttaði sig á hvað hún hafði gert. Móðir hennar lá inn í brotnum skápnum og öskraði af sársauka. Hún hafði brotið handlegginn á móður sinni.

Og nú var allt henni að kenna. Eins og alltaf. Aumingja mamma.

   (10 af 56)  
4/12/07 08:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Úff.

4/12/07 08:00

Ívar Sívertsen

Já!

4/12/07 08:00

Galdrameistarinn

Áts.
Raunveruleikinn er ekkert fallegur eða rómantískur.
Hann er bara sannur.

4/12/07 08:00

Rattati

...

Kannast við svipað dæmi.

4/12/07 08:00

Huxi

Eimitt. Þetta var mig búið að gruna lengi.

4/12/07 08:00

Álfelgur

hræðilegt...

4/12/07 08:01

Grágrímur

Hmmm... ertu viss um að þetta hafi verið hass... Það er nefnilega +omögulegt fyrir manneskju sem hefur reykt hass að byrja að öskra eða yfirhöfuð r+ífast... ekkieinusinni nöldra... vísindaleg staðreynd. En annrs sorgleg saga.

4/12/07 08:01

Aulinn

Það er ómögulegt fyrir mig að vita nákvæmlega hvað "þetta" hafi verið Grágrímur. Það var mikið í gangi á þessum tíma. Þykir þetta óþarfa spurning.

4/12/07 08:01

Tigra

[Knúsar Aulann sinn]

4/12/07 08:01

Bleiki ostaskerinn

Það er ekki ómögulegt að starta rifrildi eftir hassreykingar, alla vegana ef viðkomandi hefur krossað hassinu við eitthvað örfandi.

4/12/07 08:02

Dúlli litli

þó þetta sé ekki falleg saga, þá er hún samt falleg - þó það mætti kanski snurfussa hana aðeins.

4/12/07 09:01

krossgata

Æ.

Ákaflega myndrænt eins og alltaf.

4/12/07 09:02

krumpa

Frábær saga - myndræn og eftirminnileg.

4/12/07 09:02

Andþór

Betra hún en þú elsku Aulinn minn. Góð frásögn.

4/12/07 09:02

Skreppur seiðkarl

Grágrímur er eiginlega með rangt mál. Ég horfði á vin minn alveg svoleiðis ræpufreðinn berja annan mann næstum til dauða eftir að viðkomandi hafði ráðist á vin okkar. Fyrst honum var auðvelt að berja einhvern í hassvímu þá þykir mér þú hafa rangt fyrir þér. Auk þess sem alkahólar eiga það til að hafa verið í neyslu ákveðinna efna í langan tíma og eru orðnir vanir því og geta séð sér fært um að láta öðruvísi heldur en þið reykingamennirnir sem þykist ennþá vera að "prófa". Vertu svo ekki með svona vitleysu maður og reyndu að hugsa þig um áður en þú bullar einhvern skít út í loftið.

4/12/07 10:02

Þarfagreinir

Átakanleg saga, og gott að þú komst ágætlega heil út úr þessu öllu fyrir rest.

4/12/07 11:00

Jóakim Aðalönd

Úff. Ég sá þetta alveg fyrir mér...

Góð saga.

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.