— GESTAPÓ —
Aulinn
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 2/11/04
Fordómar.

Mér er nóg boðið!

Það er hægt að vera með fordóma gegn flestu, "vinsælustu" fordómarnir eru þó gegn lituðu fólki af öðru þjóðerni. Nú hefur verið haldið því fram að fordómum fer minkandi vegna þess að nýjar kynslóðir eru vanara jafnrétti allra þjóðflokka.

Ég segi KJAFTÆÐI!

Það er ekki bara "eldra" fólkið sem hefur á móti lituðu fólki lengur. Ungmenni eru jafn slæm. Þau kalla asískt fólk "grjón" og "núðlur"... svart fólk eru "rúsínur" og "kjötbollur"... þetta finnst mér hræðilegt.

Og enn er sumt af þessu gamla liði ekki ennþá búið átta sig á því að það er 21 öldin og jafnrétti á að ríkja. Ég man þegar Djúpa laugin var uppá sitt besta þá var spyrillinn karlkyns og í stúlkna hópnum var ein svört. Þetta fannst henni ömmu minni skelfilegt... "Þetta bara passar ekki" sagði hún. Allir kettir geta makast, hvaða tegund sem þeir eru. Afhverju ættu menn ekki að geta makast óháð litarhætti þeirra?

Ég man einnig eftir því að þegar ég kom með dökkan kærasta (sem ég er ekki lengur með) heim til mömmu og pabba. Þetta fannst þeim agalegt. Sögðust ekki hafa neitt á móti lituðu fólki en vildu ekki að dóttir þeirra væri með einu þeirra, já þeirra sögðu þau, eins og "þau" séu eitthvað öðruvísi en við.

Ég þurfti bara að tjá mig um þetta mál kæru Gestapóar.
Ykkar einæg
Aulinn.

   (46 af 56)  
2/11/04 01:01

albin

Hvort á ég að hafa núðlur eða grjón í kvöldmatinn?

2/11/04 01:01

Offari

Við erum í samkepni ekki líkar mér að vera sagt upp störfum sökum þess að ódýra er að ráða þessa gulu djöfla. Nú er farið að senda okkur austantjalds drasl sem er helmingi ódýrara pakk mér verður órótt.
Er ekki komin tími á að endurvekja Nasistann

2/11/04 01:01

Aulinn

Hvaða viðbjóður ert þú?

2/11/04 01:01

Hel að hurðarbaki

Ég hef rætt þessi mál við frænku mína, þar sem dóttir hennar á kærasta sem uppruninn og uppalinn er í Asíu. Við komumst að þeirri niðurstöðu (eftir miklar vangaveltur fram og til baka) að það blundaði afar sterkt í Íslendingum að vita deili á náunganum. Ef náinn ættingi parar sig með Íslendingi þá eru töluverðar líkur á því að maður komist að því fyrr eða síðar, í gegnum maður-þekkir-mann-sem-þekkir ..., ef viðkomandi er búinn skítlegu eðli eða á sér skuggalega fortíð. Eins hvernig fjölskylda viðkomandi er. Með útlendinga er þetta ekki svo auðvelt, og sé viðkomandi útlendingur öðruvísi að litarhafti en hinn ljósi landi þá er tengdafjölskyldan sífellt minnt á það (ómeðvitað). Þar sem fordómarnir grúfa yfirleitt djúpt í undirmeðvitundinni þá er ekki eins auðvelt að tækla þá og annars væri. Eins óttast fólk oft menningarlega árekstra, ég þekki dæmi þess að hjón hafi lent í töluverðri krísu því það gerði sér ekki grein fyrir mismun á menningarlegu uppeldi hvors annars þegar það hóf sambúð/hjónaband.

Niðurstaða: Fólk vill [helst] það sem það þekkir. Maður vill börnunum sínum allt hið besta og maður vill hafa þau örugg. Sama hver mótrökin eru.

2/11/04 01:01

Hakuchi

Enda löngu kominn tími til að decode geri gagnagrunn sem getur rakið ættir allra asíubúa aftur til Tang tímabilsins.

2/11/04 01:01

Sundlaugur Vatne

Ég held nú að orðið fordómar sé bæði ofnotað og rangnotað. Fólk sem er ósammála manni sjálfum í viðkvæmum málum er sagt hafa fordóma og einnig þeir sem ekki tala og hugsa eins og pólitísk rétthugsun dagsins býður að maður geri.
Fordómar er einfaldlega að mynda sér skoðun að óathuguðu máli og/eða af vankunnáttu.
Það er ekki hægt að saka fólk um fordóma sem kemst að niðurstöðu að vel athugðu máli, þó við séum hjartanlega ósammála.

2/11/04 01:01

Hakuchi

Rétt hjá þér Sundlaugur. Sumir hafa skoðað málin vel (að eigin mati) og komist að þeirri niðurstöðu að þeim sé t.d. illa við litað fólk. Slíkt fólk er alveg hægt að sleppa að kalla fordómafullt. Kynþáttahatari hentar betur. .

2/11/04 01:01

Don De Vito

Mér finnst að all fordóma ætti að banna nema að þeir bitni á Dönum, Færeyjingum, Norðmönnum, Svíum og/eða Finnum og hananú.

2/11/04 01:01

Ljónshjarta

Sammála skilgreiningu Sundlaugs á fordómum og þvó sem Hakuchi segir hérna rétt fyrir ofan mig. Kynþátta"hatur" finnst mér henta betur.

2/11/04 01:01

RokkMús

Ég skil ekki það að hata aðra kynþætti.

2/11/04 01:01

Bölverkur

Þetta fannst mér alls ekki Aula-legt.

2/11/04 01:01

Jóakim Aðalönd

Alveg er ég sammála thér elsku auli. Ég held ad offari hljóti ad vera ad grínast. Offari minn: Eru thad ekki frekar atvinnurekendurnir sem eru pakk fyrir ad reka thig til ad ráda ódýrara vinnuafl í stadinn? Geta ,,gulu djoflarnir" eitthvad ad thví gert thó their faedist í landi sem er fátaekt og thar af leidandi séu their ódýrt vinnuafl?

Ég hef komid til 20 landa í 6 heimsálfum og aldrei ordid var vid fordóma eda kyntháttahatur nokkurs stadar, nema heima á Fróni. Ég skammast mín ávallt thegar einhver í fjolskyldunni talar nidrandi um fólk sem hefur odruvísi litarhaft en ,,hvítt". Hvergi í nokkru landi hef ég ordid var vid annad en vinsemd, hlýju og gestrisni í gard útlendinga, óhád litarhafti. Thad er kannske helst í Sudur-Ameríku sem ég hef ordid var vid fordóma.

M.a. sit ég núna á netkaffihúsi ásamt vini mínum frá Indlandi sem ég hitti á ferdalogum mínum. Topp náungi og hef ég aldrei velt fyrir mér litarhafti hans.

Gódar, fordómalausar og kyntháttahaturslausar stundir.

2/11/04 01:01

Jóakim Aðalönd

Reyndar vard ég adeins var vid kyntháttahatur í Ástralíu, af stjórnvoldum thar.

2/11/04 01:01

Hakuchi

Þú ert góð og víðsýn önd.

2/11/04 01:01

Limbri

Hefur þú ekki komið til Danmerkur ? Hér er hægt að fá jafnt fordóma sem kynþáttahatur. Í sekkjavís, hvert sem litið er.

Ég vann náið með 2 ungum mönnum af palestínskum uppruna þegar ég las við Tækniháskólann í Óðinsvéum. Og þeir trúðu mér fyrir því að þeir verða fyrir miklu hatri frá hinu ýmsasta fólki. Þá játuðu þeir einnig fyrir mér að margir af arabískum uppruna finna fyrir kynþáttahatri í átt að hvítu fólk, sem og gulu fólki. (Það þótti mér merkilegt að heyra.) Arabarnir virtust þó vera helst sáttir við blökkufólk þegar kom að öðrum kynþætti en þeirra eigin.

-

2/11/04 01:01

Offari


Kæra vinkona ekki ætlaði ég að særa þig heldur aðeins benda á hvar rót vandans liggur og það var einmitt svipað ástand hjá þjóðverjum þegar Nasistar náðu völdum. Hérna er ekki um að kenna gulu svörtu eða grænu mönnunum heldur atvinnurekendum sem sjá hér færi á að hægt sé að skrúfa niður laun með ódýru vinnuafli.

Ef við látum þetta viðgangast eru við ekkert betri sjálf útlendingar eru þegar orðin sér stétt hér á landi sem er farin að yfirtaka störf kvenna og annars láglauna fólks. Fljótlega fara verkalýðsfélögin að gefa út sér taxta fyrir erlent vinnuafl.
Með von um fyrirgefningu Offari

2/11/04 01:02

Dexxa

Ég hef aldrei séð mun á "kynþætti" fólks. Við erum öll eins, og öll alveg jafn ólík. Allir eru útlendingar í útlöndum.
En, eins og Offari bendir á, er erlent vinnuafl (sama hvaðan þeir koma) að ræna frá okkur vinnunni hér á landi. Það verður að stoppa, því ekki er aðeins verið að traðka á réttindum Íslendinga heldur er einnig verið að "nota" útlendingana... Þetta gengur ekki lengur...

2/11/04 01:02

Litla Laufblaðið

Hmm, útlendingar að ræna störfunum okkar. Já þið segið það. Mig langar bara að benda á að ansi margar stofnanir væru hreinlega lamaðar ef það væri ekki fyrir útlendingana. Tökum sem dæmi eldhús spítalanna. Án útlendingana sem vinna þar, fengju sjúklingar ekki mat, og ekki læknarnir heldur. Það væri nú skemmtilegt ástand eða hitt þó heldur. Ástæða þess að það eru svona margir útlendingar sem vinna þar er sú að það eru einfaldlega ekki margir Íslendingar sem vilja vinna við þjónustustörf. Telja að þetta séu skítajobb fyrir neðan þeirra virðingu. Kjósa frekar að hanga heima í joggingbuxunum sínum og lifa af bótunum. Vildi bara benda ykkur á þá staðreynd að við Íslendingar eru svoddan eymingjar stundum að við höfum tæpast efni á að setja út á önnur þjóðerni sem eru yfirleitt duglegri og iðjusamari en við. Góðar stundir.

2/11/04 01:02

Leir Hnoðdal

Ég á ekki til eitt aukatekið orð nema ef vera skildi þessi sem eftir koma. Jörðin fer alltaf að skjálfa hér þegar við góðir íslendingar og aðrir sjálfstæðismenn erum kallaðir kynþáttahatarar. kuskið á hvítflibbanum okkar er svo mikið að við erum hættir að vera með hvítt um hálsinn, bara svart því ekki sér á því. Ég var að lesa mig niður svörin við þessu riti aulans og það hlakkaði í mér að geta nefnt eina þjóð sem ég þekkti af meira kynþátta hatri og fordómum (bara þegar það hentar) en okkur mörlanda, en viti menn og konur,: kem ég svo að þar sem Limbri hefur skilið eftir sig slóð. Danir já Danir, þeir eru í öllu sínu líbó og hyggelighed einir mestu kynþáttahatarar sem ég hef kynnst, og einmitt í þeirri sömu borg og Limbri lærið sínar lexíur. Kurteisasta og almennilegasta fólkið þar í þjónustu og verslun voru einmitt þeir gulu svörtu og fjólubláu. Ekki með neitt yfirborðs pjat eins og blessaður Bauninn. En hollast væri öllum að heimsækja þetta fólk í sína heimasveit og reyna að skilja að það er ekki allt sjálf gefið með lífið og gæðum heimsins er verulega óskipt. Það er þess vegna sem við sitjum uppi með ,, vandamálið".

2/11/04 01:02

Nermal

Ég vinn með nokkrum konum af asískum uppruna. Allt eru þetta frammúrskarandi vinnukraftar, kurteisar og duglegar. En auðvitað er það ekkert sniðugt ef hægt er að flytja inn fólk í gámavís til að vinna verk á launum sem eru langt undir töxtum. Það hjálpar ekki til í kjarabaráttu þeirra sem lægst hafa launuin. Það er kanski ekki að undra að menn sitji heima og bori í nefið á bótum, þegar lægstu laun eru varla hærri en atvinnuleysisbætur...

2/11/04 02:00

Glúmur

Kynþáttafordómar eru viðurstyggilegt birtingarform heimsku.
Þeir eru líka sönn heimska þegar horft er til þess hvaðan orðið heimska er komið. Þeir sem víða rata þykja mér sjaldnar falla í þessa gryfju.
Fólk sem sýnir kynþáttafordóma í minni nærveru lækkar ávallt í áliti hjá mér, því miður, jafnvel fólk sem mér þykir afar vænt um.

2/11/04 02:00

Lærði-Geöff

Litarháttur ætti ekki að skipa fólki í hópa frekar en hárlitur. Ég býð rauðhærðum svertingjum jafnt sem kínverskum aríum og þrífættum aröbum í keilu og snjókast ef þeir vilja.

2/11/04 02:01

Hexia de Trix

Því miður er það satt að ungdómurinn í dag er síst víðsýnni en við sem eldri erum. Þó held ég að sé einn munur á kynslóðunum, og það er að þeir sem eru fæddir um og eftir 1980 eru mun vanari því að fólk sem ekki hefur hvítt skinn geti heitið íslenskum nöfnum og talað jafngóða íslensku og hver annar. Þarna er ég að tala um börn sem hafa verið ættleidd frá öðrum löndum, en eru alin upp hér sem Íslendingar (og þau eru engu síðri Íslendingar en þeir sem geta rakið ættir sínar til Ingólfs Arnarsonar í báða leggi).

Aftur á móti er „gamalt fólk“ eins og ég alls ekki vant því frá barnæsku að fólk af öðrum kynþáttum geti verið Íslendingar. Ég skammast mín fyrir að viðurkenna það, en ég hef oftar en einu sinni gert því skóna að ungmenni af öðrum kynþætti tali ekki íslensku. Það er ekki af því að mér sé illa við aðra kynþætti, heldur situr það fast í mér frá því ég var smábarn, að aðeins afkomendur víkinganna kunni íslenskuna. Þetta eru vissulega fordómar af ákveðinni sort, og ég geri mér grein fyrir þeim og hef markvisst reynt að útrýma þessari hugsun.

Kynþáttahatur er aftur á móti það sem á sér stað þegar ungt sem eldra fólk kallar aðra kynþætti ljótum og niðrandi nöfnum, eins og aulinn benti á. En unga fólkið hefur að öllum líkindum lært það hjá sér eldra fólki. Ég efast um að það sé mikið um að börn sem koma frá fordómalausum heimilum kalli aðra kynþætti niðrandi nöfnum. Nema þá kannski helst óörugg ungmenni sem gera *hvað sem er* til að passa í hópinn. Meira að segja að níða litað fólk.

Niðurstaðan er því sú sama og oft áður: Ráðumst á fordóma fullorðna fólksins, þá læra börnin ekki þennan ósóma!

2/11/04 02:01

Tigra

Ég hef aldrei skilið kynþáttahatur.
Þegar ég var ungur tígrishvolpur á leikskóla var þar með mér hörundsdökk stúlka, ættleidd frá Sri Lanka.
Ég lék mér við hana alveg eins og öll hin börnin og gerði aldrei neina athugasemd við litarhátt hennar.
Ég útskýrði þetta bara fyrir sjálfri mér þannig að hún væri svona dökk út af því að hún drakk alltaf svo mikla kókómjólk... og þar með var málið útkljáð.

Ég hef átt marga vini bæði af erlendu bergi brotna, eða þá ættleidda til íslands frá fjarlægu landi... og ég sé barasta engan mun.

Stelpa sem ég kannaðist við, lenti í því eins og Hexia var að tala um, að hún var oftar en ekki ávörpuð á ensku ef hún fór í búð... bara vegna þess að hún var með austurlenskan litarhátt.. þótt hún væri uppalin á íslandi alveg síðan hún mundi eftir sér.

Ég er að vona að svona fordómar eyði sjálfum sér bara.
Því miður eru það ekki bara hvítir sem eru með fordóma gegn öðrum, heldur er það býsna algengt í Bandaríkjunum að svart fólk sé sömuleiðis með mikla fordóma gegn hvítum.

Hættum þessu rugli.. verið eins og ég.. röndótt!

2/11/04 02:01

Rasspabbi

Ég legg það ekki í vana minn að tjá mig um vinnuna mína (enda alveg harðbannað) en í daglegu starfi umgengst ég allt litrófið í mannlífinu sem þessi jarðkringla skartar.

Eitt hef ég orðið var við - verulega.

Það eru ekki aðeins hvítir sem bera vondar tilfinningar til annara litahátta.
Ég hef heyrt svertingja tala um helvítis spanjóla.
Indverja um helvítis svertingja.
Asíubúa um helvítis svertingja. (tvöfaldur skammtur á Afríkumanninn)
Evrópumenn um helvítis araba og svo mætti lengi telja.

Ekki veit ég hvað það er sem veldur þessu hatri.
Annars þá sagði félagi minn eitt um daginn, að maður ætti að hata alla jafnt, þar með væri engin mismunum og allir væru jafnir. Skemmtilega réttskökk lífssýn það.

2/11/04 02:01

Litli Múi

Eina sem ég þoli ekki við útlendinga er það hvað Tælendingar eru fjandi háværir, annars er þetta fínasta fólk.

2/11/04 03:00

Hildisþorsti

Ég held að ég sé sammála hverju orði hjá Glúmi. Mér bregður alltaf þegar ég heyri í einhverjum mér nákomnum tala niðrandi um einhverja hópa fólks.

Ég ætla ekki að fara að halda því fram að ég sé einhver engill í þessum efnum. Ég hef oft staðið mig að því ef ég er staddur á suðrænum slóðum að ég tékka ósjálfrátt hvort ég sé ekki með peningaveskið á mér ef ég sé sígauna. Í fyrra hlotnaðist mér svo sá heiður að kynnast sígaunum persónulega og áttaði mig á því að auðvitað eru sígaunar ekkert öðruvísi en ég. Þeir hafa sömu drauma og væntingar. Það sem kveikir á fordómunum er bara það að það er misjafn sauður í mörgu fé.

Ég er íslendingur og alinn upp við að bera virðingu fyrir öðrum manneskjum. Ég blæs á þær skoðanir að útlendingar "steli" af okkur vinnuni. Ég veit ekki betur en þeir hafi skapað vinnu líka. Sjáið t.d. alla veitingastaðina sem orðið hafa til fyrir tilstilli útlendinga. Værum við kannski ennþá að éta saltaða keilu ef ekki hefði komið hingað fólk af erlendum uppruna?

Svo má líka segja að verkalýðsfélögin okkar mættu vera sterkari. En sumir halda því fram að við "séum" verkalýðsfélögin. Það má svosem alveg færa rök fyrir því en mesta meinið er þó að mínu mati þessi launaleynd sem virðist viðgangast allstaðar. Jafnvel hjá ríkinu. Launaleyndin gerir það að verkum að verkalýðsfélögin hafa ekkert til að miða við.

Svo má bæta því við að ég hef í mínu eigin landi orðið fyrir kynþáttafordómum sem leiddu til líkhamlegra meiðinga. Ég verð að segja það að sú tilfinning að upplifa það var fyrst undrun en svo eftir á mikil vanmáttarkennd. Það er óþægileg tilfinning.

2/11/04 03:01

Lopi

þetta er vítahringur. Ég er fordómalaus en mundi aldrei fá mér maka af öðrum litarhætti því þá er ég laus við fordóma hinna "fordómafullu." Ég hugsa að það hugsi flest ungt fólk svona.
Og ég og við flest kunnum einmitt að virka fordómafull vegna þess að við látum undan skoðunum þeirra sem hafa sömu afstöðu og ég.

Með öðrum orðum: Leti er undirrót heimsku og illsku.

2/11/04 03:01

Ormur-Stormur

Þetta er mjög þörf umræða,mjög þörf. Ég vil aðeis offari á þá staðreynd að verkalýðsfélögin hafa barist fyrir því hér sé einn réttur fyrir alla og það standist ekki samkvæmt Íslenskri vinnulöggjöf að greiða fólki laun sem eru lægri en umsamin lágmarkslaun. Það hefur farið mikill tími hjá verkalýðsforustunni að bæta ástandið við Kárahnjúka og þar hefur náðst áfangasigur í að bæta aðstöðu og launakjör. Þó atvinnurekendur krefjist launaleyndar þá á hún ekki við um stéttarfélögin. Þau geta í gengum launþega og trúnaðarmenn fengið allar þær upplýsingar sem þarf ef eftir því er leitað. Löng barátta hefur verið fyrir lagasetningu um starfsmannalleigur og er sú barátta loks að skila árangri.
Í umræðu um fordóma vrðum við að átta okkur á að skilgreina ekki allt sem fordóma. Til dæmis ef foreldrar banna barni sínu að leika við barn í nágrenninu vegna þess að það er öðruvísi þá eru það fordómar. Ef hins vegar ástæðan er sú viðkomandi sýnt að honum er ekki treystandi er þjófóttur eða eitthvað álíka og það er ekki bara grunur þá eru það ekki fordómar. Fordómar eru að leggja dóm á fólk sem við þekkjum ekki.
Dæmum það eftir litarhætti kynþætti útliti eða heilbrigði.Því hvet ég ykkur að dæma ekki fólk fyrirfram. Við erum öll misjöfn að eðlisfari. Tölum við alla sem jafningja leggjum okkur fram við að kynnast nýju fólki með opnum huga Með því gerum við heiminn betri stað til að lifa á.

2/11/04 03:01

hundinginn

Endilega að sulla öllu saman. Enda eri eylendingar að verða að úrkynja eymingjum upp til hópa. Svart á diskinn minn! Ja, allt nema gult þó. Já og alls ekki grænt.

5/12/05 02:02

hunandar

ertu hippadjöfull

Aulinn:
  • Fæðing hér: 6/8/05 10:57
  • Síðast á ferli: 4/9/13 18:22
  • Innlegg: 2869
Eðli:
Aulinn er ung, ójarðbundin táningsstúlka sem veit bara ekkert í sinn haus.
Fræðasvið:
Ég er alveg ofsalega góð í því að borða.
Æviágrip:
Aulinn er hóra, tussa, mella og tík hún er fædd í Reykjavík.