— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/04
Ég er mætt

Sæl öll. *veifar*
Ekki veit ég hvað skal skrifa að svo stöddu... en ætli ég geti svosem ekki skrifað eitthvað um sjálfa mig svona til að byrja með.

Þið getið kallað mig StrangeOne. Ég er 14 ára, næstum því 15, og nautnir mínar í lífinu eru meðal annars tónlist, ljósmyndun, teiknun, dýr og Ísland. Tónlistarsmekkur minn byggist helst á rokki og blús. Fönk smýgur inn í öðru hv0ru. Ég spila á gítar, á Epiphone SG Special, og ég stefni á að læra einnig á bassa og trommur í framtíðinni. Hljómsveitir sem ég lít upp til eru fyrst og fremst Red Hot Chili Peppers, Stevie Ray Vaughan, Green Day, the White Stripes, Travis og Supergrass.
Ljósmyndun hefur verið ein af mínum dellum í smátíma. Ég á Olympus E-300 SLR stafræna myndavél. Ég var nýlega ráðin ljósmyndari fyrir félagsmiðstöðina Ekkó. Á næsta skólaári ætla ég að taka ljósmyndun sem valfag og læra svarthvíta framköllun svo að gamla Minolta 35mm vélin hans pabba gleymist ekki alveg.
Alveg síðan ég man eftir mér hef ég teiknað mikið. Þessa dagana teikna ég mest teiknimyndapersónur.

Bæði ljósmyndir og teikningar er hægt að sjá http://polkadotteddragonfly.deviantart.com [tengill] hér [/tengill].

Vona að mér verði tekið vel hérna!

   (37 af 37)  
4/12/04 17:01

Lopi

Velkomin. Ertu skyld OmegaOne?

4/12/04 17:01

Heiðglyrnir

Neisko! bara mætt, velkomin og njóttu vel.

4/12/04 17:01

Furðuvera

Ég er ekki skyld neinum hér svo ég viti til, heh...
Takk fyrir.

4/12/04 17:01

Tina St.Sebastian

Enn einn listamaðurinn [andvarpar]

Velkomin samt...

4/12/04 17:01

Skabbi skrumari

Velkomin, við fögnum að sjálfssögðu hæfileikaríkum einstaklingum, sem kunna að auki að skrifa texta... láttu fara vel um þig hérna...

4/12/04 17:01

RokkMús

HæHó! Þú verður að fara að vara þig á mér (teiknilega séð)

4/12/04 17:01

Furðuvera

Takk allir, ég held mér eigi eftir að líða ágætlega hérna.

4/12/04 17:01

Limbri

Hef ég nú þvælst inn á einkamáladálk DV ?

-

4/12/04 17:01

Furðuvera

Fyrirgefðu mér fyrir að kynna mig almennilega.

4/12/04 17:01

Ívar Sívertsen

Sæl. Láttu Limbra ekki bulla svona í þér! Skamm Limbri!

4/12/04 17:01

Limbri

Hvað eigið þið við ? Er nema von að maður spyrji svona ?

En vel var ritað og voru efnistök ágæt. Næst segir þú okkur kannski meira frá honum föður þínum og öðrum hlutum úr fórum hans sem ekki mega gleymast.

-

4/12/04 17:01

Furðuvera

Ef þér leiðist svona mikið Limbri, þá skal ég ekki valda þér vonbrigðum.
Nú þegar ég hef fengið hrós fyrir þessa ritningu, þá held ég að ég fari að tækla bókmenntaritgerðina. Gangi mér vel!

4/12/04 17:01

B. Ewing

-Áhugamálin= flott
-Rokk, blús og fönk = flott
-Gítar, bassa og trommur = flott
-Red Hot Chili Peppers, Stevie Ray Vaughan, Green Day, the White Stripes, Travis og Supergrass = Allt flottar sveitir
..og síðast en ekki síst, ljósmyndun [Ljómar upp]


Þessi er þá eftir þig vænanlega?

Afar flott mynd verð ég að segja.

4/12/04 17:01

Furðuvera

Takk fyrir hrósið! [Brosir út að eyrum]

4/12/04 17:01

B. Ewing

Kópavogsbúar eru og hafa alltaf verið bestir og flottastir.

4/12/04 17:02

RokkMús

Nei! Keflvíkingar.

4/12/04 17:02

Texi Everto

Keflavík er ekki til.

4/12/04 17:02

Furðuvera

[Skellir uppúr]

4/12/04 17:02

Herbjörn Hafralóns

Vertu velkomin. það er alltaf gaman að fá hingað nýliða, sem skrifa bæði rétt og þokkalega vandað mál.

4/12/04 17:02

Ívar Sívertsen

Hafnarfjörður er að yfirtaka önnur sveitarfélög!

4/12/04 17:02

B. Ewing

Bull og vitleysa Ívar. Það var ekki einu sinni til Strætó í Hafnarfirði fyrr en sveitarfélögin sameinuðust um að reka einhverskonar sameiginlegt leiðarkerfi á tíunda áratugnum. Landleiðarúturnar töldust aldrei sem strætó, frekar svona sérleiðarrútur eins og Borgarfjörður - Reykjavík er. Sveitarfélag sem á svo stutta Strætósögu yfirtekur seint aðra [Glottir eins og fífl]

Þetta áttu að vita.

4/12/04 18:00

Skabbi skrumari

Stór-Hafnafjarðarsvæðið teygir anga sína víða...

4/12/04 18:00

kolfinnur Kvaran

Híhí stelpa sem spilar á gítar... annars þá verð ég að lýsa vanþókknun minni á þessari félagsmiðstöð, ég hélt að hver kópavogsbúi vissi að kjarninn er málið, eða minnstikosti var það þegar ég var að alast upp. [Hugsar um horfna tíma]

4/12/04 18:00

B. Ewing

Kjarninn og Ekkó voru sameinuð, var það ekki ?

4/12/04 18:00

Jóakim Aðalönd

Hvað sem öðru líður, líst mér vel á þig StrangeOne og megi þér vegna vel á Gestapó.

4/12/04 18:00

Jóakim Aðalönd

E.S.
Stafsetning þín er prýðileg. [Ljómar upp]

4/12/04 18:01

Ívar Sívertsen

Bjúgverpillinn virðist hafa einhverja minnimáttarkennd yfir því að Hafnarfjörður sé yfirburðasveitarfélag. Til að komast í suður frá Reykjavík þarftu ekki einu sinni að stoppa í Kópavogi! Þú þarft að stoppa í Garðabæ og líka í Hafnarfirði. Þú sérð varla Kópavog. Þú sérð aðeins af Garðabæ en þú sérð sko Hafnarfjörð! Kópavogur var aldrei hugsaður öðruvísi en koja fyrir þá sem vinna í Reykjavík.

4/12/04 18:01

Furðuvera

[Lítur í kring um sig] Hættið nú alveg, öll þessi sveitarfélög sem hér hafa verið nefnd eru prýðileg og ég vil ekki merkja neitt æðra en annað. Slakið nú bara á, skellið ykkur í Ekkó og fáið ykkur kók og pulsur! (en ekki fara svo að ræða um það hvort sagt sé pulsa eða pylsa!) Takk fyrir.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.