— GESTAPÓ —
Furđuvera
Heiđursgestur.
Dagbók - 2/11/06
Meira te

Ég drekki ykkur í undarlega nördaskap mínum! Ég stóđst ekki mátiđ og keypti mér tvćr teblöndur í Söstrene Grenes í gćr. Önnur er H.C. Andersens te, svart Keemun međ appelsínubitum og ýmsum sítrusolíum, og hin er Teahouse Chai - Original India Spice frá Celestial Seasonings. Fyrri blandan er í lausum laufum en hin í tepokum.

H.C. Andersens te
Ég heillađist fyrst og fremst ađ ţví ađ Keemun te var notađ í ţessa blöndu. Ég er hrifnust af bragđsterkum svörtum tetegundum og ţar er Keemun í hćsta gćđaflokki. Ţetta er hágćđa kínverskt te sem hefur unniđ til virtra verđlauna.
Laufin eru ţétt ofin, gróf og sterkilmandi. Lyktin er af appelsínu, sítrónu og öđrum sítrusávöxtum, en inn í ţađ kemur sterk lykt af mangó. Satt ađ segja finnst mér ţađ ilma nokkuđ eins og Pickwick mangó te. Eftir fimm mínútna trekkingu viđ 100°C er vökvinn nokkuđ ljós af Keemun ađ vera og ilmar nú nákvćmlega eins og Pickwick. Bragđiđ er sterkt án ţess ađ vera beiskt, örlítiđ súrt en ansi gott. Almennt séđ er mjög gott bragđ af ţví og ég mćli međ ţví viđ fólk sem vill drekka meira laust te, enda hrćódýrt á 176 kr pokann og ágćtt á bragđiđ. Hinsvegar hef ég fundiđ ţetta sama bragđ svo oft ađ ég mun líklega ekki kaupa ţetta te aftur í bráđ.

Teahouse Chai - Original India Spice
Hér er komiđ te frá einu af uppáhalds teframleiđendum mínum, Celestial Seasonings. Ţetta er líklega eina pokateiđ sem ég voga mér ađ drekka ţessa dagana, blöndurnar eru flestar snilldarlega góđar og 100% náttúrulegar. Annađ sem ég dýrka viđ fyrirtćkiđ er ađ ţeir skreyta pakkningar sínar međ gullfallegum málverkum og tilvitnunum sem fá mann til ađ hugsa međan bragđađ er á teinu. Ţetta er í fyrsta skiptiđ sem ég smakka Chai frá ţeim. Á veturna er Chai ţađ besta sem ég fć, sérstaklega ţegar ţađ er snjór og skítakuldi úti eins og núna, ţví kryddbragđiđ er vermandi og minnir á jólin. Chai er indverskt te sem inniheldur(oftast) svart te og ýmis krydd sem Indverjar nota mikiđ í eldamennsku. Ţetta eru oftast kanill, negull, svartur pipar, engifer og kardimomma, en er mismunandi. Í ţessari blöndu eru auk fyrrnefndra krydda múskat, kínverskur stjörnuanís og vanilla. Tepokinn ilmar helst af negul, kardimommu(namm, uppáhaldiđ mitt) og svörtum pipar. Ţegar heitu vatninu er hellt yfir pokann losar vanillan sínar ilmolíur og vanilluilmurinn brýst fram, yndislegt. Vökvinn er skýjađur og dökksúkkulađibrúnn. Ilmurinn er ţykkur, sterkur og kryddađur en sćtur og mjúkur vegna vanillunnar. Ég hef oft rekiđ mig á ţađ ađ ýmsar Chai blöndur eru harđar og beiskar á bragđiđ af ţví ađ einhver hefur fariđ of langt međ eitthvađ krydd, en hér er ţađ alls ekki tilfelliđ. Annađ sem er sérstakt viđ lyktina er ađ mér finnst ég finna örlítinn reykelsiskeim af ţví, alls ekki slćmt. Viđ fyrsta sopann ríkir vanillan yfir öllu, međ kryddin í eftirdragi. Eftirbragđiđ er sterkt eins og chili og situr eftir á tungunni, örugglega piparinn. Mjög bragđmikiđ og vel blandađ. Ţađ er örlítill súrleiki í ţví, mjög líklega engiferinn sem veldur ţví.
Ofsalega gott, langbest međ hunangi. Ég drekk ekki mjólk út í te, en til ađ rúnna bragđiđ betur af gćti veriđ gott ađ bćta heitri mjólk út í.

   (4 af 37)  
2/11/06 01:01

Skabbi skrumari

Hvađa Te-Blćti er ţetta eiginlega... [Fćr sér kaffi og Ákavíti]...
PissuStopp... fínt félagsrit samt örugglega fyrir tedrykkjumenn...

2/11/06 01:02

Stelpiđ

Ţetta Teahouse Chai hljómar ljómandi vel, á örugglega eftir ađ prófa ţađ.

2/11/06 01:02

Regína

Chai, er ţađ ekki bara te á útlensku?
Kryddađ svart te.. ..hljómar freistandi.

2/11/06 03:00

Jóakim Ađalönd

King Chai er líka gott. Ţađ er frá ţessum sturluđu sígaunamönnum...

2/11/06 03:00

Jóakim Ađalönd

Fróđlegir tepistlar hjá ţér Furđa.

2/11/06 03:01

Kiddi Finni

Hmm... jćja, ég fer og fć mér te. Tsjai, eins og rússin segir.

Furđuvera:
  • Fćđing hér: 17/4/05 11:40
  • Síđast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eđli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Frćđasviđ:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágćtlega vel ađ sér í lífeđlisfrćđi, prjónaskap og ensku.
Ćviágrip:
Á međan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar ađ spila pool. Á unglingsaldri uppgötvađi hún Gestapó, og hefur átt heima ţar síđan. Gekk í liđ međ djöflum ţeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyđir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliđaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vćnsta skinn inn viđ beiniđ. Er í essinu sínu viđ eldamennsku, uppi í rúmi eđa viđ prjónaskap.