— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Bryggja

Mynd sem ég tók í dag, af gamallri bryggju í Nauthólsvík.


Stærri mynd hér: http://www.deviantart.com/view/18243080/

   (30 af 37)  
5/12/04 12:01

Sverfill Bergmann

Fín mynd sko...
Haltu ótrauð áfram. Þetta eru flottar myndir hjá þér.

5/12/04 12:01

Smábaggi

Virkilega fallegt.

5/12/04 12:01

Sverfill Bergmann

[Klappar]

5/12/04 12:01

Furðuvera

Takk kærlega...

5/12/04 12:01

Hakuchi

Mjög fín mynd hjá þér Furðuvera. Glæsilega dramatískur himinn, Þú ert efni í næsta RAX. Bravó!

[Psst...það er y í bryggju]

5/12/04 12:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Góð Mynd !

5/12/04 12:01

Nornin

Flott mynd. Mjög skemmtileg áhrif sem hún kallaði fram hjá mér.
Mér leið eins og ég væri komin í eitthvert eyðiplássið á Ströndum, en ekki stödd í borg óttans.
Góð nýting á birtu dagsins og skýjafari, þessi mynd hefði alls ekki verið jafn góð ef það hefði verið glaða sólskin og heiður himinn.
En það er skrifað bryggja.

5/12/04 12:02

Furðuvera

Árans! Ég hefði átt að vita það...
Ég þakka ykkur öllum fyrir hrósið!

5/12/04 12:02

Furðuvera

(ég laga bara stafsetningarvillurnar...)

5/12/04 12:02

Litla Laufblaðið

Ofsalega flott mynd, en ég verð að segja þér að ég held að staðsetningin teljist ekki alveg til Nauthólsvíkur, bara að segja þér það svo þú vitir hvar í heiminum þú ert skvís.

5/12/04 12:02

Gunnar H. Mundason

Þetta er mjög flott mynd. Haltu uppi góðu vinnunni (Keep up the good work).

5/12/04 13:00

Lómagnúpur

Til hvers er þessi mynd?

5/12/04 13:00

Texi Everto

Hún er til þín Lómí beibí

5/12/04 13:01

Vímus

Ég dáis eins og fleiri að myndunum þínum en nú varð ég fyrir smá vonbrigðum. Þegar ég sá orðið Bryggja þá hélt ég að þarna væri mitt gamla heimili sem hýsti mig þar til ég flutti að Litla-Hrauni. Ekki býrðu svo vel að eiga mynd af Bryggjunni líka?

5/12/04 13:01

Furðuvera

Því miður Vímus, ég á ekki mynd af Bryggjunni. Þessi verður bara að duga...

5/12/04 13:02

mr_erogenous

Hey, that picture is beautiful! Makes me think of a beautiful, stormy night on a dock. Anyway, just a random American commenting on an awesome photo.

Bye!

5/12/04 13:02

Furðuvera

Hver í andskotanum...?

5/12/04 14:00

Sæmi Fróði

Ég tók mér það bessaleyfi að forvitnast um þennan ameríkana og fann þetta í gegnum google:

http://www.livejournal.com/users/mr_erogenous/

5/12/04 14:00

Texi Everto

Ahhh, ég rétt missti af honum, ég hefði átt að snara hann og brennimerkja.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.