— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Miðbærinn

Hvatning til allra

Nú hef ég farið í alls tvær gönguferðir sem enduðu niðri í miðbæ Reykjavíkur. Sú seinni fór fram í gær.
Ég vil hérmeð hvetja alla, sem eiga ekki heima of langt frá miðbænum, til þess að ganga þangað og skoða mannlífið í frítíma sínum. Miklar líkur eru á því að þið hittið skemmtilegt fólk eða uppgötvið gott kaffihús. Svo er aldrei að vita nema þið finnið eitthvað sem þið hafið verið að leita að í einni af þessum fjölmörgu verslunum sem þar er að finna.
Kosturinn við að ganga er fyrst og fremst bílastæðakostnaður, sem er enginn. Um daginn fóru ég og mamma niður í miðbæ, og hafði hún stanslausar áhyggjur af stöðumælinum mestmegnis tímans. Annar kostur við gönguna er sá að heilsan verður betri, og lundin léttari. Æskilegt er að hafa með sér góða bók til að lesa á kaffihúsi ef fæturnir þurfa hvíld.
Bagglýtingar, skellið ykkur í göngutúr!

Ég ber ekki ábyrgð á strengjum sem hlotnast af ofreynslu, sárum fótum eða hælsæri.

   (32 af 37)  
5/12/04 08:01

Hexia de Trix

Ég bý stutt frá miðbænum og fer þangað oft enda er þar mjög skemmtilegt mannlíf, sérstaklega á góðviðrisdögum. Minn miðbær er miðbær Hafnarfjarðar, sem er engu síðri miðbær en sá í Reykjavík. Reyndar finnst mér verra að vera í miðbæ Reykjavíkur; í Firðinum kannast maður við svo mörg andlit [Gefur frá sér vellíðunarstunu]

5/12/04 08:01

Bismark XI

Ég fór í göngutúr með litlu sistur minni á laugardaginn ég passaði það bara að leggja ekki í gjaldstæði.

5/12/04 10:01

Hakuchi

Æ, hvað þú ert nú góður að taka litlu systur með. Þú ert fyrirmyndarbróðir.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.