— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Gönguferð 2

Önnur og talsvert lengri gönguferð um Reykjavík.

Klukkan u.þ.b. 3 í dag fór ég út í göngutúr. Hvers vegna eða hvert veit ég ekki, ég bara fór. Tók trefilinn og MP3 spilarann og fór. Ég gekk þó nokkra vegalengd með heyrnatólin á kafi í eyrunum og endaði einhversstaðar niðri í miðbæ. Þegar þangað var komið hugsaði ég "Jæja, fyrst ég er nú hérna, best að kanna 101 aðeins," og er það einmitt það sem ég gerði.
Viðkomustaðir mínir í Reykjavík voru Tónastöðin, þar sem ég hitti Gunnar Pál félaga minn, Foto Val, Bókabúðin Hlemmi, eitthvað lífrænt kaffihús (sem átti ekki malt), og bókabúð Máls og Menningar. Ég kíkti líka aðeins inn á Litla Ljóta Andarungann, en fór strax aftur.
Eftir könnunarferð mína gekk ég meðfram tjörninni og ullaði svolítið á stokkendurnar. Eftir þó nokkuð rölt kom þessi hugsun upp í hugann: "Hvar í helbláu helvíti er ég?" Hófust þá síendurteknar tilraunir mínar til að komast heim. Tvisvar ók strætó framhjá skýlinu mínu, og loksins þegar ég komst í einn reyndist það vera elsti strætisvagn sem ég hef ferðast í. Fremst í vagninum stóð: "Ýtið tímanlega á STANZ hnappinn".
Ferðaðist ég svo með honum einhverja vegalengd, en gleymdi að ýta á "stanz" hnappinn hjá Kringlunni þar sem ég hugðist hringja heim. Eftir að hafa bölvað sjálfri mér svolítið endaði ég uppi í Kjöthöllinni. Þaðan þurfti ég að ganga upp í Kringlu. Þegar komið var að símanum þar inni átti ég einungis 12 krónur íslenskar í klinki og þurfti að fara upp um eina hæð til að skipta 500 króna seðli. Á endanum náði ég að hringja heim, og var ég sótt klukkan 7.

Ég býst við andskoti sársaukafullum strengjum á morgun.

   (34 af 37)  
5/12/04 03:02

Berserkur

Athyglisverð ferðasaga. Ekkert hælsæri? Ég var vanur að rölta niðri í bæ líka en svo lokaði Magni gamli...

5/12/04 03:02

Furðuvera

Blessunarlega slapp ég við hælsæri, þótt eitthvað af hrúðrinu hafi nuddast af því gamla.
Ég myndi rölta oftar niður í bæ, en svo óheppilega vill til að ég bý í Vesturbæ Kópavogs...

5/12/04 03:02

Hakuchi

Þú ert sem sagt eina unglingsstúlkan á Íslandi sem ekki á GSM.

Ég ber virðingu fyrir því.

5/12/04 03:02

Berserkur

Ég bý reyndar ekki heldur í Reykjarvík, en persónulega er Öskjuhlíðin í miklu uppáhaldi, hvað gönguferðir snertir. Svo spillir ekki að þar er að finna heillegar leifar hernámsinns.

5/12/04 03:02

Isak Dinesen

Þetta er góður pistlingur. Þér tekst að gera hversdagslega hluti athyglisverða.

5/12/04 03:02

Furðuvera

Reyndar hef ég átt þrjá GSM í gegnum tíðina, en núverandi gemsinn hefur bara ekki látið sjá sig undanfarið!

5/12/04 03:02

Litla Laufblaðið

"Athyglisverð ferðasaga. Ekkert hælsæri? Ég var vanur að rölta niðri í bæ líka en svo lokaði Magni gamli... " HA? lokaði Magni?

5/12/04 03:02

Berserkur

Já, er það ekki? Allavega kom frétt um það í Mogganum og ég hef ekki farið síðan. Synd og skömm.

5/12/04 03:02

Litla Laufblaðið

Ég labbaði þarna framhjá um daginn. leit ekki út fyrir að vera lokað...vonum allavegana ekki

5/12/04 03:02

Tina St.Sebastian

Hann Magni er í fullu fjöri ennþá.

5/12/04 03:02

Gvendur Skrítni

Gönguferðir sem reyna mátulega á mann eru einfaldlega snilld. Fyrir tækjaóða er mjög mikilvægt að hafa GPS tæki með sér. [Ljómar upp]

5/12/04 04:01

Limbri

Jæja, ég er í heimsókn á Íslandi núna, ég huxa að ég fari á Laugaveginn og kíki á stelpurnar. (Þær ætla að hitta á mig sjái þið til)

-

5/12/04 04:01

Ívar Sívertsen

Lifi Magni!

5/12/04 04:01

Furðuvera

Hver er þessi Magni sem talað er um?

5/12/04 04:01

Berserkur

Magni hjá Magna! Selur spil, leiki, minjagripi safngripi, frímerki, póstkort... Var afskaplega niðurlútur síðast þegar ég kom, og sagðist vera að hætta. En vonandi skipti hann um skoðun.

5/12/04 04:01

Tigra

Hvað er langt síðan Berserkur? Ég verð að játa það að ég hef ekki farið þangað síðan hva.. seinasta sumar/haust eða eitthvað.

5/12/04 04:01

RokkMús

Ég á ekki GSM síma.

5/12/04 04:01

Furðuvera

Eins gott RokkMús, því þetta helvítis drasl steikir í manni heilann... ég nota minn ekki neitt hvorteðer.

5/12/04 04:01

Berserkur

Það var síðla hausts.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.