— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
Uppskriftabók Furðu - Stör-fræ

Það eru örugglega margir hérna sem kannast við stör-fræ, en fyrir þá sem eiga eftir að prófa eru hér einfaldar leiðbeiningar.

Stör-fræ(stir-fry) er asísk matargerð þar sem grænmeti, kjöt og jafnvel núðlur er steikt í stórri pönnu við mikinn hita. Hægt er að leika sér með ótal samsetningar, og hér eru nokkrar tillögur.

Steikið kjöt, t.d. kjúkling, lamb, svínakjöt eða t.d. fisk eða rækjur yfir miklum hita í nokkrar mínútur. Þá er grænmeti bætt út á. Gott er að nota brokkólí, paprikur(í mörgum litum!), gulrætur, rauðlauk, baunaspírur o.fl. Grænmetið er steikt í nokkrar mínútur og þá má bæta við kryddi eða sósum á borð við hoi sin, ostrusósu eða sojasósu. Svo er líka frábært að sjóða skyndinúðlur og bæta þeim út á.

Best með ísköldu vatni, og gaman að borða með prjónum. Þetta er góð aðferð til að hreinsa úr ísskápnum allt það grænmeti sem fólk sér ekki fram á að geta notað í tæka tíð, og bjargaði hádeginu fyrir mig í dag! Ekki spillir að þetta er allt í senn hollt, gott og fljótlegt.

Njótið vel.

   (7 af 37)  
5/12/06 03:01

dordingull

Prófaði eitt sinn að gefa ketti grænmetisafganga. Hann talaði ekki við mig í viku.
En þú ert jú Furðuvera(n)

5/12/06 03:01

krossgata

Þetta hefur verið vinsælt á mínu heimili um þó nokkra hríð.
[Kettir hafa líka smekk]
Kisi minn borðar rúllutertu með bestu list.

5/12/06 03:02

Schrödinger Kisinn

Ég elska asískan mat. Mundi örugglega prófa þetta ef ég ætti eldavél. Þá mundi ég vilja nota lambakjöt, rauða papriku, baunabelgi, kanski smá hvítlauk, chilly og eitthvað meira af grænmeti og einhvern góðann pipar.
Oh hvað mig langar í eldavél!

5/12/06 04:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Lystaukandi rit. Skál í vatni (&/eða sake) !

5/12/06 04:00

hvurslags

[skálar í bai jiu]

5/12/06 06:01

Jóakim Aðalönd

Nammi namm. Ég er einmitt staddur í Suð-austur Asíu og ætla að fá mér svona störfræ á eftir.

Skál fyrir þér Furða!

5/12/06 06:01

Hakuchi

Ekki gleyma að hella miklu af remúlaði yfir allt saman.

5/12/06 01:02

Þarfagreinir

Þetta er skemmtilegasta eldamennska sem fyrirfinnst - að búta allt niður í lítil stykki fyrst og snöggsteikja síðan. Það finnst mér alla vega.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.