— GESTAPÓ —
Furðuvera
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/05
Gamansaga

Ég hef í gegnum tíðina oft sagt eða gert hluti sem fólki þykir spaugilegir. Hér er dæmi.

Eins og fólk getur ályktað þá er ég ekki með bílpróf, og því þarf mamma oft að skutla mér þangað sem ég þarf að fara. Í eitt skipti þegar við vorum fyrir utan bílskúrinn benti mamma á hraðbrautina ekki langt frá okkur og sagði, "Sjáðu bílinn!"
Mér heyrðist hún segja "Sjáðu fílinn!" en engu að síður leit ég, af öllum stöðum, beint upp til skýja og reyndi að finna fílinn.
Ég fékk aldrei að vita hvað var svona spennandi við þennan bíl, því að mamma hætti ekki að hlæja í dágóða stund.

   (13 af 37)  
1/12/05 23:01

B. Ewing

Sjáðu dauða fuglinn þarna! [Bendir upp í loftið]

1/12/05 23:01

Tigra

Haha.. ég er fegin að ég er ekki á einhverjum opinberum stað, því ég sprakk úr hlátri.

1/12/05 23:01

Litla Laufblaðið

Vá, þú ert snillingur. [Hlær meira]

1/12/05 23:01

Vladimir Fuckov

Dýrið fíll en eigi fuglinn fýll ?? [Bíður með að ákveða 'hláturmagn' þar til þetta mikilvæga atriði er komið á hreint]

1/12/05 23:01

Isak Dinesen

Ég var einmitt að hugsa það sama og Vladimir.

1/12/05 23:01

Ívar Sívertsen

ég líka... en hló engu að síður...

1/12/05 23:01

Tigra

Furða er það góð í stafsetningu að ég held að hún hafi verið að meina fíl en ekki fýl.
...sem gerir ástæður þess að hún horfði upp í himininn, einstaklega undarlegar.

1/12/05 23:01

Tigra

Ég sé samt alveg fyrir mér svipinn á mömmu þinni þegar hún bendir þér á bíl og þú lítur upp í loft!

1/12/05 23:01

Bangsímon

Ég skildi þetta þannig að það væri eitthvað ský sem leit út eins og fíll. En þetta er afskaplega sniðugt.

1/12/05 23:01

Furðuvera

Ég meinti sko stóra gráa dýrið með ranann, ekki lýsisælandi kvikindið.
Annars væri þetta ekkert fyndið!

1/12/05 23:01

albin

Nú langar mig í Fýls egg

1/12/05 23:01

Hvæsi

[Drepur brandarann góða ] Ég fíla þetta. [Glottir einsog F Í f L L]

1/12/05 23:01

Grýta

Já! Fyrstu viðbrögð eru oft mjög fyndin.
Góð saga Furðuvera.

1/12/05 23:02

Offari

Fílar eru líka til með vængi, en þeir eru flestir bleikir og búa í Fnjóskadal.

1/12/05 23:02

dordingull

Varst þú nokkuð nýbúin að lesa Júmbó?
HA! Var hann úr Fnjóskadalnum?

2/12/05 00:00

Jóakim Aðalönd

Fyndin saga. Ég er samt alveg viss um að mamma þín hefur ekki getað hætt að HLÆJA í dágóða stund. [Kímir]

2/12/05 00:00

Furðuvera

Ég var einmitt að pæla í þessu orði... laga. Takk Jóakim.
Og takk allir hinir líka!

2/12/05 00:02

Jóakim Aðalönd

Það var ekkert Furða mín. Svona til að forðast misskilning, finnst mér stafsetning þín til fyrirmyndar og svona einstaka villur eru svo sannarlega fyrirgefanlegar.

Takk.

2/12/05 01:01

Hundslappadrífa í neðra

Já þetta með að hlæja eða hlægja hefur oft verið að ruglast í mér. En núna er komið nýtt dæmi lág og dróg sem ég fæ barasta illa skilið.

Furðuvera:
  • Fæðing hér: 17/4/05 11:40
  • Síðast á ferli: 28/7/10 16:45
  • Innlegg: 1416
Eðli:
21% fáviti, 48% kjáni, 31% snillingur.
Fræðasvið:
Bólfarir og tedrykkja. Einnig ágætlega vel að sér í lífeðlisfræði, prjónaskap og ensku.
Æviágrip:
Á meðan hún var getin í petrískál, var pabbi hennar að spila pool. Á unglingsaldri uppgötvaði hún Gestapó, og hefur átt heima þar síðan. Gekk í lið með djöflum þeim sem byggja Undirheima Baggalútíu og eyðir nú dögum sínum í hvers kyns afbrot, nýliðaskelfingar og djöflaskap, en er nú líka vænsta skinn inn við beinið. Er í essinu sínu við eldamennsku, uppi í rúmi eða við prjónaskap.