Þjóðbók
Jónas Hallgrímsson
listaskald.blogmania.co.uk
Ég ætla hér með að gera það að tillögu minni að samskiptatröllið Facebook verði upp á íslensku nefnt 'Fjölnir'. Fallegt – og sérlega lýsandi nafn.
Jónas Hallgrímsson
Las það einhvers staðar að það þyrfti að tæma ca. 400 stykki af litlu súkkulaðiflöskunum í nóakonfektkössunum til að finna almennilega á sér.

Það stemmir.
 
Jónas Hallgrímsson
Þvílík niðurlæging. Ég að leika jólasvein í Glæsibæ. Ég! Listaskáldið góða. Gaulandi gekkégyfirsjóog land og adamáttisynisjö - þvílíkur annar eins hortittlingaskítur og leir.

Eins gott að ég fái nóg fyrir vænum sjenna fyrir þetta helvíti.
 
Jónas Hallgrímsson
Hólífokk. Hvar er ég?

Og hvað er ég að gera í þessum latexsamfestingi?
 
Jónas Hallgrímsson
Ég er tvöhundruð í dag.
Ég er tvöhundruð í dag.
Ég verð gleymdur á morgun
en ég er frægur í dag.
 
Jónas Hallgrímsson
Óttalegt tilstand er þetta. Vefsíður, verðlaun og vemmilegheit.

Það er eins og hagmæltar fyllibyttur hafi aldrei orðið 200 ára fyrr.
 
Jónas Hallgrímsson
álögur íbúða
ógn eru háar
horfur á heimilum
hélugráar
gleypt hafa góðærið
gírugir apar
vísital vona
og væntinga hrapar
 
Jónas Hallgrímsson
Sko, ef fólk þolir illa rauðspritt í eplasafa þá á það einfaldlega ekki að þiggja það. Ekki vera að hringja í mig daginn eftir og kvarta yfir timburmönnum. Alveg sama þó það sé ríkisstjórnarfundur.
 
Jónas Hallgrímsson
fjær ertu fornri
frægð þinni
dallur dóps og sælu
pólsins stjarna
starir niðurlægð
yfir Fáskrúðsfjörð

smygli öngvu eirir
armur laga
upprætir amfetamín
en lyfseðla ljúfa
fær lögregla
aldrei upp tekið
 
Jónas Hallgrímsson
Note-to-self: Terpentína, spjald af getnaðarvarnarpillum og kassi af ofgerjuðu krækiberjavíni = slæm hugmynd á mánudagskvöldi.
 
Jónas Hallgrímsson
Jæja, þá eru 200 ár síðan maður hrökk inn í þennan volaða heim. Gaman að því :). Spurning í splæs á línuna á Næsta bar í kvöld. Hver veit, kannski fær maður að ríða út á þetta.
 
Jónas Hallgrímsson
Ég orti nýtt kvæði í morgun. Ég held að ég sé að ná að fullkomna stílinn.

Mér finnst gott að maula ís,

mikið fínt og gaman.

Mamma er sko í mussu úr flís,

mikið er það gaman.


Er annars að pæla í því hvort þetta „sko“ eigi kannski ekkert heima þarna. Það er náttúrulega danska.

 
Jónas Hallgrímsson
Note to self: Ekki skrifa ódauðlega sonnettu á kjörseðlinn. Það ógildir atkvæðið...
 
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr þjóðbók

Jæja. Ég var í alla nótt að vinna í nýja 30 erinda kvæðinu mínu um fossana. Það er farið að taka á sig mynd og er bara býsna gott kvæði, þó ég segi sjálfur frá.
Það lítur þá orðið svona út (en ég ítreka að þetta er enn í vinnslu):

    FOSSAR

    Falla ógnar fossar eins og ...

Svo eitthvað sem ég á eftir að ákveða.

Hvað á ég að þurfa að tyggja þetta oft ofaní menn? Líkaminn er stöð til að taka á móti magnan og senda frá sjer geisla. Lífið sjálft er þessi magnan eða hleðsla og utanaðkomandi kraftur tengir svo saman efni úr jörðunni til að búa líkamann skynjun og vitund.

Þetta er ekkert flókið.

Æ, ég veit það ekki. Kannski var það vitleysa af mér að fara út í þetta á sínum tíma. En þetta er búið að vera rosa gaman, svona mestmegnis.

Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA