Lesbók04.09.06 — Enter

Heyrið mig nú. Hvað er eiginlega með þessa Tjörn?

Á bara að taka því þegjandi og hljóðalaust að besta byggingarland borgarinnar liggi undir vatni?

Fólk er að væla yfir því að einhverjir örfoka melar uppi á heiðum séu á leiðinni undir vatn og svo liggur þessi daunilli drullupollur fyrir fótum manns alla daga, engum til ánægju nema brauðbelgdum vargfugli.

Þarna mætti nú aldeilis byggja eitthvað skemmtilegt. Tívolí til dæmis, bílabíó, hafnarboltavöll - eða kappakstursbraut.

Svo maður tali nú ekki um þann möguleika sem mér hugnast best, nefnilega að leggja þarna almennilega flugbraut - og flytja alþjóðaflugið í miðbæinn í eitt skipti fyrir öll.

Þá mætti í kjölfarið fylla Flugstöð Leifs Eiríkssonar af vatni og gera að veglegu sædýrasafni - með nægum bílastæðum.

 
Kaktuz — Saga
 
Kaktuz — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Fannar Númason Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
        1, 2, 3 ... , 180, 181, 182