— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/05
Kynjamisrétti

Ördagbókarfærsla.

Nú hafa hjálparsveitirnar gerst sekar um kynjamisrétti af verstu gerð.
Neyðarkall er seldur hverjum þeim sem þiggja vill, en er boðið uppá neyðarkellinguu? Nei, ég hélt ekki.

Þetta er bara skammarlegt.

   (16 af 62)  
1/11/05 03:01

Haraldur Austmann

Ja sko, ef þær væru að selja neyðarkarl mætti taka undir með þér en bara svona til upplýsingar þá heitir það neyðarkall þegar einhver kallar á hjálp. Meira að segja þótt kerling kalli á hjálp.

1/11/05 03:01

albin

Jahh... ef þurfandi kelling myndi hringja í þig þegar hún þyrfti á rekkjunaut að halda, væri hægt að kalla þig neyðarkall, án þess að nokkur kalli á hjálp. Þannig að þetta hefur margar merkingar sko...
Svo eru þeir að selja neyðarkall í lyklakippuformi, sem allir ættu að hugleiða að kaupa, burt séð frá þessu bulli í mér.

1/11/05 03:01

Haraldur Austmann

Það er munur á karli og kalli.

1/11/05 03:01

Skabbi skrumari

Þeir segjast vera að selja Neyðarkall og hafa einhvers konar legókarl í því skyni... kunna þeir ekki stafsetningu eða munu þeir koma í hús og selja kall? Spurning hvort það eru upptökur á S-O-S eða Mayday Mayday Mayday?

Annars hvet ég alla til að styrkja þá...

1/11/05 03:01

Vladimir Fuckov

Eigi er sama kall og kall.

1/11/05 03:01

Haraldur Austmann

Þeir selja geisladiskinn "Best of 112."

Auðvitað styðjum við þá.

1/11/05 03:01

Tina St.Sebastian

Hvað meinarðu með "boðið UPPÁ"!?

1/11/05 03:01

feministi

Ég ætla að kaupa neyðarkall og svei mér þá ef ég myndi ekki líka kaupa útkall, prestakall og peskall ef þessir 6í strákar gengu í hús og seldu þá líka.

1/11/05 03:01

B. Ewing

[Selur uppblásnar "neyðarkellingar" í tonnatali]

1/11/05 03:01

albin

Tina, varla fer maður óboðinn upp á. Það væri ekki við hæfi.

1/11/05 03:01

Vladimir Fuckov

Sje aldrei þessu vant eitthvað að marka frjettir falsmiðlanna er alvarlegur skortur á 'neyðarkellingum' eins og B. Ewing er með til sölu: http://tinyurl.com/ygh4gq

1/11/05 03:01

B. Ewing

Vladimir mælti: Vladimir Fuckov

Sje aldrei þessu vant eitthvað að marka frjettir falsmiðlanna er alvarlegur skortur á 'neyðarkellingum' eins og B. Ewing er með til sölu

[Ljómar upp og hækkar verðið samstundis]

1/11/05 03:01

Tigra

Já og svo er til hákarl!
Er til einhver hákerling?
Ha?
Nei hélt ekki.
Kvenkyns hákarlar ættu að vera kallaðir hákerlingar.

1/11/05 03:01

Haraldur Austmann

Hákerling er til í færeysku og mun eiga við sama dýr og við nefnum hákarl.

1/11/05 03:01

Tigra

Töff. Hafa þeir þá engan hákarl?

1/11/05 03:01

Haraldur Austmann

Smávægileg mistök - að sjálfsögðu er það ritað hákelling.

1/11/05 03:01

Haraldur Austmann

Nei, þeir ekki hákarl en Norðmenn eiga håkjerring sem að sjálfsögðu þýðir hákerling.

1/11/05 03:01

Offari

Þú ert kominn á svoldið hálan ís vinur.

1/11/05 03:01

Rýtinga Ræningjadóttir

er þá ekki mál að fara að nota styttinguna "Þúsundkerling", eða jafnvel "Fimmþúsundkerling" yfir gjaldmiðilinn í staðinn fyrir kallana?

1/11/05 03:02

Tigra

Það er allavega kerling á fimmþúsundkróna seðlinum.
Mætti nota það þar.

1/11/05 03:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ef þessi er umræða er parafras á hugmyndinni um að gera græna kall umferðaljósanna að konu sem virðiist taka tíma þjóðarinnar að undanförnu
ig rædd var í riti Ívars sem ég náði ekki að leggja orð í belg í því miður. Hugmyndinn er stórgóð og
gefur þjóðinni kost á jákvæðri landskynningu og tekur smá fókus frá hvaladrápinu. það er mér óskyljanlegt að vísar konur hér á lútnum geri grín af þessari frábæru hugmynd , sem ég vona verði gerð að veruleika fyrr enn síðar.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.