— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/06
Byrjar burðurinn.

Er ekki grá upplagt að byrja árið á því að bera leir. Ætla ég að tileinka þennan leirburð vini mínum Ira Murks sem hefur of lítið sést hér nýlega.

Hefst þá leirburðurinn.

Búið árið bráðum er,
bölva því og ragna
mjöð úr malti líka ger,
með því vil ég fagna.

Síðan vasa seilist í.
sæki pontu fríða.
Tek svo nefið tíðum í,
tóbaks kornið blíða.

Ég tek það fram að það er síðasta ár sem var bráðum búið áðan.

   (10 af 62)  
1/12/06 01:00

Regína

Árið albin.
Þetta er rétt ort að mínu viti, nema þriðja lína í fyrra erindi, þar ætti seinni stuðullinn að vera tveim atkvæðum aftar.

1/12/06 01:00

The Shrike

"líka mjöð úr malti ger".

Mjög gott. [Skálar]

1/12/06 01:00

Jóakim Aðalönd

Tóbaks? Tóbaks?!

Össs...

Troðið þessu tóbaki ykkar í Ballantinesið á ykkur!

1/12/06 01:01

Anna Panna

Öh nei takk, ég held að ég sé ennþá með í nefinu síðan síðast. En gleðilegt ár og takk fyrir það gamla!

1/12/06 01:02

Jóakim Aðalönd

...og gleðilegt nýtt ár. Skál!

2/12/06 03:01

Regína

Ertu hættur að leira? Haltu áfram. Málið er bara að kunna reglurnar og finna einhver önnur orð sem passa betur ef þau passa ekki strax,, og ergja sig ekki of mikið yfir því þó vísan skipti eitthvað um merkingu við það.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.