— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 4/12/04
Afköst manna eru misjöfn

Datt í hug mér til gamans að bera saman afköst.

Hafði EKKERT að gera og var í makindum mínum að skoða baggalútinn, líkt og ég geri stöku sinnum þegar ég er ekki í leynilegum erindagjörðum.
Þar tók ég eftir því að hæstvirtur friðargæsluliði og heiðursgestur Hakuchi sá er tjónir efstur á lista yfir "innleggjandur " er skráður inn degi á undan mér. Sem er ekkert merkilegt í sjálfu sér.
Reiknast mér lauslega til (engar hávísindalegar reikningsaðferðir) að Hakuchi eigi að baki 617 daga og 11383 innlegg, en ég 616 daga og 299 innlegg.
Það gerir 18.45 innlegg á dag hjá Hakuchi á móti mínum 0.49 innleggjum á dag.

Af þessu má ráða að ég á langt í land með að vera hálfdrættingur annara hér. Heppinn er ég að hafa ekki lifibrauð mitt af ritstörfum, því ég væri ekki matvinnungur.

** UPDATE **
Fyrst ég er byrjaður, þá er hér efti sömu reikningskúnst...
TOP 5
Nafn - dagar - innlegg - pr. dag
Hakuchi - 617 - 11383 - 18.45
Skabbi skrumari - 616 - 9255 - 15.02
Frelsishetjan - 563 - 8804 - 15.64
Ívar Sívertsen - 616 - 8504 - 13.81
Vladimir Fuckov - 607 - 8490 - 13.99

   (47 af 62)  
4/12/04 18:00

Limbri

Nennir einhver að reikna fyrir mig ? Ég er eiginlega of vitlaust grey til að ráða við það sjálfur.

-

4/12/04 18:00

albin

612 dagar 3016 innlegg eða 4.93 á dag... :p
Kominn með þetta í töflureikni til flýtis. Og ég efast um að þú sért svo vitlaus.

4/12/04 18:00

Steinríkur

Tina St.Sebastian • Innlegg: 4548 • Dagar: 96 • 49.4 á dag...

4/12/04 18:00

albin

Já, hver ætli eigi metið í innleggjum á dag...

4/12/04 18:00

B. Ewing

[Leggur saman með hægvirkum fornaldar aðferðum] Ég á þá um það bil 7 innlegg hér á dag. Og ég sem hélt ég væri frekar fíkinn?

4/12/04 18:00

Hakuchi

Vá hvað ég er mikill lúser.

[Fer allan hringinn og fyllist í raun aðdáun á sjálfum sér fyrir lúsersháttinn]

Þörf og góð statístík albin minn.

4/12/04 18:00

Nornin

Ég var búin að pósta áður, en vegna þynnku og almennrar heimsku þá las ég innleggjafjölda minn vitlaust [roðnar upp í hársrætur]
Rétt myndi vera að ég er búin að vera í 165 daga og er með 5840 innlegg. Sem gera 35, 39 innlegg á dag.
Fjandinn sjálfur... verð að fara að eignast raunheimalíf. [fer í sjálfhverft þunglyndiskast og skráir sig út, í 20 sekúndur]

4/12/04 18:00

albin

Thíhí... ég var búinn að taka eftir því, var einmitt að spá í hvort ég ætti að gera einhverja rellu út af því, en áhvað að sleppa því þar sem þetta var eingöngu til gamans gert.
Ég sé enga ástæðu til að menn kalli sig heimska eða lúsera... þessi dugnaður heldur þessu lifandi.

4/12/04 18:00

Nornin

Kenni nú aðallega þynnkunni um þessa almennu heimsku. Er reyndar mjög vel gefin flesta daga.
Merkilegt hvað drykkja heftir hugsun.
[Drekkur alkaseltzer]

4/12/04 18:00

Steinríkur

Er þessi alkóhólista-seltzer betri en venjulegur seltzer?

4/12/04 18:00

Litla Laufblaðið

Ég er búin að vera í 34 daga og er með 575 innlegg sem gera 16,9 innlegg á dag, úff.

4/12/04 18:01

Skabbi skrumari

Maður fer bara að hallast að því að maður sé ekki mesti fíkillinn [andar léttar]

4/12/04 18:01

Þarfagreinir

3517 / 190 = 18,5

Ég er semsé á svipuðu róli og konungurinn. Held ég geti verið sáttur við það.

4/12/04 18:01

Ívar Sívertsen

Það má líka skoða það þegar menn hafa tekið kipp og snaraukið innleggin sín. T.D. er ekkert langt síðan ég stofnaði áhyggjuþráð yfir að mig minnir 5000 innleggjum.

4/12/04 18:01

Dr Zoidberg

1637 innlegg á 629 dögum sem gerir 2,6 innlegg á dag. Ætli það sé ekki alveg ásættanlegt.

4/12/04 18:01

Smábaggi

6, 7 innlegg á dag. Nenni ekki að reikna nákvæmar.

4/12/04 18:01

Skabbi skrumari

Smábaggi, þú tókst nú eitt lengsta frí frá Gestapó sem um getur er það ekki?

4/12/04 18:01

Smábaggi

Hmm.. já. Eða a.m.k. lengsta Gestapó-frí, þótt ég sé ekki viss með Skúnkinn.

4/12/04 18:01

Skabbi skrumari

Já, rétt... Skúnkurinn átti annars frétt í 3000 keppninni, þannig að hann er greinilega eitthvað að skoða lútinn allavega...

4/12/04 18:01

albin

Þess ber að geta að ég hef tekið all mörg löng hlé... þess vegna á ég svona efitt með að ná hálfu innleggi pr. dag

4/12/04 18:01

Tigra

Já.. ég stend svipað og Smábaggi.. Ég tók mér frí í heilt ár!
Ég gæti mögulega fengið rétta tölu ef ég drægi ár af tíma mínum hér á lútnum.

4/12/04 18:01

albin

Allur tími skal notaður í útreikning þennan :p það er svo gaman ;)

4/12/04 18:02

Ísdrottningin

Hvernig finnst þér að ég standi mig?

4/12/04 18:02

albin

79 dagar 1562 innlegg = 19.77 Pr.dag
Þí stendur þig vel...

4/12/04 18:02

Smábaggi

Eða illa, eftir því hvernig maður lítur á það.

4/12/05 17:02

Nornin

Hey, á morgun er akkúrat ár síðan ég blaðraði hér síðast!
og nú á ég þá 529 daga og 10666 innlegg að baki!
Skemmtileg innleggja tala líka [ljómar upp]
Það eru að meðaltali 20,16 innlegg á dag.
Hef róast á þessu ári.

2/11/05 16:00

albin

Ertu að reyna að breyta þessu í laumupúka þráð [Ljómar upp]

2/12/06 13:01

krossgata

Hún ætlar kannski ekkert að galdra fram svar?

3/12/06 10:00

krossgata

Ég held hún sé ekki að því.

3/12/07 09:00

krossgata

Ætli það verði nokkuð úr þessu?

5/12/07 02:01

albin

Nei, ætli það.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.