— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 5/12/04
Hvað eru peningar?

Þessi spurning var í fréttablaðinu í dag og var lögð fyrir nokkra vegfarendur.

Þetta er að mínu mati nokkuð skemtileg spurning, ég og vinnufélagi minn veltum þessu oft fyrir okkur. Þessi spurning getur sýnt okkur á hvaða villigötum við erum eða hve raunveruleikafyrt við erum.
Einn viðmælandinn sagði að sér dytti fyrst í hug orðið "hamingja" og þess vegna væru þeir mikilvægir.
Annar viðmælandi sagði þá vera gjaldmiðil til að draga fram lífið og að þeir stuðli að áhyggjuleysi. Og einn sagði þá mikilvæga og veita því miður hamingju.

Ég get ekki með nokkru móti verið sammála neinu af þessu nema því að peningar séu gjaldmiðill. Peningar veit hvorki hamingju né áhyggjuleysi.
Það fyrsta sem mér dettur í hug þegar ég hugas um orðið peningur er a. gjaldmiðill og b. þrælahald. Við erum jú öll þrælar mammons. Peniningar eru bara millistig frá veittri vinnu eða vinnustundum og þar til við njótum ávinnings vinnu okkar. T.d. með því að fæða og klæða okkur og hafa húsaskjól. Það er því ekki peningurinn sem veitir ánægjuna eða hamingjuna. Það er landlæg sjálfsblekking.

   (43 af 62)  
5/12/04 04:02

Hakuchi

Peningar eru einungis tól til að auðvelda viðskipti. Þetta er reyndar ein mikilvægasta uppgvötun allra tíma. Peningar leggja fram staðlaðan mælikvarða á alla vöru og þjónustu. Fyrir tíma peningaviðskipta voru aðallega vöruviðskipti notuð (e. barter) sem og mælikvarði í eðalmálmum, sem oft reyndist auðvelt að svindla á. Gott dæmi gæti verið maður sem á bara úlfvalda en langar að eignast veiðistöng og bát. Í stað þess að fara út um allt í leit að manni sem vantar akkúrat einn úlfvalda og vill losa sig við bát og stöng (eða þræða sig í gegnum óteljandi millistig), þá getur úlfvaldaeigandinn nú bara farið til úlfvaldasala og selt honum úlfvaldann fyrir peningana, svo getur hann farið með peningana og keypt bátinn og stöngina, ef peningarnir hrökkva til. Vægast sagt skilvirk hagnýting.

Peningar hafa líka í tímanna rás öðlast visst stikkorðagildi. Þannig eru peningar oft stikkorð fyrir hamingju eins og albin bendir á. Ég held að fæstir eigi þar við að peningarnir í sjálfu sér séu markmiðið heldur það sem peningarnir geta keypt. Þá á fólk yfirleitt um þau þægindi og áhyggjulétti sem mikið magn peninga getur veitt (lausn undan skuldaböggum, nothæft hús, ganghæfur bíll osfrv).

5/12/04 04:02

Vestfirðingur

Peningar eru afskaplega ómerkileg uppgötvun, sennilega fyrsta fjölföldunin. Þessir fyrstu voru hringir með gati í. Allar götur síðan hefur verið hægt að teyma fólk á asnaeyrnum eftir þessu og því líður ekki vel á meðan. Það eru fjórir hlutir nauðsynlegir í lífinu. Hafa að éta, hafa skjól fyrir veðri, elska og vera elskaður. Allt annað er ónauðsynlegt. Ef þetta er ekki til staðar, er allt annað hégómi. Allt annað er hugsanlega næs, en ekki nauðsynlegt.

5/12/04 04:02

Hakuchi

Já. Sjálfsþurftabúskapur er lykillinn að hamingjunni.

5/12/04 04:02

Isak Dinesen

Sjaldan hef ég verið jafn mikið sammála Hakuchi og nú. Peningar eru ein mikilvægasta og merkasta uppgötvun allra tíma.

5/12/04 05:00

Nafni

Pappír?

5/12/04 05:01

Lómagnúpur

Uss, hvers virði væru péningar ef enginn væri sjéneverinn?

5/12/04 05:01

Tigra

Ekki er ríka fólkið neitt hamingjusamara en við hin..
Hamingjan kemur að innan.. ekki að utan.

5/12/04 05:01

Lómagnúpur

Mér finnst hún nú oftast koma frá hlið.

5/12/04 05:02

Smábaggi

En er ekki óþarfi, Vestfirðingur, að elska ef einhver annar elskar mann?

5/12/04 06:01

Limbri

Getur þú lánað mér fimmhundruð-kall ?

-

5/12/04 08:00

Jóakim Aðalönd

Peningar eru vissulega mikilvægasta uppgötvun allra tíma. [Pússar happapeninginn]

8/12/04 10:01

voff

Mig minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að meðal einhverra indjána í Mið eða Suður-Ameríku hafi kakóbaunir haft sama gildi og peningar, þ.e. verið löglegur gjaldmiðill. Ég vil gjarnan að það verði aftur.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.