— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Pistlingur - 9/12/04
veruleikafirring

Um veruleikafirringarþæti

Í heimi graðhestatónlistar og "veruleika" sjónvarps kennir margra grasa. Hinir meintu "veruleika" þættir eru af ýmsum toga og mis veruleikafirrtir. Má t.d. nefna piparsveininn. Mátulega myndarlegur gaur reynir að laða að sér hóp föngulegra kvenna og velur smátt og smátt í burtu hvert fljóðið á fætur öðru, þar til að á endanum aðeins ein situr eftir sem vonandi segir já. Leikur að tilfinningum. Ekki góður leikur. Nefna má einnig fyrirsætuveruleikafirringuna þar sem keppt er í fegurð, ef það er þá hægt. Þar er einnig leikið á tilfinningar fólks og hver á fætur annari af anorexiufyrirsætunum fara volandi á brott með málninguna lekandi niður á axlir. Nóg er af þessum þáttum, og ganga þeir ekki allir eingöngu út á að kremja tilfinningar fólks. Survivior hefur gjarnan verið í nokkru uppáhaldi, en fer hnignandi vegna of margra þátta. Þar er það kanski ekki hlutur framleiðanda að leika á tilfinnigar þáttakanda, heldur spilast það af þátttakendum. Hvernig þeir ljúga og svíkja á endanum til að eiga möguleika á sigurlaununum. Svo er það minn uppáhalds veruleikafirringarþáttur í dag. The Contendor. Ungum hnefaleika köppum sem hafa ekki alveg meikað það hefur verið smalað saman þar sem þeir keppa um og plana hver boxar hvern. Nokkuð semtilegur hnefaleika þáttur það.
En samt er eitt sem ég alls ekki skil við þennan þátt, jahh eða við þessa kappa. Og það er hvernig þeir og þeirra makar geta tekið það í mál að hafa ung börn þeirra viðstödd bardagana. Ég get bara ekki ímyndað mér að nokkurt barn hafi nokkra ánægju né gott af því að hofa uppá pabba sinn barinn í buff, þó svo að það sé eftir eihverjum reglumgerðum hnefaleikasambands Kalíforníu. Þetta finnst mér vera ljótasti bletturinn á annars ágætum þætti.

   (37 af 62)  
9/12/04 05:02

Prins Arutha

Gott rit, og ég er alveg sammála. Það er mekileg hvað mörgum fynnst gaman að horfa á aðra niðurlægða.

9/12/04 05:02

Heiðglyrnir

Já þú segir nokkuð, hef ekki séð þessa þætti. En ef að þetta er eins og þú segir, þá er það alveg fráleitt. Nettur pistill.

9/12/04 06:00

Krókur

Góður vinur minn hefur sagt mér að á sínum yngri árum þá átti hann til að vera svolítill búllí*
Hann sagði mér að ef hann vildi vera virkilega andstyggilegur við krakka sem hann var að kvelja þá sagði hann alltaf: [g]Á ég að berja pabba þinn?[/g] því það virkaði alltaf best. Ég skil þessar áhyggjur.

*Það skal tekið fram að ég hefði aldrei lagt mig fram við að kynnast honum ef ég hefði vitað þetta uppá hann, en hann er mesti sómamaður í dag og því fyrirgefið.

9/12/04 06:01

Skabbi skrumari

Ótrúlegt með þessa töffara hvað þeir eru væmnir, grenja þegar þeir sjá börnin sín og já... sammála, getur varla verið holt að horfa á faðir sinn barinn í buff...

9/12/04 06:01

Leir Hnoðdal

Þetta er nokkuð gott rit og ekki deili ég á smekk fólks, en kvöldvökurnar á mínu heimili hafa orðið eitthvað svo innantómar eftir að allir þessir raunveruleika þættir fóru að taka völdin, það er alltaf verið að bíða eftir hver hvelur hvern og svíkur. Ég sjálfur hef beðið um að verða látinn vita af heimilisfólkinu sem fylgist mest með þessum þáttum, þegar eppisódan af brúðkaupsþættinum Já sem fjallaði um hjónin sem voru nýflutt í götuna okkar þegar giftingin var filmuð, verður endurtekin í þriðja sinn. Þau eru nefnilega skilin og flutt úr götunni aftur eftir tæpt ár. Skora á alla að lesa pistil Kristínar Helgu á baksíðu Fréttablaðsins í dag.

9/12/04 06:01

Ugla

Mér finnst þetta allt sama ruslið. Fólk virðist gera hvað sem er fyrir peninga.

9/12/04 06:01

Fuglinn

Það er algjör ömurð þegar þessir boxarar í Keppendanum skella börnunum sínum á fremsta bekk - og furðulegt að engum á staðnum finnist eitthvað athugavert við það!
Svo er nú alveg magnað þegar þeir lofa og prísa Guð í vissu um að Hann muni hjálpa þeim að vinna - sérstaklega þegar þeir hinir sömu eru barðir í buff!

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.