— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
albin
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 4/12/04
Tímafrekar skoðana kannanir

Ung stúlka sem er vinnufélagi minn var að fylla út gríðarlega mikla könnun á vegum IMG gallup.
Hátt í 50 síður af margslungnum krossaspurningum. Sum sé tímafrekt helvíti. Þar sem ég hef afar litla þolinmæði fyrir skoðanakönnunum, þá fór ég að segja henni að þetta væri bara vitleysa og tímaeyðsla, en hún hélt áfram. Eftir smá grín og glens með þessa könnun varð úr að "við" ákváðum að prufa að rukka fyrir vinnuna, sendum sum sé reikning með fyrir þriggja tíma vinnu á "verkamannalaunum" eða 3500 kall á tímann.
Nú bíðum við spennt eftir viðbrögðum Gallup, en herlegheitin fóru í póst í dag. Máski þeir stoki hana úr sínum listum eftir þetta.

   (46 af 62)  
4/12/04 18:01

Gísli Eiríkur og Helgi

I svíþjóð þar sem fíflið ég bí sendir gallup
þér" trisslott"( einslags happadrættismiði)
ef þú svarar .Hæsti vinningurin er fim miljónir sænskra króna

4/12/04 18:01

albin

Já þeir sem þessari könnun svara far víst í einhvern pott...
En samt gaman að fíflast aðeins í þeim.

4/12/04 19:00

Isak Dinesen

Góð hugmynd.

4/12/04 19:00

Litla Laufblaðið

Mér finnst samt svo gaman að rugla í Gallup,
"Hver heldur þú að sé dýrasta vatmöruverslunin?"
- "Bónus"
hahaha

4/12/04 19:00

Ívar Sívertsen

Ég lenti einu sinni í því að í mig var hringt frá einhverju skoðanakannanafyrirtæki og mér tjáð að þetta tæki örfáar mínútur. Ég sló til og tók þátt en þegar upp stóð tók þetta ríflega lengd sjónvarpsþáttar sem ég ætlaði að horfa á. Spurningaflóðið hófst þegar auglýsingarnar voru fyrir þáttinn og því lauk ekki fyrr en auglýsingarnar eftir þáttinn voru í gangi. Eftir það hef ég alltaf sagt NEITAKK og skellt á án þess að þetta skoðanakannanapakk geti svo mikið sem sagt Keflavíkurflugvöllur!

4/12/04 19:00

Gvendur Skrítni

Það sorglega með þessar kannanir er að fólk sem hefur góðan sans á lífinu og hvað er mikilvægt (eins og að nýta tímann sinn vel, sbr. Baggalútur). Þetta fólk segir Gallup að fara norður og niður.
Þessvegna eru þessar skoðanakannanir mjög litaðar af skoðunum ungs fólks, sem aldrei áður hefur fengið hringingu frá Gallup og finnst þetta merkilegt, gamals fólks, sem hefur ekkert betra að gera, og iðjuleysingja sem líta á Gallup kannanir sem þeirra þjónustu við samfélagið.
Munið svo að Gallup sérhæfir sig í að fá ásættanlegar niðurstöður úr könnunum (G) ALL - UP

4/12/04 19:00

Litla Laufblaðið

Skrifaði ég í alvöru vatmöruverslun vá þetta átti að sjálfsögðu að vera matvöruverslun. Afsakið

4/12/04 19:01

Lómagnúpur

Ég hugsa að þessir menn geri sér grein fyrir þeirri skekkju sem felst í því að á hluti slembiúrtaksins sem tekur ekki þátt sé einmitt ekki dæmigerður. Sjálfsagt er erfitt að meta hans þátt þar sem hann er því ekki vitaður.
Ég svaraði í svona símakönnun um daginn, hefði átt að vita betur. Og spurningarnar voru einhverjar léttvægar spurningar um árangur einhverra markaðssetningarátaka. Hvort ég væri líklegur til að kaupa mér Skoda Amigo næst. Það er semsagt ekki nóg að vöruverð sé pumpað upp úr öllu með stétt auglýsingafólks, heldur lifir annað battarí á því að finna út hvort það hafi nú ekki allt lukkast vel. Svei.

albin:
  • Fæðing hér: 11/8/03 11:19
  • Síðast á ferli: 16/12/23 09:55
  • Innlegg: 3545
Fræðasvið:
Sjálfmenntaður í ScrewDriver... sem er eftirlætis svaladrykkurinn, en drekk þó ekki nærri nóg af honum. Ég hef víðtæka þekkingu á skotvopnum ætluðum til verka á lengra færi sem og í návígi.
Æviágrip:
Ég hef alla tíð verið þorpari, fól og fantur.