— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/11/08
Hyllum Villimey og Þarfa !

Það var einhverntíma í september sem fór að berast í tal eitthvað um árshátíð og hver ætlaði að vera í nefnd og þvíumlíkt. Grísinn sagði ekki ég , kötturinn sagði ekki ég og allt það, en litla gula hænan (sem í þessu tilviki heitir Villimey)sagði já það vil ég og svo fór hún og gerði það með slíkum skörungsskap að annað eins hefur varla sést .

Ég baðst undan af því að ég var í nefnd í fyrra og árið þar áður, Þarfagreinir og Villimey urðu því sjálfkjörin í nefnd.
Og þvílíkur myndarskapur hjá þeim tveimur, dugnaður að sjá um að fá staðinn , semja við vertinn og gera öll þessi handtök sem fylgja þessu stússi öllu saman.
Já það er ekki úr vegi að hrósa nefndinni fyrir vel unnin störf , bráðskemmtilega verðlaunaafhendingu og frábært quiz sem vakti mikla lukku.

   (24 af 46)  
1/11/08 09:01

Grágrímur

Heill þessum hetjum!

1/11/08 09:01

Regína

Ég hélt að það hefðu verið fleiri í nefndinni, og Villimey hefði verið aðal!
Já, þau eiga skilið mikið hrós.

1/11/08 09:02

Einn gamall en nettur

Já þau eru ágæt.

1/11/08 09:02

hvurslags

Hvernig er bleian? Annars fá þau kærar þakkir fyrir óeigingjarnt starf.

1/11/08 09:02

Vladimir Fuckov

Það tilkynnist hjer með opinberlega að vjer erum sammála fjelagsriti þessu [Smíðar risastóra hyllingarvjel úr kóbalti og plútóníum og setur hana í gang].

1/11/08 09:02

Nermal

Já, þetta var giska vasklega frammgengið o sei sei já. Nema að ég fékk engin verðlaun, né var ég svar við spurningu. Vonandi næst.

1/11/08 09:02

Grýta

Heill Villimey og Þarfagreinir!

1/11/08 09:02

Ég tek undir hvert orð þessa félagsrits, einkum þó þeirra sem snúa að verðlaunaafhendingunni, enda bar hún af þetta kvöld.

1/11/08 09:02

Línbergur Leiðólfsson

Þau lengi lifi!
Húrra! Húrra! Húrra! Húrra!

1/11/08 09:02

Garbo

Tek undir þetta. Takk, ÖLL sem komuð að undirbúningi og framkvæmd.

1/11/08 09:02

Villimey Kalebsdóttir

oh ég fer hjá mér. Takk krúttin mín.

Það má nú líka þakka t.d. Línbergi fyrir að búa til þessi fallegu nafnspjöld!
Og Dulu fyrir að aðstoða á árshátíðardeginum við að gera Áslák tilbúinn.

1/11/08 10:00

Jóakim Aðalönd

Búúúú!

1/11/08 10:00

Þarfagreinir

[Roðnar ótæpilega]

Takk kærlega fyrir. Svo má vitaskuld ekki gleyma rútuhetjunni, honum B. Ewing.

1/11/08 10:00

Ívar Sívertsen

Mér finnst samt að fleiri hefðu mátt leggja hönd á plóginn... þetta lendir nefnilega alltaf á einhverjum örfáum alltaf... En þetta var leiðinleg árshátíð þar sem ég mætti ekki.

1/11/08 10:00

Huxi

Þar sem mér finnst ávallt lítið gaman þar sem ég er ekki staddur, þá er það sjálfgefið að þessi árshátíð var alveg glötuð. En það var samt ekki Villimey eða Þarfa að kenna, þau eru snillingar og hetjur sem hrífa fólk með sér.
Mér sýnist það einboðið að skella skuldinni á Ívar. Hann var margsinnis búinn að boða komu sína, bæði í ræðu og riti og lætur svo ekki sjá sig...

1/11/08 11:01

B. Ewing

TakkÞarfi minn. En þið tvö eruð aðal.... [Ljómar upp]

1/11/08 12:02

Dexxa

Já mér fannst þetta svakalega gaman.. Þetta var rosalega vel gert hjá þeim.. [ljómar upp]

1/11/08 15:00

Nornin

Ég er samt á því að á NÆSTA ári, verði helvítis árshátíðin ekki haldin sömu helgi og afmælið hjá Bebe, þannig að við B. komumust BÆÐI!?!

Fífl.

1/11/08 15:01

Villimey Kalebsdóttir

<hrökklast pínulítið afturábak>

1/11/08 15:01

Jóakim Aðalönd

[Fellir Villimey, þannig að hún hrasar við]

1/11/08 16:02

albin

Árshátíðir eru gamaldags.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.