— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 4/12/09
Æskan og allt það

Nú þegar hitinn er að hækka þá fækkar vanalega fötunum hjá landanum og er mörgum tilhlökkunarefni að glápa græðgislega á stinna kroppa í gegnum sólgleraugun. Ég hef einmitt lifað í gegnum svo mörg stig af líkamlegu ásigkomulagi og þótt bara alltílagi að láta glápa á mig og svo hef ég alveg verið hinumegin við línuna ef ég hef verið með ljótuna eða feituna á of háu stigi til að afbera hana sjálf.

Já ég fer núna aftur til ársins nítjánhundruð nítíu og eitthvað þegar ég var ekki búin að eignast nein börn og var ennþá stinn og sperrt, þá fannst mér ég vera alveg hræðilega feit, alltof hvít og auðvitað foráttuljótur kvenkostur ég og öll mín 60 kíló vorum þá að fela okkur bakvið hólkvíðar vinnuskyrtur og snjóþvegnar gallabuxur frá vinnufatabúðinni til að falla nú inní hóp af pönkurum og þungarokkurum.
Ég var með fjólublátt og aflitað hár til skiptis og munaði ekki miklu að ég væri með hanakamb og þoldi illa athygli gamalla kalla sem voru alltaf aað glápa á mig og gerðu stundum tilraun til að reyna að grípa í rassinn á mér ef tækifæri gafst.

Svo liðu tíu , tólf ár, búin að vera í sambandi í sjö löng ár með æskuástinni og þrjú til viðbótar með gaur nr 2 og farin að láta á sjá eftir meðgöngur og allskonar dekurlíf í sófanum heima hjá mér, orðin aðeins þyngri og þreyttari en áður, samt ekkert alvarlegt en ef einhver horfði á mig þá spenntist ég upp af gleði yfir því að fá einhverja athygli af því að svo sannarlega var minn kærasti ekki upptekinn af mér heldur einhverjum af barnlausu vinkonum mínum sem þóttu nú stinnar og sperrtar enn. Fötin þrengdust og kílóunum fjölgaði samt sem áður og ég fór á djammið í þeirri von að fá jákvæða athygli karlmanna.

Það tókst og ég hitti ágætis gaur að ég hélt , eignaðist með honum börnin sem ég ætlaði að eignast í viðbót við það sem ég átti og ætlaði nú aldeilis að búa happý til æviloka, en nei þá mátti enginn sýna mér athygli því að ég hefði auðvitað ofmetnast að hans áliti og hlaut því að byrja að halda villt og galið framhjá honum einsog enginn væri morgundagurinn, aftur víkkuðu fötin tl muna og feitan gerði alvöru innrás í líf mitt og það sem stinnt gat talist varð lint og lafandi... auðvitað endaði þetta samband með ósköpum og hann þessi frómi maður vann að því hörðum höndum að skíta mig út af því að auðvitað átti ég að vera vondi framhjáhaldarinn en hann góði munkurinn sem hugsaði aðeins um hag fjölskyldunnar.

Já svo liðu nokkur ár í viðbót og aftur náði ég að tjasla mér aðeina saman svo ég yrði samkvæmishæf, ég varð glöð og ánægð yfir því úrvali sem ég fékk af athygli og gat valið og hafnað eftir smekk og hentugleika, svo þurfti ég bara ekkert að skammast mín, komin á þennan aldur og komin í þokkalegt form með ágætt þol og ásættanlegt útlit skv mínum eigin staðli sem ég var ekkert að breyta þó svo einhver tímarit væru að birta greinar um að kannski væri ég ekki ofurmódel.

Nú í dag hef ég náð því langtímamarkmiði að vera orðin ofdekruð af manni sem elskar mig og ég elska hann, okkur er eiginlega slétt sama þó við séum með bólu á nefinu, aukakíló eða of fá kíló, við tökum þessu bara með gríni og djókum góðlátlega í hvoru öðru yfir hinum ýmsu göllum sem kunna að hrjá okkar líkama eða sál.

Já lífið er yndislegt.

   (15 af 46)  
4/12/09 21:01

Megas

Ég er Megas (og alltaf til í þrísom).

4/12/09 21:01

Regína

Dásamlegt Dula!
Hvar ætli ég geti fundið svona eintak?

4/12/09 22:01

Huxi

Áhugaverður pistill hjá þér. Niðurstaðan er semsagt sú að ef manni líður vel í eigin skinni, þá er ekki aðalatriði hvort skinnið sé stórt eða lítið, slétt eða hrukkótt. Gleðilegt sumar og til hamingju með kallinn, lífið og tilveruna...

4/12/09 22:02

Valþjófur Vídalín

Það gleður mig að þér séuð hamingjusöm með lífið og tilveruna kæra fröken Dula. Mér sýnist á öllu að þér séuð engin dula.

4/12/09 23:00

Galdrameistarinn

Ánægður fyrir þína hönd.

5/12/09 01:02

Nermal

Orð í tíma töluð. Fólk er margt svo upptekið af útliti og þessháttar skrumi. Ég held að ég hafi aldrei litið vel út samhvæmt ströngustu stöðlum, en það verður bara að vera þannig

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.