— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/11/07
Spliff donk og gengja

Þar sem hann trölli vinur minn hefur ekki látið sjá sig hér í töluverðan tíma þá er mér kannski óhætt að fara að smella inn skondnum félagsritum, ég kannski fylli uppí týndu og endanlega horfnu félagsritin sem ég eyddi út í bræðiskasti með þessum nýju og skemmtilegu pistlum .sem ættu að verða ykkur öllum til ánægju og yndisauka. Ég gef sjónvarpsmörkuðunum sem eru allt lifandi að drepa eina drulluköku.

Ég var að horfa á einhvern vörumarkað eina nóttina á einhverri stöðinni . Ég get nú alveg sagt að vandaðara sjónvarpsefni um akkúrat ekki neitt er vandfundið.
Allskonar demantshringum og dúkkum er stillt upp og selt á offjár það er nú samt ekki það versta.

Þar sá ég einhvern kokk sem enginn veit nein deili á, hann hefur séð um allavega fermingarveislur frændsystkinna sinna og slett í Betty Crocker ósjaldan, svo kann hann að flaka lax og skera gúrkur í strimla. Þarna er mjög hæfileikaríkur maður á ferð.

Hann segir það án þess að roðna að hnífasettið þarna frá Crappeddícrappingsjitt inc sé náttúrlega það allra besta sem hann hafi prufað og því til sönnunar sker hann LAX í sundur, ég get skorið lax í sundur með debetkortinu mínu.

Svo veit ég ekki hvernig í ósköpunum ég hef lifað það af að eiga ekki súkkulaðigosbrunninn , Hvað í andskota á ég að gera við gosbrunn með bráðnuðu súkkulaði, ég sé mig í anda fara að bjóða gestum og gangandi uppá fljótandi súkkulaði .
"Jæja elskurnar ,afsakið þetta lítilræði ég vona að þið borðið fjótandi súkkulaði, já endilega fáið ykkur." Og rétti fram bollastellið.

Nú er ég súkkulaðiætan mikla en ég gæti bara ekki hugsað mér að hafa súkkulaðigosbrunn [brestur í óstöðvandi ógeðshroll]

Svo er þarna nudd tæki sem hristir úr manni líftóruna og er náttúrlega undratæki fyrir axlir og mjaðmir, já já það er líka ferð með strætó um breiðholtið, alveg jafn mikill hristingur og miklu ódýrara, einusinni kom það fæðingu af stað hjá mér að ferðast með strætó nr 12 um ranghala og hraðahindranir í fellunum.

Þetta er allt til sölu fyrir offjár og svo er íslenski sjónvarpsmarkaðurinn alveg að gera sig líka fyrir örvæntingarfullar einstakar námsmeyjar í sjálfsmorðshugleiðingum.

Kemur þarna ofurbrúnn, plokkaður metrósexual maður sem er að kynna VÖVÐAæfingatækið (ekki stafsetningarvilla). Hann er þarna næstum því kviknakinn með sixpakkið sitt að sýna þetta undratæki.

Afsakið á meðan ég tryllist !

Hann hefur auðvitað fengið þessa glæstu magavöðva með því að nota þetta tæki í 3 mínútur(pause NOT ) á 3 vikna fresti í 4 daga, og svo henti hann því í geymslu og þaðan fór það útí bílskúr og þaðan í kolaportið.
(sem er akkúrat það sem gerist hjá væntanlegum kaupendum)

Til að bíta höfuðið af skömminni er þetta náttúrlega rándýrt núna í kreppunni og manngreyin sem standa fyrir þessu eru ólæsir því að það er einsog þessir sem sjá um að lesa inn á þessar auglýsingar viti ekki að það á bara að stoppa við punkta eftir setningarnar en ekki inní miðju orði.

Svo kemur líka þarna við sögu 15 ára stúlka sem hefur víðtæka reynslu af svokölluðum space baggs (sagt baggs í auglýsingunni en heita bags)
Hún heldur ekki vatni af hrifningu yfir einhverjum geymslupokum sem auka plássið í fataskápum heimilisins um marga rúmmetra.
Einsog henni sé ekki drullusama.

Smá upprifjun úr gömlu sjóvarpsmarkaðspistlunum mínum.
Næst les ég toys R us bæklinginn. Bíðið spennt !

   (39 af 46)  
2/11/07 00:00

Vladimir Fuckov

Ætli sje ekki hægt að kaupa ferðagufubað þarna líka ? Helst kjarnorkuknúið.

2/11/07 00:00

Jarmi

Mig langar í þetta allt! Og helst tvö af hverju!

(Nema metrósexjúalinn, þú mátt eiga hann sjálf.)

2/11/07 00:00

Finngálkn

Sjónvarpsmarkaður er alltaf ávísun á gott þunglyndi. En góð samantekt annars á þessari helstu skömm íslensks sjónvarpsefnis!

2/11/07 00:00

Rattati

Góð.

2/11/07 00:00

Ívar Sívertsen

Svo satt!

2/11/07 00:00

Kiddi Finni

Við hjónin horfðum sjónvarpsmarkaðinn í síðustu kreppunni í Finnlandi sem skemmtiefni. Hlóum okkur máttlaus að allskonar vitleysu...Súkkulaðigosbrunnur, þetta fólk er ekki með öllum mjalla...

2/11/07 00:00

Ívar Sívertsen

Það hefur reyndar einstaka gott komið úr svona sjónvarpsmörkuðum... Ég keypti t.a.m. The Eighties collection í svoleiðis... 20 diskar, fullir af eighties tónlist.

2/11/07 00:00

krossgata

Ég stoppa alltaf svolitla stund á þessu ef ég er á rásaflakki. Dáleidd. Það gerir undarlegt málfarið, þetta með að setja "punkta" á eftir þriðja hverju orði í töluðu máli og um leið setja syngjandi spurnartón á síðasta orð fyrir "punkt". Stórmerkilegt.

2/11/07 00:00

Wayne Gretzky

Hver kannast ekki við það, að skilja alveg hvað Dula er að segja?

Annars, áttu ekki klast?

2/11/07 00:01

Bleiki ostaskerinn

Þegar ég sá þetta fyrst, þá hélt ég að um grín væri að ræða og hló mig máttlausa. Hláturinn breyttist fljótt í vorkunnarkjökur þegar ég loksins áttaði mig á að þeim var alvara. Þeir tóku upp þessa vörukynningu, skoðuðu hana og ákváðu að þetta væri hæft í sjónvarpið.

Kynningin í þessum sjónvarpsmarkaði sem fór allra mest í mínar allra fínustu taugar var um inniskóna sem "muna eftir þér". Hann segir að skórnir muni eftir manni amk 5 sinnum í kynningunni.

2/11/07 00:01

Regína

Hvenær og hvar er þessi skemmtilegi þáttur?

2/11/07 00:01

Villimey Kalebsdóttir

Haha Góð Dula!
Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá „Fyrir" og „eftir" myndir með æfingartækjunum sem eru seld í þessum sjónvarpsmörkuðum. [Flissar]

2/11/07 00:01

Garbo

Nákvæmlega.

2/11/07 00:01

Dula

Að vísu er þetta samantekt af nokkrum mörkuðum í gegnum tíðina þannig að sumir hlutitnir sem um er rætt eru eflaust komnir úr sölu.

2/11/07 00:01

blóðugt

Ég hafði sérstaklega gaman að því fyrst þegar þessi óskapnaður byrjaði, að kynnirinn hlljómaði eins og hann nyti aðstoðar rafmagnstækja við að anda. Á eftir öðru eða þriðja hverju orði gerði hann hlé á máli sínu, og saug þvínæst inn loft með þvílíkum krafti að það hljómaði eins og í öndunarvél.

Hann gerði líka einu sinni tilraun til þess að segja VÖÐVA en það kom svo þvingað út úr honum að líklega hefur honum bara verið sagt að halda áfram að segja VÖVÐA.

Ég nenni yfirleitt ekki að horfa á smábarnið tala um rýmissparandi pokana eða súkkulaðidrenginn með tussutryllinn og pírðu augun segja mér frá magaæfingatækjum. Þá skipti ég frekar yfir á stillimyndina.

2/11/07 00:01

Hexia de Trix

Þetta er náttúrlega alveg gargandi snilld - fyrir heimavinnandi húsfreyjur sem eru búnar að setja hausinn á suðu of oft!
En bíðum við... þær eru ekki til á Íslandi. Úps. (Þær örfáu sem eru heimavinnandi eru velflestar enn með allnokkrar starfandi heilasellur...)

2/11/07 01:00

Skreppur seiðkarl

...og við bjóðum þetta frááábæra tæki á AÐEINS fimmhundruð. Og nítjuþúsund.

Sko, þetta tæki... Er alhliða tæki. Þetta tæki vinnur fyrir alla vöðva líkamans *pírir augun*. Þetta tæki er gott til að hita sig upp en þetta tæki er líka gott til að æfa sig heima við eftir vinnu. Þetta er sko tæki sem 'ég sjálfur nota mikið' (fokkings lygi).

Afhverju heitir þetta tæki? Vegna þess að hann veit ekkert hverju hann er að lýsa og svo er moðerfokking gaurinn með kuntu á hökunni!

2/11/07 01:00

Skreppur seiðkarl

Btw, hver er trölli?

2/11/07 01:00

Tina St.Sebastian

Af hverju finnst mér sem ég hafi lesið þetta áður?

Annars er eitt tæki sem mig hefur alltaf langað í (og hefur yfirleitt verið einfaldast að finna í sjónvarpsmörkuðum) og það er almennilegt mandólín. Ég hef hvergi rekist á þokkalegt eintak annarsstaðar.

2/11/07 01:01

Dula

Já Tina einsog fróðir þekkja þá tók ég æðiskast of eyddi út einum 55 félagsritum eftir að hann Trölli apaði þau upp og breytti þeim þannig að eflaust hefurðu lesið þennann pistil, eða hluta af honum áður.
Skreppur hann Trölli er hann Skrabbi sem hefur alltaf verið svo "almennilegur" að breyta og bæta við mín skrif.

2/11/07 01:01

Skreppur seiðkarl

Já, ég man eftir þessum asna, það var í eitt af fáum skiptum sem ég og Huxi höfum verið sammála - þegar mér fannst að ætti að banna svona og leyfa Enter að grípa inní jafnvel.

2/11/07 01:01

Jarmi

"... og leyfa Enter..."

Enter er ein- og alvaldur hér.

2/11/07 01:01

Nermal

Ég man nú eftir "augnnuddtækinu" sem Maggi Kjartans dásamaði í Sjónvarpsmarkaðnum hérna í denn. Svo er þessi Vörtutorgsafglapi algerlega ekki hæfur í sjónvarp. Man eftir einhverju tæki sem hann var að kynna. Tækið þjálfar alla vöðva líkamans og er því frábært tæki því það þjálfar alla vöðva líkamans og þjálfar því alla vöðva líkamans..... eða allavegana nefndi hann giska oft að tækið þjálfaði alla vöðva líkamans..... Og auðvitað frasinn "Hver kannast ekki við....?"

2/11/07 01:01

Skreppur seiðkarl

Það er nánast engin verslun við þessa andskota og til að hækka tölfræðina þá bjóða þeir oft uppá e.k. vídjó eða hljóðsöfn og vonast til að geta prangað inná fólk einhverju öðru drasli í leiðinni.

2/11/07 01:02

Texi Everto

Við Blesi förum á Nordic Walking Crosstrainerinn á hverjum degi

2/11/07 06:00

krossgata

Tina: Kunningi minn fékk ljómandi fínt mandólín í Tónastöðinni í Skipholti.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.