— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/11/10
Harmsaga úr raunheimum

Raunheimaleikkonan mín stendur í leiðinda máli við sinn fyrrverandi og er komin í kostnaðarsama forræðisdeilu þar sem er verið að kalla til allskonar sérfræðinga og matsmenn til að greina og meta hvort foreldrar barnanna séu heilir á geði og búi í viðeigandi húsnæði, nú sé ég mig knúna til að ákalla ykkur baggalútíubúar um einhverja aðstoð í hvaða formi sem er, styrktartónleikar væru náttúrlega skemmtilegasta lausnin en þeir sem eiga eitthvað aflögu eru auðvitað beðnir eins fallega og hægt er til að leggja hönd á plóg. Hér fyrir neðan kemur pistillinn um málið einsog raunheimar fá að sjá hann.

Fyrir ári síðan flutti ég í grafarvoginn aftur eftir að hafa verið ár í námi í keflavík. Á meðan á náminu stóð vildi ég ekki rífa börnin mín upp frá vinum sínum í skólanum og leikskólanum þannig að til að hafa þetta allt sem eðlilegast þá leyfði ég barnsföður mínum að skrá bæði börnin á sitt lögheimili og svo myndi það ganga til baka og verða einsog fyrr þegar ég flytti aftur í grafarvog, en allt var svikið, honum fannst ég vera að rífa börnin upp og rugla þau með því að taka upp fyrri umgengni sem var 50%50% og neitaði mér að fá þau til mín aftur. Ég fór þá strax til sýslumanns sem sendi okkur til skiptis í viðtal til sín og ekkert kom útúr þeim viðtölum .
Nema sú ítrekun að þar sem barnsfaðirinn hefði nú lögheimilið þá skipti sameiginlega forræðið okkar yfir börnunum engu máli og hann réði því alfarið yfir þeirra lífi og þyrfti ekki að gefa skýringu á framkomu sinni.

Ég hef því haft helgarumgengni síðan ég byrjaði í náminu eða sl 2 ár, þessi ár hafa verið gríðarlega erfið og lengi að líða og börnin mín hafa í hvert sinn sem þau hafa verið hjá mér spurt af hverju þau megi ekki vera meira hjá mér, það er rosalega erfitt að reyna að fá mömmustrákinn sinn til að skilja það að pabbi hans vilji ekki að hann sé hjá mömmu sinni útaf einhverri óskiljanlegri ástæðu og það er enn fáránlegra að útskýra það fyrir fólki sem ég hef kynnst, það er alltaf einhver stimpill á konum sem eru ekki með börnin sín , þær eru álitnar eitthvað andlega veikar eða eitthvað þaðan af verra og ég hef alveg þurft að útskýra að ég sé ekki vanhæft foreldri fyrir fólki sem kemst að því í fyrsta sinn að ég á 3 börn og fæ ekki að hugsa um tvö af þeim nema aðra hverja helgi.

Á meðan ég þrái að hafa börnin mín hjá mér alla daga þá hefur barnsfaðir minn þau og skráir þau í allar tómstundaiðkanir sem fyririnnast hér í hverfinu og uppsker ómælda athygli annara foreldra sem hann sjá, það er einsog það sé alveg óskaplega merkilegt fyrirbæri að sjá föður sinna börnunum sínum, en hann gerir þetta allt saman með slíku látbragði að það er einsog þetta sé eitthvað sem hann hefur ekki valið sér sjálfur , það finnst öllum sem hann sjá að hann sé útkeyrður og yfirgefinn og eigi alveg skelfilega barnsmóður sem vilji ekki sjá börnin sín.

Núna standa málin svo að lögfræðingarnir okkar tala bara saman en ekki við og það segir mér að börnin séu nú ekki að njóta þess besta frá föður sínum sem er alveg ákveðinn í að hann sé í stríði við mig, ég bý í næstu götu við börnin mín og fæ aldrei að fá þau yfir til mín í heimsókn eða spjall, ég sé í skólann þeirra útum gluggann minn en fæ ekki að fylgja þeim á morgnana í hann eða sækja þau eftir mína vinnu.


   (8 af 46)  
9/12/09 04:01

Nermal

Ljótt mál þetta. Vona bara að þetta falli þér í hag. Er ekki hægt að fá gjafsókn í svona máli? Annars er ljótt og ómerkilegt að beita börnunum í svona deilu.

9/12/09 04:01

Dula

Jú ég er með gjafsókn, en það er tolfallandi kostnaður sem fellur ekki undir gjafsókn sem er verið að rukka mig fyrir, það er verið að kalla til allskyns sérfræðinga og sálfræðinga sem rukka fyrir sína vinnu strax og það fellur inn sem málskostnaður og er ekki borgað með gjafsókninni , sá peningur er eingöngu fyrir minn lögræðing.

9/12/09 04:01

Dula

tilfallandi

9/12/09 04:01

Regína

Svona mál eru alltaf ömurleg.

9/12/09 04:01

Dula

Já þetta er alltaf leiðinlegt.

9/12/09 04:02

Fíflagangur

Sjitt! Eins gott að raunheimar eru ekki til. Annars yrði ég að óska þér og sérstaklega þínum börnum alls hins besta.

9/12/09 05:02

Blöndungur

Já það er ótrúlegt hvernig jafnvel annars ágætlega prútt fólk getur umturnast í svona málum.

9/12/09 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ferlegt að heyra – vonandi blessast þetta einsog best verður á kosið...

9/12/09 23:00

Dexxa

Mér finnst alltaf jafn hræðilegt að fólk skuli nota börnin svona.. ég óska þér og börnunum alls hins besta og styð þig heilshugar!

10/12/09 01:01

Dula

Takk fyrir stuðninginn öll .

31/10/09 02:02

Sannleikurinn

Foreldrar hverra barna eiga að vera heilir á geði?

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.