— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/12/08
Vitið er komið aftur

Já það er alveg ferlegt þegar jóla og áramótaóþolið nær tökum á manni og maður sogast inn í væmna jólasöngtexta um hvernig þú komst með jólin til mín og fer að ímynda sér að lífið geti ekki verið fullkomið nema eiga einhvern mann til að knúsa og kúra með alla daga og nætur. Maður fer meira að segja að hugsa upphátt um fásinnu einog að vera í sambandi eða þaðan að verra eins og að breyta sínum víðfræga relaationship status á hinni ómissandi Sviplu.

Já það er fátt dýrmætara en að eiga börn og fjölskyldu, það er yndislegt að eiga vini og vinkonur og það er ekkert yndislegra en að vita að maður er elskaður af sínum nánustu.

Svo þegar samböndin sem maður hefur verið í eru orðin keimlík hvort öðru þá er kona eins og ég orðin frekar þreytt á endalausum fyrirspurnum um ýmislega líðan og um hvar hún sé stödd og hvernig hitt og þetta gengur og hvað sé að gerast og af hverju hitt og annað og hvar þetta og eitthvað sé og hvernig gangi að gera svona og hinsegin

ALLAN LIÐLANGAN DAGINN !

Og eru engar fréttir ekki góðar fréttir.

Já yfir hátíðarnar var ég greinilega með bleik gleraugu og ég hef tekið þau niður í bili .

   (36 af 46)  
2/12/08 09:01

Texi Everto

Ha? Ertu þá á lausu aftur?

2/12/08 09:01

Dula

Hvað heldurðu ?

2/12/08 09:01

Regína

Það getur samt verið gaman að tapa vitinu öðru hvoru.

2/12/08 09:01

Dula

Algjörlega unaðslegt á meðan það varir.

2/12/08 09:01

Offari

Mér líst ekkert á óstandið.

2/12/08 09:01

Regína

[Reynir að rifja upp langt langt aftur í tímann] Dula, svo sannarlega. Þú ert heppin.

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Reynir við Dulu]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Byrjar með Dulu]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[sefur hjá Dulu]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[hættir með Dulu]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Byrjar aftur með Dulu]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Klórar sér í hausnum]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Sleikir útum]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Sefur hjá Dulu]

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Man ekki eftir neinu]

2/12/08 09:01

Villimey Kalebsdóttir

Texi minn, ertu á þörfinni ?

2/12/08 09:01

Villimey Kalebsdóttir

Dula! Æðislegt. [Ljómar upp]

2/12/08 09:01

Villimey Kalebsdóttir

Held ég.

2/12/08 09:01

Texi Everto

Nei. Ekki lengur.

2/12/08 09:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Hafðu það notalegt. Fleyg orð, sem gamall karl úr mínu heimahéraði
lét einhverntímann útúr sér, hljómuðu eitthvað á þessa leið:
„Hafi ég skipt um skoðun, þá er það fyrir það að mér hafi vaxið vit“.

2/12/08 09:01

Nermal

Svona er nú lífið. Gangi þér allt í haginn

2/12/08 09:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Farðu vel með þig

2/12/08 09:01

Texi Everto

[Hættir með Dulu]

2/12/08 09:01

albin

No comment.

2/12/08 10:00

Vladimir Fuckov

Vjer myndum nú aldrei nenna að halda uppi umfangsmiklum fyrirspurnum/eftirliti um líðan og athafnir allan daginn alla daga eins og fjelagsritið gefur í skyn að hafi átt sjer stað. Kannski ferlega órómantískt en samt... [Setur hinsvegar í gang gríðarlega umfangsmikið eftirlit með óvinum ríkisins og hlerar yfir 20.000 síma]

2/12/08 10:00

Upprifinn

Má þá eiga von á þér gulri aftur.

Þú átt ekkert von á þér, er það?

2/12/08 10:00

Finngálkn

Þarftu ekki bara að fá þér sleikjó - sjáðu sleikjóinn á pabba... uhh...

2/12/08 10:00

Grágrímur

Æ gott að fá bitra hexið aftur... ég saknaði þess... [glottir eins og fífl]

2/12/08 10:01

Huxi

Og hvað heldurðu að hormónarnir láti þig lengi í friði núna? [Glottir við...]

2/12/08 10:01

Dula

Hormónarnir, hmmmm ætli sé ekki hægt að láta taka þá úr sambandi[glottir ógurlega]

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.