— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/08
Fésbókarpistill.

Einhverntíma í fréttunum um daginn var sagt frá því að fésbókin svokölluð væri hjónadjöfull og hinn mesti tímaþjófur, þarna getur fólk hangsað tímunum saman og leikið sér í allskonar leikjum sem heita mismunandi gáfulegum nöfnum og hafa mis gæfulegan tilgang.

Einn leikurinn heitir sjúgðu sleikipinnann minn og þar getum við sogið og sleikt allskonar girnilega sleikjóa, ég veit nú ekki hvaða tilgangi þessi leikur þjónar en mér þætti nú ekkert rosalega gaman að vita af því að fjórtán ára sonur minn væri mikið að leika sér í þessum leik, kannski er það minn hugsunarháttur sem truflar mig í að hugsa um þetta sem saklaust grín.

Kannski er einhver ástæða fyrir því að hjónum/pörum finnist sér ógnað ef þau eru mikið að fikta í svokölluðum relationship status eða koma með allskonar skrýtnar lýsingar á gjörðum sínum.

Svo eru allskonar stefnumóta/einkaauglýsinga leikir sem auðveldlega má sogast inní og þar kynnist maður e.t.v einhverju fólki sem maður hefði ekki kynnst annars.

Þarna hittast gamlir bekkjarfélagar, gamlar hjásvæfur, vinir , vinkonur, óvinir og allskonar vinir eða ættingjar.

Hvað finnst ykkur ?

   (37 af 46)  
1/12/08 10:02

Texi Everto

Já. Ég kynntist Tonto í gegnum Fésreykmerki.

1/12/08 10:02

Grýta

Erfitt að segja. Er feisbók ekki opin öllum sem innskrá sig?
Mér finnst það vera á ábyrgð fullorðna að hafa hana þannig að hún skaði ekki börnin.

1/12/08 10:02

Álfelgur

Hún er ekkert fyrir mér... en það er svosem ekkert að gera þarna inni þegar maður hugsar það þannig.

1/12/08 10:02

Grágrímur

Smettisskruddan er sennilega það besta og það versta sem ég hef kynnst á internetinu (annað en Gestapó sem er bara það besta).

1/12/08 10:02

Tigra

Fésbókin er ekki hjónadjöfull, ekki frekar en einkamál.is og aðrar slíkar síður.
Ef þú ert líklegur til framhjáhalds, eða óhamingjusamur í þínu sambandi (og ekki að reyna að laga það) - þá finnuru einhvern stað til að fá útrás. Ef ekki á netinu, þá bara úti á næsta bar, eða í vinnunni etc.
Það er ekki hægt að kenna netsíðum um það hvernig fólk hagar sér.

1/12/08 10:02

Dula

Já það er málið. Ef ásetningurinn er einlægur þá ferður og fullnægir físnum þínum hvernig sem þú ert græjaður.

1/12/08 10:02

Skreppur seiðkarl

"Heyrðu kona, það stendur að þú sért single á feisbúk. hvað er málið?
-"Jaá, það er rétt."
"Og hvað? Á ég ekkert að fá að segja um þetta?"
-"Jújú, kommentaðu bara..."

1/12/08 11:00

Dula

Hehehe játsh

1/12/08 11:00

Skreppur seiðkarl

'sh'? Ertu drukkin kona?! Og það á miðjum degi!

1/12/08 11:00

Dula

{lítur útum gluggann og á klukkuna til skiptis] Ha ! miður dagur ?

1/12/08 11:00

Tina St.Sebastian

Skreppur býr í annarri vídd en við hin. Hjá honum er klukkan ekki nema kortér yfir gnagg, annan Janúmartember 9054.

Annars verð ég að taka undir með Tigru - Fésbók er bara tæki, og þ.a.l. ekki hægt að kenna henni um nokkuð.

1/12/08 11:00

Rattati

Snoppuskinna er spes. Maður hittir marga þar og nær sambandi við sem maður hefði ekki gert annars.

Að öllu öðru leyti er hún bara bull og á ég þar við leiki ýmiskonar.

1/12/08 11:00

Galdrameistarinn

Fésbókin er bara snilld.
Hefur forðað mér frá því að lenda í ástarsmböndum og hjásofelsi svo eg er bara himinlifandi með það.
Hinsvegar er þessi kjaftagangur þarna mann lifandi að drepa.

1/12/08 11:00

Nornin

Þetta er svolítið eins og með byssurnar.
Þær drepa víst ekki fólk. Fólk drepur fólk, byssan er bara tæki.
Fésbókin heldur ekki framhjá manninum þínum, þú gerir það!

Annars fílar raunheimaleikkona mín fésbókina vel.

1/12/08 11:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Er þessi andskotans Baggalútur nokkuð betri . Ég þekki ekki til þesara fésbókar . enn veit að ég hef eytt blóma lífs míns í gjörsamlega ekki neitt á þessum þræði

1/12/08 11:00

krossgata

Samála Norninni og Tigru.
Mér líkar ágætlega við fésbókina. Afþreyingin er ekki merkileg kannski, en stundum er bara ljómandi að taka þátt í leikjum þar sem ekki þarf að hugsa. Svo er þetta svona eins og innanbúðar "Séð og heyrt" - smáfréttir af vinum, ættingjum, vinnufélögum, gömlum skólafélögum. Miklu skemmtilegra en það sem er í því annars þunna blaði.

1/12/08 11:00

Villimey Kalebsdóttir

Ég er sammála ykkur. Fésbók er bara tæki.

Mér finnst fésbók skemmtileg. Svolítill tímaþjófur samt.

1/12/08 11:00

Annrún

Fésbók er svakalegur tímaþjófur, það mikill að ég skil tölvuna mína eftir heima þessa dagana þegar ég fer niðrí skóla til að læra undir próf en ástæða þess er þó líka gestapó....

En já fésbók er bara tæki eins og einkamál og mitt-pláss... Ef þig langar til að halda framhjá þá geriru það... eins og Nornin segir, byssur drepa ekki fólk, fólk drepur fólk.

Annars elska ég fésbók, hún er minn eina sanna ást.

1/12/08 11:00

hlewagastiR

Svipla.

1/12/08 11:00

Einstein

Hvarmskræðan er nokkuð sem ég hef ekki skráð mig á ennþá. Ég efast reyndar um að ég geri það, enda hef ég ekki tíma milli þess sem ég rannsaka mólikúlin eða skrifa skýrslur. Alltaf á Gestapó sko...

1/12/08 11:00

Regína

Hvarmskræðan!

Ekki versnar það. [Ljómar upp]

1/12/08 11:01

Huxi

Ásjónuritið er verkfæri hins ílla sem tekur og drepur tíma sem hverjum manni er nauðsynlegur til andlegs uppeldis og gleði hér á Gestapó.
Megi smettispésinn aldrei þrífast...

1/12/08 11:01

Fátt fer meira í taugarnar á mér en þetta helvítis feisbúkkkjaftæði sem um þessar mundir tröllríður öllum svo rækilega í rassgatið að blóðtauminn úr hverjum og einum mætti vel greina úr þyrlu. Til fás hlakka ég meir en þess dags sem þessi ljóta graftarvarta springur - þá verður gaman að lifa. Skv. e-i mbl-grein fyrir skemmstu er ég víst eini Íslendingurinn á þrítugsaldri sem ekki hefur tekist að suga inn í þetta grámyglda, lífssjúgandi, anddrepandi steypumót sem þetta ljóta fyrirbæri er.

Gaman þó að sjá íslenskar þýðingar á þessu hjá snjöllum Póum. Hvarmaskræða, Ásjónurit, Smettisskrudda o.s.frv., maður allt að því skellir upp úr.

1/12/08 11:02

krossgata

Fésbók, Hvarmaskræða, Ásjónurit, Smettiskrudda, Svipla, Smettipésinn, Snoppuskina, Fésreykmerki, ég bæti nú við Flettismetti.

Ætli það komi fleiri?

1/12/08 11:02

Merkilegt að enginn skuli nota orðið andlit sem fyrrihelming í þessu samhengi.

Andlitsdoðrantur.

1/12/08 12:01

Álfelgur

Ég hef nú bara heyrt "andlitsbók"

1/12/08 12:01

Golíat

Ég hef ekki kynnt mér þetta fyrirbæri. Er ég að missa af einhverju? Ætti ég að skoða svona síðu eða sleppa því?

1/12/08 14:01

Kífinn

Krossgata: Er Smettaflettirinn ekki smellnara?
Golíat: Hvað hefurðu mikinn tíma aflögu? Ég veit ekki hvort hallmæla skal forritinu eða lofa það...

1/12/08 14:01

Golíat: Sleppa því.

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.