— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Dula
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/08
Lífið er yndislegt, skálsskan.

Ég verð að tjá mig um eitthvað hér í netheimum loksins þegar raunheimar eru alveg að gera mig endanlega klikkaða, ég hef átt gott líf í raunheimum á meðan slökkt er á tölvunni, en svo þegar ég kveiki á henni aftur þá langar mig til að sjá svipluna, gestapóið og svo að sjálfsögðu póstinn og bankann, þó svo bankabækurnar mínar séu spennutryllar dauðans sem er nú eiginlega bara stórhættulegt að vera að skoða mikið. En allt þetta er hluti af mínu lífi og þetta líf er búið að kosta mikið og einnig gefa mér allt sem ég á.

Ég hef tekið þann pólinn í hæðina að líta á allt sem misheppnast sé eitthvað sem maður á að læra af, og ef það þurfti að fara úrskeiðis þá átti það ekkert endilega að fara neitt öðruvísi.
Við erum sett hér á jörðina til að læra og það hef ég svo sannarlega gert , mér finnst líka að skoðanir séu eitthvað sem má breyta og betrumbæta þegar og ef þroskinn leyfir.
Það er líka óþroskamerki að vera einsog vindhani að snúast eftir skoðunum annara.
Þroski er furðulegt fyrirbæri, þú þarft ekki að vera mjög gamall til að þroskast og þú þarft ekkert endilega að vera voðalega þroskaður þó þú sért kominn með nokkra tugi ára í kladdann, málið er að læra af reynslunni og vera kannski ekki að staðna í þínum skoðunum þó aðrir í kringum þig hvetji þig til að hjakka alltaf í sama gamla góða farinu.

Ég held að gamlar venjur séu ágætar en það má alltaf uppfæra þær og betrumbæta.
Breytingar eru af hinu góða og stundum þarf maður að stokka upp í kringum sig til að leyfa sínu ljósi að skína aftur, það er nefnilega ekki hollt að safna ryki .
Ég hef átt rosalega fín samskipti við allskonar fólk í gegnum tíðina og það fólk hefur verið á öllum mögulegum aldri og í öllum mögulegum þjóðfélagshópum og mér hefur fundist mest áberandi að þeir sem eru bitrir eða óvinveittir eru þeir sem hafa aldrei náð að vinna sig útur sínum erfiðleikum í lífinu, þeir sitja heima hjá sér og spyrja í sífellu ,,hvað ef þetta hefði farið svona , hvað ef hitt hefði farið hinsegin" og svona velta þeir sér uppúr reiðinni og sorginni án þess að vilja í raun skilja útaf hverju þetta fór svona eða læra af reynslunni og fara beint í sömu rútínu aftur já eða með öðrum orðum að berja hausnum við steininn.

Mér finnst líka alltaf skemmtilega mótsagnakennt að sjá trúað fólk sem getur ekki fyrirgefið mistök annara, það situr hátt uppí sínum verndaða heimi og bendir bara hinum og þessum að fara eftir hinu boðaða orði og fer svo heim til sín, bölvar , ragnar og baktalar fólk sem treystir því í blindni.
Sá sem getur verið hann sjálfur í gegnum súrt og sætt í mótlæti og meðbyr og staðið við sín orð og er ekki að röfla yfir sínum ósigrum í lífinu dag eftir dag er sá sem stendur með pálmann í höndunum þegar upp er staðið.

Þetta er svolítið það sem ég hef lært í sumar, þú ert settur hingað á jörðina til að læra af öllu sem þú gerir , öllu sem þér mistekst og öllum sem þú hittir , þú ert það sem þú hugsar , þú færð það sem þú átt skilið og uppskerð einsog þú sáir.
Og óskir þínar rætast bara ef þú trúir því að þær muni gera það.

Og ég er búin að fá slatta af mínum óskum uppfylltar með trú ,von , ást og æðruleysi að leiðarljósi. Takk fyrir mig.

   (27 af 46)  
9/12/08 06:01

Grágrímur

Gaman að sjá þig aftur... og takk fyrir góða lesningu. Þú ert æði!

9/12/08 06:02

krossgata

Skemmtilegar hugleiðingar. Ég er þó ekki á því að alltaf megi uppfæra og betrumbæta. Til dæmis Internet Explorer, ég ræð sterklega frá því að uppfæra í útgáfu 8 eins og er.
[Glottir eins og erkifífl]

9/12/08 06:02

Garbo

Takk fyrir þetta. Er það ekki bara svolítið málið; ef maður trúir ekki á sjálfan sig þá gerir það enginn annar.

9/12/08 06:02

Villimey Kalebsdóttir

Þú ert gullmoli. Ég bjóst við að þetta væri væmnara eftir þessa viðvörun.

9/12/08 06:02

Huxi

Áhugavert félaxrit. Það er sérstaklega gaman að sjá hvað þú hefur lært mikið síðastliðið ár... Og þá er ég ekki bara að tala um stærðfræði. [Glottir eins og fífl]

9/12/08 07:00

Dula

Takk fyrir þetta, þið eruð yndisleg og æðibitar, knús á línuna. Og stærðfræðin fær sko heimsókn frá mér aftur svo ég nái nú að útskrifast.

9/12/08 07:00

Jóakim Aðalönd

Skálschkan!

9/12/08 07:01

Vladimir Fuckov

Skál ! [Íhugar að stela bleiku skýi frá óvinum ríkisins - ef slíkt er til þar]

9/12/08 02:00

Rattati

Jaskobarogskál!

Dula:
  • Fæðing hér: 18/1/06 17:09
  • Síðast á ferli: 10/11/23 13:19
  • Innlegg: 22400
Eðli:
Dula er mit nafn og ég er best. Og svo get ég verið orðheppin, kemur líka fyrir að menn hlæi jafnvel upphátt þegar ég tjái mig.
Fræðasvið:
Ég er mjög fróð um mjög margt. En kannski ekkert alltof vitur um neitt. En fæ oft hugboð og fer eftir þeim. Er berdreymin , það er að segja ef ég er ber þá dreymir mig um ber.
Æviágrip:
Ég er fædd í október er sérlega glæsileg. Allsherjar snillingur og matgæðingur. Þar að auki kosta og kynjamálaráðherra Baggalútíu, það þýðir að ég hef yfirumsjón með pörum og einhleypingum í Baggalútíu Og vil fá að vita hver hefur samfarir við hvern eftir alla merkilega atburði í baggalútíu.