Ţjóđbók
Jónas Hallgrímsson
listaskald.blogmania.co.uk
Á skeljum heim ég skríđ á ný
skjálfandi á beinum.
Viđ dögun hef ég dúxađ í
drykkjutengdum greinum.
Jónas Hallgrímsson
Sáuđ ţiđ hana systur mína?
sú var orđin helst til full.
Kokhraust innbyrti áfengt sull;
loks fór hún glaseygđ ađ gráta og hrína.

Af henni ganga ýmsar sögur;
oft hún lyftir sér á kreik
ítrekađ fer hún í flennisleik
– sjón sem ađ seint ţykir fögur.

Nćfurţunn á nýjum degi
– međ nýćlt galliđ út á kinn –
eigrar hún uns unnustinn
finnur hana á förnum vegi.
 
Jónas Hallgrímsson
Svei mér ţá. Nú er eitthvert auglýsingaviđriniđ búiđ ađ dubba upp einhvern ţunnhćrđan smjörspikađan skeggapa í minni mynd á heilli opnu í Fréttablađinu. Til ađ auglýsa einhverjar ekkisens kaffivéla- og stofublómatryggingar! Ţessu uppstrílađa greppitrýni fylgir svo einkar ósmekklegr tilvísun í ţađ ţegar ég hrundi blekhellađur niđur tröppurnar úti í Köben forđum.

Hvađ nćst? Á ađ birta heilsíđumynd af ţví ţegar viđ Nonni Sig fengum sífilisiđ?
 
Jónas Hallgrímsson
Lćtur af störfum Helgi Hó
horfinn međ skjöld sinn af sviđi.
Kúra fćr loks í kyrrđ og ró
– ef Krosslafur sér hann í friđi.
 
Jónas Hallgrímsson
Eiđur, lukkan er međ ţér
hún aldrei virđist bila.
Ţađ munar um, ef mađur fer
til Mónakó – ađ spila.
 
Jónas Hallgrímsson
Nú er ekki svefnfriđur á bekknum mínum fyrir einhverju ísklísturđu úthverfakítti í örvćntingarfullri leit ađ menningu.

Hvađ er ţađ viđ orđiđ „nótt“ sem fólk skilur ekki?
 
Jónas Hallgrímsson
Ég samdi minn fyrsta dćgurlagatexta í dag. Hann heitir Saman hér á ný og er í svokölluđum neó-Selfossstíl:

Sitjum hér ţú og ég
alltaf hér enn á ný.
Förum saman út í geim
förum saman hér á ný.

Ekki fara frá mér hér
alltaf vera hér hjá mér.
Svífum saman ţú og ég
saman hér, viđ á ný.

 
Jónas Hallgrímsson
Nú er mér nóg bođiđ. Ég sem ekki kvćđi um svo mikiđ sem örkumlađan ánamađk fyrr en ţessi nýjasti öreigaskattur verđur borinn öfugur til baka.

Mađur fer ekki ađ geta leyft sér annađ en bótalím og kannski smá Crystal Meth á sunnudögum međ ţessu áframhaldi.

 
Jónas Hallgrímsson
Aumingjans ţjóđin mín, öll í hnút
eygir loksins von.
Jóhanna skuld okkar jafnar út
í Júróvisíon.
 
Jónas Hallgrímsson
Liggi manni lífiđ á
ađ láta skođun fjúka
í náđhús ţings og ţjóđar má
ţrćll í leyni kúka.
 
Jónas Hallgrímsson
Jćja, ţá er kjepz kominn í sparigallann. Nýstrokinn og sćtur. Mćttur til Eskifjarđar. Svo er bara ađ drífa sig niđur á höfn og brosa sínu blíđasta.

Ţađ er ekki á hverjum degi sem jólasveinninn kemur ađ landi hér á skerinu.
 
Jónas Hallgrímsson
Skrambinn. Nú man ég ekki fyrir mitt litla líf á hvorum landsfundinum ég klćddi mig úr fötunum, stríkađi gegnum salinn og út á götu.

Andskotans absint.
 
Jónas Hallgrímsson
Helvítisfokkingfokk. Gleymdi enn og aftur ađ sćkja um ţessi bévítans listamannalaun. Eina huggunin ađ losna viđ niđurlćginguna sem fylgir ţví ađ fá ţau.
 
        1, 2, 3, 4, 5, 6, 7  
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Fréttir
Myglar – 24.04.23
 
Enter – 31.05.21
 
Enter – 22.10.20
 
Lesbók
Enter
 
Úr ţjóđbók

Ég vil bara minna ćstustu lýđskrumarana á ađ mínar dyr standa ávallt opnar, vanti menn leiđbeiningar eđa ađstođ viđ krossfestingar eđa álíka.

Fokk! Stýrivextirnir komnir undir 10%. Ég verđ ţá víst ađ láta verđa af ţví ađ fjarlćgja af mér öll líkamshár. NTS: Verđ ađ fara ađ hćtta ţessum veđmálum viđ Imbu.

Hvurjum er ekki sléttdrellisama um kynhneigđ verđandi eđa núverandi forsćtisráđherra?

Eina krafan sem ég geri er ađ ţessir skítsokkar hysji upp um sig brćkurnar hćtti ađ riđlast aftan á raufaumri alţýđunni.

Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA