— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/08
Misskilinn

Ég fékk nærri því einn á lúðurinn um daginn

Ég fór á matsölustað um daginn, var búinn að fá mér aðeins í aðra tána og vel skrafhreifur. Ég sá einn mjög aldinn mann sem að sat með -sennilega - dóttur sinni. Ef ekki dóttur þá verð ég að segja að ég ber meiri virðingu fyrir þeim gamla. En líklegast er samt að hún hafi verið sjúkraliði eða í versta falli útfararstjóri, hann var svo gamall.

Nú ég, af minni alkunnu fróðleiksfýsn ákvað að leggja fyrir þann gamla spurningu er hefur vafist fyrir mér í allmörg ár. Svo ég tók mig til og óð til þess gamla. Ég kynnti mig og innti eftir því hvort ég mætti leggja fyrir hann spurningu. Taldi hann það auðsótt mál. Svo ég spurði "Hvernig náungi var Lincoln forseti?"

Kellingin truflast. Gersamlega sturlast og enda leikar með því að mér, fróðleiksfúsum unglingnum (svona miðað við þann gamla, allavegana) er fleygt út með óbótaskömmum og loforði um að ég fengi aldrei að stíga þarna inn fyrir dyr aftur.

Svona er að vera fróðleiksfús en misskilinn.

   (2 af 25)  
9/12/08 17:00

Útvarpsstjóri

<orgar af hlátri>

9/12/08 17:00

krossgata

Ha ha, og sá gamli komst aldrei að til að svara?

9/12/08 17:01

Billi bilaði

Ætli Lincoln hafi hafnað henni?

9/12/08 17:01

Hvæsi

<Grípur um kvið sér og allt það>

Snillingur. Skál.

9/12/08 17:01

Villimey Kalebsdóttir

Þau voru pottþétt par. <glottir>

9/12/08 17:01

Kiddi Finni

Og svo fékkst þú aldrei svaið... en ég tel það liklegt eins og Villimey, þau voru par.

9/12/08 17:01

Huxi

Hahahahahaha... Þetta er snilld hjá þér...

9/12/08 17:01

Upprifinn

he he

9/12/08 17:02

Grágrímur

snilld

9/12/08 17:02

------- | | -------

9/12/08 17:02

Garbo

Góður!

9/12/08 18:00

Jóakim Aðalönd

[Veltist um af hlátri...]

9/12/08 18:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

Aldnir hafa orðið . . . ennþá eldri !

9/12/08 18:01

Von Strandir

Við erum par...Lincoln var ágætur, sérstaklega í glasi.

9/12/08 18:02

Grýta

Heheeheh! Karlkvölin að vera svona ellilegur!

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.