— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
Um stærð flugvélasæta

Eins og margir vita þá eyði ég talsverðum hluta vinnutíma míns í að komast af einum stað til annars. Mikið af þeim tíma er eytt í flugvélum.

Allir kannast við þetta. Það er labbað um borð í flugvél, sætið fundið og svo smokrað sér í sætið. Ef heppnin er með þér þá getur þú hreyft þig örlítið og lagt niður borðið fyrir framan þig þegar "maturinn" (og ég nota þessa skilgreiningu einungis vegna þess að ungir og óharðnaðir geta lesið þetta) kemur. Vélarnar hjá Flugleiðum eru mismunandi. Í sumum vélum er þetta nærri því þolanlegt, þó á löngum flugum þá er jafnvel þægilegasta sæti farið að minna á kvalabekk frá miðöldum, eftir svona 4 - 5 tíma. Ég lenti svo í flugi um daginn til Suður Afríku sem að sló allt út. Þetta var 10 tíma flug í gripaflutningavél. Sem betur fer þá á ég nokkuð auðvelt með að sofa á löngum leiðum en gallinn var sá að fótarými var nákvæmlega ekki neitt. Þegar ég vaknaði eftir tæplega 8 stunda svefn þá fann ég ekki fyrir fótunum á mér og þurfti að fara mjög varlega þegar ég stóð upp. Ég labbaði eins og krabbi í tvo daga á eftir.

Staðreyndin er sú að flugfélög reyna náttúrulega að hámarka fjölda sæta í hverri vel. Er það skiljanlegt, enda er enginn hagnaður af auðu svæði í flugvél. En mér finnst það algerlega óforsvaranlegt að fólk líði kvalir í flutningum milli landa. Mig kveið gríðarlega fyrir heimferðinni en í ljós koma að farið var með mun nýrri vel og þar var fínasta aðstaða.

En ekki er bara um að ræða fótapláss í flugvélum, enda er ég orðinn nokkuð glúrinn við að fá þægilegustu sætin í vélum. Nei, ekki aldeilis.

Í gær kom ég frá Tyrklandi. Það er að segja, ég kom til London í fyrrakvöld frá Tyrklandi, en missti af vélinni til Íslands vegna seinkunnar á flugvélinni frá Iztanbul til London, svo ég þurfti að gista í London. Þegar ég kom um borð í vélina til Ísland, þá var fyrir í sömu sætaröð afar þéttur maður. Og ég meina sko afar þéttur. Við vorum að ferðast saman tveir félagarnir og áttum sætin fyrir innan hann, þ.e. glugga- og miðjusæti. Þegar við vorum seztir þá fannst okkur verulega á okkur hallað, í orðsins fyllstu merkingu. Manngreyið var svo afmyndað að við skiptumst á um að sitja í miðjusætinu því að sá sem þar sat þurfti að sitja illilega skakkur þar sem að maðurinn hreinlega flæddi yfir armpúðann. Sætisólin hans var með framlengingu og armpúðinn að ganginum var ekki einusinni niðri, af því að hann komst ekki fyrir. Eins og gefur að skilja olli þetta töluverðum óþægindum fyrir okkur tvo og gerði flugið enn óþægilegra en tilefni var til.

Fyrir nokkrum árum varð allt vitlaust í Bandaríkjunum vegna þess að það fólk sem var það þéttholda að það komst ekki í sætin var gert að kaupa tvö sæti, seinna sætið reyndar á talsverðum afsláttarkjörum. Mannréttindasamtök ýmiskonar ráku upp ramakvein og fóru mikinn. Reyndar finnst mér þetta skiljanlegt hjá báðum aðilum. Feitir eiga ekki að gjalda líkamsvaxtar síns en flugfélögin missa kúnna sem hreinlega kemst ekki fyrir í sætið sitt. Að endingu féllu flugfélögin frá þessum áformum sínum.

En það er eitt sem að gleymdist í þessum hamagangi öllum. Hvað með réttindi þeirra sem sitja hjá þessu fólki? Hvað með réttindi mín í þessu flugi frá London í gær? Mér leið hroðalega, ég var allur skakkur og snúinn og geðillur með afbrigðum þegar við loksins lentum í Keflavík. Ef ég hefði farið að nöldra í vélinni hefði ég samstundis fengið á mig stimpil fordóma. Það eina sem að ég bið um, sökum þess að það kemur fyrir að ég er lengur í loftinu en margir flugmenn, að fá sætið mitt fyrir mig sjálfann.

   (14 af 25)  
5/12/06 15:01

Dula

Vel mælt. Ég er nú kannski ekki eins oft að fljúga og þú en ég skil þig fullkomlega. Flott rit.

5/12/06 15:01

Jarmi

Ég vil harðar reglur, ef þú passar ekki í sætið þitt þá færðu ekki að sitja í því. Og svo er það bara undir flugfélaginu komið að bjóða uppá nógu stór sæti... eða ekki.

Og fjandinn hafi það þegar mér er sagt að ég þurfi að borga yfirvigt af farangri mínum vegna þess að aukinn þyngd kalli á aukinn eldsneytiskostnað. Ég plús taskan mín erum kannski þetta 115kg og svo horfi ég á eftir hjónum sem eru svona 260 kg með töskum og öllu lalla sér í gegn án þess að borga krónu umfram. Getur gert mig klikkaðann! Annaðhvort borgar maður fyrir sitt eldsneyti eða ekki!

[Arkar út í mögnuðu reiðiskasti]

5/12/06 15:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Hvaða væl er þettað á að taka gjöld af fólki vegna stærðar? Ætlar þú ekki líka að krefjast þess að
borga bara hálfan miða á fótboltaleikina því þú sért Frammari og detti ekki til hugar að borga fyrir Víking líka. Þú kanski vilt ekki heldur borga fult gjald fyrir sviðahausinn því þú étur ekki eyrunn Ég er handviss um að hinir feitu jafnvel borguðu offjár fyrir að verða jafn grannir og sætir og þú.Gætu ekki eineygðir fengið helmings afslátt
hjá RÚV.

5/12/06 15:02

Nermal

Já, flugvélar eru oft á tíðum ekki hannaðar fyrir fólk yfir 180 c.m. Ég fór t.d einusinni að spá í því í innanlandsflugi að ef það þyrfti að nauðlenda og fara í hausinn milli hnjánna stellinguna, þá væri ekki séns í Helvíti að ég kæmi haus milli hnjáa. Ég hefði þurft að bíta í sætisbakið fyrir framan mig.

5/12/06 15:02

Jarmi

Hver er að tala um það GEH að rukka fólk fyrir stærðir?

5/12/06 15:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég las þettað kanski of fljótt og sá ekki passusinn um þétta sem ekki eiga að gjalda líkamsvaxtar síns . 'eg geri fastlega ráð fyrir að ágætur Rattati borgi ekki baun fyrir sæti sitt um heiminn í þágu mankinsins en sé leiður á að
sumir taki meir pláss enn hann. Æsingur minn á upruna í að ég fór í sturtu í morgun og sá varla typpið á mér ég vil taka því fram að typpið á mæer er að miðlungs stærð óskaplega venjulegt nema soldið á ská til vinstri í slöku ástandi og ennþá meira skakt uppreyst. 'Ég óttaðist því að geta ekki komið á næstu árshátíð ykkar vegna gjalds fyrir umframþyngd. Hugsanlegt væri þó að yrkja um aumingjaafslátt vegna lítilfjörlegs typpis ?

5/12/06 15:02

Billi bilaði

[Ljómar upp]

5/12/06 15:02

Rattati

Verðum við þá ekki bara að borga "undir" þig, kallinn minn?

5/12/06 15:02

krossgata

Það er vandlifað í.... flugvélum. Þú yrðir líklega stimplaður fordómafullur ef þú spyrðir um kílóafjölda í nálægum sætum þegar þú innritar þig.

Getur svona ríflega vaxið fólk ekki hvort sem er lögsótt flugfélögin fyrir hönnun, þar sem ekki er gert ráð fyrir fólki af þessari stærðargráðu.

5/12/06 16:00

Upprifinn

Þegar ég kom frá London um daginn þá voru einhverjir tveir hálfvitar sem sátu í glugga og miðjusætinu við hliðina á mér að gera mig brjálaðan, alltaf að skipta um sæti og svoleiðis, hrikalega pirrinadi ef ekki óþolandi. og sessa smástund sem þeir sátu kjurrir voru þeir alltaf eitthvað að nudda sér utan í mig. ÓÞOLANDI!

5/12/06 16:01

Útvarpsstjóri

Hefurðu lagt af Upprifinn?

5/12/06 16:01

Tigra

Hah.. ég sat nú einu sinni í innanlandsflugvél og þá dauðlangaði mig í fína sætið sem ég fékk þegar ég flaug til S-Afríku... með eigið sjónvarp og allt.
Ekki nóg með það að sætið í litlu vélinni var fáránlega lítið, heldur þá kom þessi risa feiti kall og hlammaði sér nánast ofan á mig í tilraun sinni við að setjast í sætið við hliðiná mér.
Til að byrja með komst hann alls ekki í sætið, rassinn festist og hann byrjaði að reyna að smokra sér neðar.
Við það flæddi spikið yfir alla hægri hlið mér svo að ég klesstist með nefið úti í glugga.
Því neðar sem kallinum tókst að smokra sér, því meira flattist ég út og ég sá vart í öxlina á mér fyrir fitu.
Og svona þurfti ég svo að sitja í flugvélinni í 2 tíma.
Drasl.

5/12/06 16:01

Jarmi

Ég er svo aldeilis hissa á ykkur Rattata og Tigru að skipa ekki fólkinu úr ykkar sæti.
Það hefði ég gert, og með illu ef á þyrfti að halda.

5/12/06 16:02

Vímus

Ég vil fjarlægja öll sæti úr flugvélum og setja kojur í staðinn. Þeir efnismestu neðst að sjálfsögðu. Flugfreyjur sjá svo um að útbýta hæfilegum skammti af svefnlyfjum fyrir ferðina og síðan góðum skammti af vekjarapillum rétt fyrir lendingu og flugferðin verður einn allsherjar draumur.

5/12/06 19:01

Jóakim Aðalönd

Bjóða feitu fólki afslátt á business class.

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.