— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
Rattati
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 1/11/07
Um svívirðilega einangrunarstefnu Íslenskra stjórnvalda

Helvítis fasistar!

Nú er mér nóg boðið og endanlega kominn með upp í kok af geigvænlegri höfnun Grey Haarde og bankanna á allri almennri skynsemi og mannréttindum. Við, sem berjumst sveitt á erlendri grundu við að færa inn gjaldeyri í þetta gjaldþrota þjóðarbú erum svívirt, okkur er hafnað og við gerð að algjörum blórabögglum og fótum troðin. Sjálfsagt eitthvað fleira líka en mér dettur bara ekkert í hug akkúrat núna.

Já, eins og lesendur kannski geta séð er ég með afbrigðum ósáttur og pirraður, jaðrar jafnvel við ergelsi.

Þegar reynt er að kaupa nýju afurð æringjanna í Baggalút á tonlist.is kemur: "Eingöngu er hægt að kaupa tónlist af tonlist.is á íslandi".

Hvur rauðröndóttur andskotinn gengur hér á? Er ekki lágmarks kurteisi, svo ekki sé minnst á mannréttindi að vér utanfarar (sem erum all nokkrir á Gestapó) fáum að njóta þess besta sem Íslensk menning hefur upp á að bjóða?

Nei fjandinn og feður hans allir með tölu, nú verður mín ektaspúsa send út af örkinni með hæfilegt fjármagn til umráða og látin fjárfesta í gripnum. Hefst svo þrautagangan við að senda gripinn til Nýju Útópíu (hlýtur að vera það eftir kosningarnar í nótt). Enn kommon! Það er 2008 for kræsseiks! Getur einhver sagt mér hvaða belgur í Belgíu hefur komið upp með þennan ófögnuð að ekki sé hægt að fjárfesta í angublíðum undirleik með ljúfum söng yfir alnetið án þess að vera staddur á þessu stormskeri?

Sennilega allt Davíði Oddssyni að kenna. Allt annað er, miðað við fréttir að heiman.

Góðar stundir.

   (6 af 25)  
1/11/07 05:01

Wayne Gretzky

Algjörlega sammála þér að öllu leyti - má samt ekki fjarlægja þessi upphrópunarmerki?

1/11/07 05:01

Rattati

Biðst forláts án afláts, var aðeins í talsverðu uppnámi. Ég skal laga það án tafar.

1/11/07 05:01

Wayne Gretzky

Takk.

1/11/07 05:01

krossgata

Er þetta nýtilkomin tilhögun?

1/11/07 05:01

Rattati

Veit ekki meira, hef svosem ekki fundið hjá mér neina tiltekna þörf fyrir að fjárfesta í tónlist frá því að Gilligill kom út og þá var ég á klakanum svo það reyndi ekki á alnetið í því sambandi.

1/11/07 05:01

Garbo

Ljótt er að heyra.

1/11/07 05:01

Hvæsi

Hef orðið var við þetta.
Eina leiðin fyrir okkur er að "stela" efninu á veraldarvefnum.
Vinur minn heima ætlar að kaupa sér eintak og deila því með mér (og væntanlega fleirum).
Það er ljótt að stela, en hvað er hægt að gera ?

1/11/07 05:01

Rattati

Nei, svei því bara, ekki fer ég að féfletta gæðingana í dægurlaga armi Baggalout Group með því að stela efninu. Þeim veitir víst ekki af krónunum, greyjunum.

1/11/07 05:01

Hvæsi

Ókey, ekki stela... fá lánað þartil næsta ferð á klakann rennur upp og kaupa þá.

1/11/07 05:01

Ívar Sívertsen

Vissuði að það er lag á plötunni sem heitir krútt... Hvað ætli Vlad segi við því?

1/11/07 05:01

Rattati

Jeminn eini....

1/11/07 05:01

Vladimir Fuckov

[Hrökklast afturábak og hrasar við]
Ívar: Og vjer sem vorum að velta fyrir oss að fá oss diskinn, ef ekki til eigin nota þá til gjafa. Nú neyðumst vjer til að skoða það mál nánar [Brestur í óstöðvandi grát].

1/11/07 05:01

Rattati

Það væri nú kannski þess vir'i a' stofna þráð um þetta......

1/11/07 05:01

Þarfagreinir

Því miður er þetta leiðinlega algengt þegar kemur að margmiðlunarefni. Ósýnilegir múrar eru út um allt. Ágætt dæmi um þetta er þegar á DVD-diskum er kóði sem gerir fólki ókleift að spila þá í ákveðnum spilurum. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að auðvelda dreifendum að einoka ákveðin markaðssvæði. Sveiattan, segi ég nú bara.

1/11/07 05:02

Huxi

Þetta eru fasista allt saman. Já, fasistar segi ég...
[Bölvar tónlist .is í sand og sement]

1/11/07 05:02

Ívar Sívertsen

prófaðu tonlist.com

1/11/07 05:02

B. Ewing

Þarfi. Það dugar oft að opna DVD skúffuna á spilaranum, slá inn MENU > UP > DOWN > LEFT > RIGHT og loka, eða MENU > 8 > 2 > 4 > 6 > MENU. Get vísað á ágætis hjálparkokk sem er aðgengilegur fyrir hvern þann sem vill.

1/11/07 05:02

Vladimir Fuckov

Oss hefur alltaf fundist undarlegt að þessi 'region codes' fyrir DVD-diska skuli ekki teljast ólöglegar tæknilegar viðskiptahindranir.

1/11/07 05:02

Skabbi skrumari

Þetta er nánast svívirðilega svívirðilegt...

1/11/07 05:02

Regína

.. og verulega kjarnyrt.

1/11/07 05:02

Mikki mús

Þetta er svíviðra og ekkert annað.

1/11/07 05:02

Nermal

Eru það óvinir Ríkisins sem stjórna þessu tonlist.is? En þetta er ekkert annað er dusilmennaháttur af verstu gerð!!

1/11/07 06:00

Ívar Sívertsen

þetta er til á www.tonlist.com fyrir þá sem greiða í dölum

1/11/07 06:00

Mikki mús

Borgar með Fnjóskárdal.

1/11/07 06:00

Rattati

Jæja, ég verð víst að sigrast á þessari geðfýlu og éta þetta ofan í mig. www.tonlist.com er víst málið. Færi ég Þarfagreini kærar þakkir fyrir að benda á þessa lausn mála. Hvæsi minn, þú veist þetta núna.

1/11/07 06:00

Ívar Sívertsen

Piff, ég er búinn að benda á þetta hér úti um allt... Svo keypti ég lögin í kjölfarið.

1/11/07 06:01

Þarfagreinir

Þetta er sniðugt, B. Ewing. Prófa þetta þegar ég kem heim í kvöld!

1/11/07 06:01

Rattati

Biðst ég forláts Ívar minn, þetta áttu að vera þakkir til þín.

1/11/07 06:01

Garbo

Fyrirgefðu Mikki minn minn, en ég verð bara að fá að leiðrétta þig. Hann heitir Fnjóskadalur ekki Fnjóskárdalur.

1/11/07 07:00

Günther Zimmermann

[Ræskir sig og undirbýr falsettuna]

Er ég keeem heim í Fnjóskadal!

1/11/07 07:00

Galdrameistarinn

Ég versla ekki og mun aldrei versla tónlist gegnum tónlist.is enda hef ég lent í því þegar ég hef flutt tónlistina milli tölva að hún læsist og verður þar með óaðgengileg.
Gjörsamlega hata þetta fyrirbæri sem tónlist.is er.

1/11/07 07:01

Skreppur seiðkarl

Það er ekki þonn í bé.

1/11/07 08:00

Rattati

Galdri minn, þá notar þú bara viðeigandi tónlistarspilara og aflæsir henni þar með.

Einfalt.

Annars hafa snillingarnir á tonlist.com gleymt að setja "skrá" hnapp á viðeigandi stað þannig að ekki er hægt að skrá sig til að fjárfesta í tónlist. Þannig að ég er í sömu sporum og áður.

Aukinheldur svara þeir ekki tölvupósti þannig að fyrri orð mín standa.

1/11/07 10:00

Skreppur seiðkarl

Var ekki hægt að komast yfir forrit til að rippa svona tonlist.is lög þannig að maður ætti þau bara sem mp3 í staðinn fyrir wma eða einhvern álíka saurbjóð? Þó tókst mér einhvern tímann að setja allt lagið inn á trommuheilann (Redrum) í forriti sem heitir Reason og vista það sem wave skrá, svo er henni bara umbreytt með Nero eða einhverju álíka. Minnsta málið.

Rattati:
  • Fæðing hér: 28/3/05 11:32
  • Síðast á ferli: 12/5/20 20:25
  • Innlegg: 8165
Eðli:
Fæddist á sínum tíma og er enn að. Bý um þessar mundir bakvið lyklaborð og í flugvélum. Ekki þó á sama tíma eftir þetta óheppilega atvik hér um árið. Fokking Fly-By-Wire.
Fræðasvið:
Er ágætur í Ólsen Ólsen.
Æviágrip:
Er eiginlega búinn að vera meira og minna fullur. Er þó að mestu leyti hættur því. Man samt ekki rassgat af því sem gerðist fyrir ca 2001.