— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 6/12/04
Brjálað að gera.

Bara að láta vita ef mér ef svo ólíklega vill til að einhver hér fer að sakna mín........

Er komin úr Þórsmörk eftir velheppnaða ferð (að öllu öðru leyti en því sem lýtur að Útivist en það er önnur saga).
Er þessa stundina að þvo útilegugallann svo ég geti þurrkað hann og pakkað aftur niður því nú er það næsta ferð. Mér er boðið í selveiði á morgun og eftir nokkra daga þar fer ég sem leið liggur að Hornbjargsvita....

Þetta er sko alvöru villimennska og ekkert fyrir veimiltítur og kuldaskræfur.

Ef þið verðið heppin skal ég setja upp nokkrar myndir fyrir ykkur þegar ég kem í bæinn aftur.

Jæja nú þarf ég að skipta um í þvottavél og pakka meiru niður fyrir morgundaginn............

   (20 af 33)  
6/12/04 07:01

Júlía

Góða ferð. Leyfðu nú sætu selunum að sleppa.

6/12/04 07:01

Skabbi skrumari

Súrsaðu fyrir mig eins og einn selhreifa... [slefar]

6/12/04 07:01

hundinginn

Selveiði. Grænland. Villimennska. VOFF!

6/12/04 07:01

Grýta

Góða ferð Ísdrottning.

Það er mjög fín og þægileg gönguleið frá Aðalvík að Hornbjargsvita.
Verst að Óli Kommi skuli ekki vera vitavörður lengur, til að taka á móti ykkur.
Gaman að stoppa hjá honum í vitanum, hann bruggaði svo gott berjavín.

6/12/04 07:02

Ísdrottningin

Ég fer með bát frá Norðurfirði í þetta sinn, beint að vitanum.

6/12/04 07:02

hundinginn

Sönn drottning ertu! Taktu með yður nesti og eitthvað í pela. Nauðsynlegt á selaveiðum. Og hvalveiðum.

6/12/04 07:02

B. Ewing

Hvað með æðadúninn? Er alveg hætt að sækja hann þarna vestur eða hvað?

6/12/04 07:02

Ísdrottningin

Kemur æðardúnninn ekki allur frá Reykhólasveitinni í dag...

6/12/04 07:02

Ísdrottningin

Já nesti er nauðsynlegt og lögg í pela yljar alltaf vel... Ég er enn að pakka og skipuleggja, veit ekki nema að ég verði fram á nótt að koma öllu heim og saman.

6/12/04 08:00

Nafni

Það er ekki laust við að ég öfundi þig.

6/12/04 08:00

Golíat

Gaman að heyra að hér er innan um og saman við heilbrigðt fólk með eðlileg áhugamál. Skemmtu þér Ísdrotting.

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið