— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/04
Prinsessuafmæli

24. maí.

Ég held að nú sé best að fara snemma að sofa til að safna kröftum fyrir morgundaginn.
Prinsessan á nefnilega afmæli sem lengi hefur verið beðið eftir.

Þegar ég var yngri fékk maður að bjóða tveimur vinkonum og svo komu örfáir ættingjar. Boðið var upp á tertu eða í mesta lagi tvær (eina brúna og eina rjóma) og svo hugsanlega pönnsur ef færðin var góð. En það var þá........

Í dag má ekki bjóða bara þeim sem teljast vinir barnsins, nei það verður að bjóða öllum, annars er verið að skilja útundan og það telst einelti. Því hefur skólinn gefið út þá stefnu að bjóða skuli öllum bekknum í afmælisveislur!
Svo nú á ég von á tuttugu sex/sjö ára skrýmslum til að rústa mínu indæla heimili á morgun.

Og ekki er leggjandi á fullorðið fólk að vera innanum slíkan hamagang svo að auðvitað þarf að bjóða ömmum og frænkum sér (það gerðum við á sunnudag). Nú og svo er víst enginn maður með mönnum nema að hafa þemaveislu fyrir vinkonurnar sem eru ekki í bekknum (við slepptum því nú) með skipulögðum verðlaunaleikjum og leysa þær svo út með gjöfum við heimferð.

Ergo nútíminn nánast krefst þess að haldnar séu þrjár afmælisveislur fyrir blessuð börnin og helst að a.m.k. ein sé haldin á einhverjum dýrum og flottum stað eins og staðirnir þarna í Kringlunni, Smáralind, keilustöðunum eða Kentucky í mosó. Á flestum þessum stöðum kostar það ,,bara" 800 - 1100 kr. pr. barn....

Er meiningin að setja mann á hausinn?
Síðan hvenær er það einelti að bjóða bara þeim tveimur eða þremur sem manni líkar við í afmælið sitt?
Ég held að menn séu að ganga ansi langt í þessu eineltistali, þetta er komið út í algjört rugl allt saman!

En nóg um það,
<a href="http://img265.echo.cx/my.php?image=picture0292iv.jpg" target="_blank"><img src="http://img265.echo.cx/img265/9061/picture0292iv.th.jpg" border="0" alt="Free Image Hosting at www.ImageShack.us" /></a>hér er smá skuggamynd af prinsessunni sem við tókum áðan.

Ég stóð nú ekki alveg við að gefa henni framtennur eins og ég hafði talað um heldur fór með hana og gaf henni göt í eyrun með voða fínum kristalspinnum (úr plasti svo ekki fái hún nikkelofnæmi!) Prinsessur verða nú ekki sjö ára á hverjum degi. Og svo fékk hún nýja klippingu í stíl því það verður að sjást í eyrun....

Jæja við heyrumst eftir afmælið.............kannski
Góðar stundir
Ísdrottningin og Prinsessan

   (21 af 33)  
5/12/04 23:02

Limbri

Mikið átt þú fallegt barn.

[Ljómar upp]

-

5/12/04 23:02

Ísdrottningin

Takk [kyssir Limbra fyrir]

5/12/04 23:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Hún á nú bara afmæli einu sinni á ári. Og er því hægt að borga þettað á tólf mánaða víxli

6/12/04 00:00

Ívar Sívertsen

Mín eldri á 7 ára afmæli í ágúst... góður árgangur!

6/12/04 00:00

Sæmi Fróði

Til hamingju með prinsessuna!

6/12/04 00:00

Ísdrottningin

Takk [ljómar upp]

6/12/04 00:00

Lómagnúpur

Ég myndi bara pípa á svona stefnu úr skólanum. Þéir geta bara átt sig með sínar kaffiteríur, og spítt og hass. Eða erum við sem eldri erum öll ónýt eftir gegndarlausa afmælisboðahöfnun æskunnar?

6/12/04 00:02

krumpa

Æi - ég verð eiginlega að vera ósammála - ég býð alltaf öllum bekknum - það er reyndar ekkert stefna hjá skólanum en þetta eineltisrugl er ekkert út í bláinn.
Það eru í hverjum einasta bekk einn eða tveir krakkar sem eiga enga ,,vini" - hverjar sem ástæðurnar eru. Þessi börn yrðu þá aldrei talin með í ,,vina"hóp og aldrei boðið í ,,vina"afmæli. Hvernig ætli þeim líði? Hvernig ætli þeirra eigin afmæli séu svo? Þegar það eru engir ,,vinir" til að bjóða? Engir krakkar til að endurgjalda afmælisboð? Það verður að horfa út fyrir nefið á sér og hafa þetta í hug og ég vil í það minnsta ekki eiga þátt í því að nokkru barni líði illa vegna gerða míns barns.

Þetta þarf líka ekkert að vera svo dýrt og yfirleitt eru börn ótrúlega prúð og stillt þegar þau koma mörg saman. Þá er líka betra að hafa bara alltaf allt í drasli - eins og er iðulega í keisarahöllinni eftir keisarabarn og keisarakött - þá sjokkerar svolítið afmælisdrasl mann ekki eins mikið...

6/12/04 00:02

krumpa

Til hamingju með stelpuna samt og gaman að sjá að þú hefur lifað ósköpin af!

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið