— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/05
Um Ull

Örlítill fróðleikur um hinn heiðna veiðiguð Ull í tilefni sláturtíðar.<br />

Ullur.
Veiðiguðinn Ullur (einnig nefndur Ullinn) er með elstu goðum í heiðni og jafnvel talinn eldri en Vanir að uppruna.
Ullur er yfirleitt sýndur á skíðum, með skjöld á baki og með ör á streng en hann mun um tíma hafa verið goð skjaldarins og menn munu hafa heitið á hann í hólmgöngum.
Talið er að gyðjan Skaði hafi að nokkru yfirtekið hlutverk Ullar á síðasta skeiði heiðni þá er æsir voru orðnir mest áberandi.

Litlum sögum fer af Ulli í sögu heiðni en mörg örnefni eru rakin til hans, flest þó í Noregi og Svíþjóð og eru það nöfn eins og Ulstein, Ullevalla, Uddevalla og fleiri slík. Hér á landi eru þau færri en þó eru hér Ullarfossar á nokkrum stöðum s.s. Ullarfoss í Elliðá og a.m.k. eitt Ullarvatn, ef ekki fleiri. Ætla má að Ullur hafi átt sterkan þátt í hefðum samfélagsins á þeim fornu tímum er helgaður var goðum.

Ullinseyru.
Ullinseyru eru tveir flipar er liggja utaná hjörtum dýra og voru þau skorin af og sett á eld sem brennifórn er gert var að veiðinni á fornum tímum. Þetta tíðkaðist einnig hér á landi og muna einhverjir eftir þessum sið sem þeir töldu vera kenjar þeirra sem eldri voru en þykir nú ljóst að um gamlan sið var að ræða.
Reyndar gæti þessi siður verið kominn frá enn eldri tímum, jafnvel allt frá steinöld því undan Ullinseyrum vex fljótt gerlagróður og því um afar hagnýtan sið að ræða hvað varðar geymsluþol skepnunnar.

Ánægjulega sláturtíð....

Stolið og staðfært.
Ísdrottningin

   (10 af 33)  
31/10/05 13:01

Tigra

Ég Ulla bara á þig!

31/10/05 13:01

Gvendur Skrítni

ULL Á ÞIG!

31/10/05 13:01

Gvendur Skrítni

ANDSKOTANS KÖTTUR

31/10/05 13:01

Tigra

HAHA ÉG VAR FYRST!

31/10/05 13:01

Lopi

Frábært! Frábært félgasrit!

31/10/05 13:01

Anna Panna

Var Ull vondur guð, er það þess vegna sem ull stingur?

31/10/05 13:01

Gaz

Vel skrifið og fróðlegt. Skál!

31/10/05 13:01

Heiðglyrnir

Lifrapylsu í hafragrautinn minn. Kæra Ísdrottning þakka fyrir mig.

31/10/05 13:01

Offari

Góður fróðleikur í sláturtíðinni. Takk.

31/10/05 13:02

Smali

Ég pant vera Ullur. Einu sinni hafði ég aukaegó sem hét Sullur.

31/10/05 13:02

Vímus

Ég held áð mér henti best að vera áfram fullur

31/10/05 14:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Gott rit - mátulegt í alla staði. Stórfín lesning & skemmtileg.

31/10/05 14:01

Undir súð

Amma mín vestur í Arnarfirði gætti alltaf að þessu með Ullinseyrun. Skemmtilegur og fallegur siður.

31/10/05 15:01

Úlfamaðurinn

Ef maður bætir g við æsi þá kemmst maður að sannleikanum, ef maður bætir svo r - i við til að búa til fleirtöluútgáfu af íslenska orðinu ás, og hefur g fyrir framan, þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um Kárahnjúk. Hmmmmm.....grunsamlegt, með fullri virðingu gagnvart guðum víkinganna.

31/10/05 16:00

Jóakim Aðalönd

Það er merkilegt að Ulli skuli ekki vera gerð betri skil í Eddunum.

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið