— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Dagbók - 3/12/04
Ég er komin aftur... og ég lifði það af

Saknaði mín einhver?

Nú hefi ég um hríð notið gestrisni sjúkrahúss hér í borg, ef gestrisni skyldi kalla.
Það hefur leitt mig til þeirrar niðurstöðu að það er ekki nema fyrir mjög heilsuhraust fólk að dveljast á sjúkrahúsi ef meiningin er að lifa það af og komast óskaddaður aftur til sinna heima. Ég held nú samt að ég fari ekki út í smáatriði að sinni því að þeir fáu góðu starfsmenn sem sinna manni eftir bestu getu koma illa út úr málum ef ítarlegar lýsingar á störfum hinna eru birtar opinberlega, enda misjafn sauður í mörgu fé.
Mikið er ég fegin að þetta er búið.
Takk í bili.

Ísdrottningin,
komin heim en enn að jafna sig.

   (24 af 33)  
3/12/04 13:00

Haraldur Austmann

Já, það þarf heilsuhraust fólk til að lifa sjúkrahúsvist af. Við söknuðum þín öll - held ég.

3/12/04 13:00

Skabbi skrumari

Já, gott að þú sért komin heim... á Gestapó... skál

3/12/04 13:00

Hakuchi

Gott að þú lifðir íslenskt heilbrigðiskerfi af, bæði líkamlega og andlega. Það getur ekki talist annað en hetjulegt afrek.

Ég skála í sake fyrir heilsu þinni.

3/12/04 13:00

Jóakim Aðalönd

Skál fyrir endurkomunni!

3/12/04 13:01

Bangsímon

[stekkur hæð sína.]

3/12/04 13:01

Heiðglyrnir

Farðu vel með þig og láttu þér batna, mín kæra.

3/12/04 13:01

Ísdrottningin

Ég þakka hlýjan hug í minn garð.
Það er ánægjulegt að vera komin heim aftur.

3/12/04 13:01

Ívar Sívertsen

velkomin aftur. Var þetta einhvers konar fjallamannasjúkrahús?

3/12/04 13:02

Ég sjálfur

Óska þér góðum bata. Gott að fá þig aftur.

4/12/04 05:00

Melkorkur

Já, skál

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið