— GESTAPÓ —
Ísdrottningin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 10/12/04
Draumar - draumaráðningar

Hver á að skilja svonalagað?

Margir spyrja mig ráða þegar þá dreymir drauma sem standa þeim ljóslifandi fyrir hugskotsjónum eftir að svefni lýkur. Þykir þeim fullvíst að ég sé rétta manneskjan til að vita/skilja það sem til þarf til draumráðninga. Þetta minnir mig á öll þau skipti sem fólk hefur beðið mig um að spá fyrir sér af því að það finni á sér að ég hafi þetta í mér.

Málið er bara það að hafi ég þetta í mér þá er það mér algjörlega hulið......

Tökum nýlegt dæmi:

Í gærmorgun dreymir mig mann sem ég þekki. Mig dreymdi að hann lenti í slysi á bílnum sínum en að ég fengi engar fréttir af honum lengi dags og það gerði mér leitt í draumnum. Svo loks hitti ég hann í draumnum þá er hann með umbúðir á höfði og yfir hálft andlitið, slompaður og eftir sig en engir alvarlegir áverkar.
Seinnipartinn í gær frétti ég svo af slysi á vinnustað þessa manns. Tveir menn slösuðust (annan hef ég hitt, hinn þekki ég ekki) þeir munu hafa slasast á höfði og að hluta á andliti, mjög hvekktir en sluppu samt mjög vel frá öllu saman (hefðu getað misst útlimi eða lífið í svona slysi).

Hvernig er hægt að þýða svona draum? Hvernig átti ég að vita að þetta tengdist vinnufélögum mannsins sem ég þekki en ekki honum sjálfum? Í draumnum er maðurinn á bíl (sem hann átti áður en ekki lengur) þegar slysið verður en slysið verður á verkstæði, hvernig á maður að átta sig á svona löguðu?
Það eina sem mér finnst rökrétt er að umbúðirnar á manninum í draumnum sýndu hvar þeir slösuðust í raunveruleikanum.

Eru draumráðningar bara getgátuleikur?

Ég þekki fólk sem fullyrðir að dreymi það köngulær þá sé það fyrir óvæntum peningum. En þegar mig dreymir köngulær þá veikist sá sem köngulærnar koma nálægt í draumnum.

Ég skil þetta ekki nógu vel og það á það til að angra mig.

Ef einhver kann betri skil á draumum og draumráðningum en ég má hann alveg útskýra málið fyrir mér. Hvort sem er hér, með póstþjónustu Baggalúts eða senda mér mail........

Lifið heil
Ísdrottningin

   (18 af 33)  
10/12/04 03:01

Vatnar Blauti Vatne

Það er ekkert að marka drauma, Ísa, þetta hefur bara verið tilviljun.
Þessi maður sem þig dreymdi er þér hinsvegar eitthvað hugleikinn. Þér finnst sem þú ættir að hafa oftar samband við hann.

10/12/04 03:01

Hakuchi

Spyrjið bara Núma. Hann er sérfræðingur í draumráðningum.

10/12/04 03:01

Skabbi skrumari

Já verð að viðurkenna að ég er efasemdamaður hvað varðar drauma og draumaráðningar... en hver veit...

10/12/04 03:01

Prins Arutha

Já, þetta er eins og með votu draumana, það er alltaf einhver annar sem upplifir þá. (sob)

10/12/04 03:01

Rósin

Hehe já, ég held að ég ætti ekkert að vera að tjá mig um drauma [Roðnar]

10/12/04 03:01

Hakuchi

Láttu vaða. Oft tákna draumar annað en yfirborðið gefur til kynna.

10/12/04 03:01

Vestfirðingur

Mig dreymdi að síminn hringdi. "Dr.Zhivago hérna. Hvað á ég að gera með Austmann? Hann sker af sér eyrað í hvert skipti sem hann málar lélega mynd. Og hann er enginn Kjarval. Orðinn þreyttur að sauma karlinn."

Fimm mínútum seinna hringir síminn aftur. hlewagastiR á línunni. "Heyrðu, ég er skipreka suður með sjó, öldurnnar eru myrkar og stórar og öll skipin sigla fram hjá mér". Ég lofa að senda honum bláa plasttunnu.

Fimm mínútum seinna hringir síminn enn á ný. Hakuchi. "Heyrðu, ég hérna á Njálgötunni með sólstól í bakinu og það er einhver risalúða sem svífur á himninum fyrir ofan mig."

Annars eru draumar hættulausir. Fólkið sem dreymir þá er hins vegar allt annað mál. Vísindamenn vita heldur ekki hvaðan draumar koma. Það er þess vegna sem við köllum þá vísindamenn.

10/12/04 03:01

Sæmi Fróði

Draumar segja meira um þig og hvað var að gerast hjá þér en um óorðna hluti, merkilegir samt.

10/12/04 03:01

Lærði-Geöff

Mig dreymdi fyrir stuttu vinnufélaga minn sem hafði sagst ætla að lána mér pláss fyrir trommusettið mitt(varð alveg himinlifandi og hlakkaði óstjórnlega mikið til). Í draumnum var hann að tala við aðra vinnufélaga mína og ég tók mjög skýrt eftir því að hann var að draga það til baka. Daginn eftir þá fór ég og spurði hann út í þetta og hann var fljótur að segja að hann hefði nú bara sagt þetta í gríni við mig til að byrja með.

Mig hefur nokkrum sinnum dreymt eitthvað sem gerist beint eða óbeint þótt yfirleitt sé endemis þvæla í gangi. Ég held að þetta sé bara undirmeðvitundin að segja manni eitthvað.

10/12/04 04:01

Tigra

Mig hefur til dæmis dreymd nákvæma dagsetningu fæðingardags barns, 9 mánuðum áður en það fæddist (og áður en ég vissi að slíkt væri á leiðinni)
Þannig að ég trúi á svona, en málið er að draumatákn er erfitt að þýða fyrir aðra.
Hver verður að þekkja sín draumatákn, eins og með þig og köngulær.
T.d. er almenna draumráðningin að hundur sé vinur í draumi, en fyrir þann sem er skíthræddur við hunda, þarf það alls ekki að vera.

Ísdrottningin:
  • Fæðing hér: 29/1/05 23:15
  • Síðast á ferli: 22/3/19 23:37
  • Innlegg: 1261
Eðli:
Virkur hálendisfíkill, símálandi og föndrandi söngfugl og mikil áhugamanneskja um það ástkæra ylhýra.
Fræðasvið:
Allt og ekkert að sveitamannasið