— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/11/04
Fisk á diskinn minn.

Fiskur er fiskur, en kjöt er matur.

Ég var að spjalla við bróður minn á netinu áðan. Hann var að hreykja sér af því að hafa ekki etið fisk í 5 vikur. Þetta varð til þess að ég reyndi að rifja upp hvenær ég át síðast fisk, svona öðruvísi en harðfisk. Ég gat ómögulega munað til þess að hafa snætt fisk þetta árið. Ekki í fyrra heldur. Mig rámar í að hafa keypt síld í krukku fyrir þremur árum, og mun það vera í eina skiptið sem ég hef keypt fisk, annað en harðfisk eða hárkarl.
Mér til varnar þá líst mér fremur illa á þann fisk sem fæst hér í bandaríkjasveit. En ég ákvað að bæta úr þessu og keypti poka af beinlausum flökum í kuffélaginu áðan. Nú er bara spurning hvort ég kunni að elda svona lagað. Ég hef nokkrum sinnum soðið silung, en það geta víst allir. Svo ef einhver kann að matreiða fisk, þá eru ráðleggingar vel þegnar.

   (40 af 54)  
1/11/04 20:00

Haraldur Austmann

Hann er bestur hrár.

1/11/04 20:00

Salka

Hvernig flök keyptir þú?
Ljós eða dökk?
Fersk eða frosin?
Söltuð eða reykt?
Soðin eða steikt?

1/11/04 20:01

Kargur

Lýsa var það heillin, freðin með roði.

1/11/04 20:01

Hvæsi

Best er ýsan sett (þiðin, allsekki freðin) í sjóðandi vatn, potturinn tekinn af hita og látið soðna í rólegheitunum í c.a 4-6 min,
fer eftir þykkt.
Gott ráð er að veiða fiskinn uppúr, hálfri mínútu áðuren hann molnar.
Langbest er að snæða með þessu jarðepli, stöppuð saman við með smjöri og tómatsósu eftir smekk.
Verði þér að góðu.
kv. hvæsi

1/11/04 20:01

Hvæsi

já, og ekki gleyma salti.

1/11/04 20:01

Heiðglyrnir

.
.
.
Steiktur pent í paxo er
pönnu gott að steikja
Fyrst í hveiti hringinn fer
hræra egg og hita smér
.
Baða í eggjum bita þá
betur festist raspur
sem að veltum vel um á
veislukost má þannig fá
.
Sneiða lauk og snara með
snoturlega allt brúna
Þetta bras ei betur séð
börn fá glatt og frúna
.
Lauk í feiti fram með reitt
fögur epli jarðar
salat hrátt ei svekkir neitt
sæla ef remúlaði skreytt.
.
Verði þér að góðu vinur.

1/11/04 20:01

Kargur

Takk kærlega. Ekkert paxo og ekkert remúlaði hér, en mun þó sjálfsagt verða ætt.

1/11/04 20:01

Heiðglyrnir

Ha..!.. Hvað er að paxo og remúlaði..?..

1/11/04 20:01

Kargur

Þú misskilur, hvorugt fæst hér. Ég á bónusrasp sem mamma gamla kom með í haust, það verður að duga.

1/11/04 20:01

Heiðglyrnir

Skilur...Ekkert mál vinur...Hægt er að búa til úrvals rasp úr t.d. kornflexi og remúlaði er ekkert mál að búa til úr majonesi og niðursoðnum fínsöxuðum pikkles.

1/11/04 20:02

Salka

Lýsa. Sagðir þú.
Lýsan er laus í sér, bragðmild og auðmeltanleg.
Best er að krydda hana smávegis og baka í álpappir í ofni.
Gott er að hafa með bragðmikla heita eða kalda sósu með og ferskt grænmeti.

1/11/04 21:01

Jóakim Aðalönd

Mér finnast sjávarafurdir lang flestar gódar. Gildir thá einu hvernig thaer eru matreiddar. Uppáhaldid mitt er sodin lúda med salati og sméri. Ég hef smakkad hin ýmsu kvikindi úr sjónum, m.a. sverdfisk, smokkfisk, kóngaraekju og fleira. Allt fannst mér thad gott. Thad er í raun tvennt sem mér finnst ekki gott úr sjónum. Thad er ýsa og saltfiskur. Thad var auk thess nánast eini fiskurinn eda sjávarfangid sem ég fékk sem krakki! Mikid var gaman ad losna vid thad.

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

Fiskur á fljúgandi disk. Það vantar í FFH bókmenntum. Hvers lags hugmyndaleysi hjá geimverunum er þetta eiginlega?

matrixs@mi.is

9/12/05 06:01

Úlfamaðurinn

mjúkfiskur

af hverju var aldrei fundinn upp mjúkfiskur á Íslandi? Væri gott fyrir harða Íslendinga að gera þá mjúka - hmmmm. Mjúkfiskur. Þvílíkt snilldarhugtak

matrixs@mi.is

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.