— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 6/12/04
Eðalútvarp.

Gæði bandarísks útvarps eru mikil.

Ég er afar þakklátur fyrir bandarískt útvarp. Ég hlusta helst bara á stálpað eðalrokk, og minnist með klígju útvarpsins heima á Fróni. Það skal tekið fram að ég ólst upp úti á landi og náði aðeins ríkisreknu útvarpsstöðvunum og bylgjunni. Hér í bandaríkjasveit get ég valið milli nokkurra stöðva sem spila ekkert nema rokk. Og það finnst mér gott.
Ég fer hrikalega snemma á fætur, klukkan fimm. Það er voða örvandi að heyra Metallica og Júdas prest meðan maður borðar morgunmatinn. Ég þarf að aka í klukkutíma til vinnu. Það er gott að hafa Ozzy, ac/dc og Led Zeppelin með í för. Og ekkert kjaftæði, bara rokk. Svona á þetta að vera. Það er sama hvunær dagsins ég kveiki á útvarpinu, alltaf nóg rokk. Ein stöðin spilar Metallica á heila tímanum. Alltaf. Frábært.
Maður sættir sig jafnvel við að hlusta á kiss og def leppard þegar svoleiðis slæðist með, minnugur euro-poppsins að heiman. Meira að segja uppstrílaðar hársveitir níunda áratugarins hljóma vel innan um the who, the doors og motorhead. Ég mun því ævinlega vera þakklátur fyrir að geta notið svona góðs útvarps.
P.S. Vildi að ég hefði séð Iron Maiden í vikunni. Snökt.

   (52 af 54)  
6/12/04 09:00

Hildisþorsti

Ég hef Rammstein.

6/12/04 09:01

Krókur

Það má þá væntanlega gera ráð fyrir að þú sért rokkaðdáandi, því ef maður væri það ekki, þá held ég að það væri ömurlegt að hlusta á allar þessar hljómsveitir, og svona snemma á morgnanna ... gæti ég ímyndað mér ... svona ef maður væri ekki rokkari þ.e.a.s.

6/12/04 09:01

Tigra

Úff.. ég væri til í svona útvarpsstöð!
Alltaf þetta eilífa blaður á öllum útvarpsstöðum hérna.
Jújú við höfum rokkstöðvar.. en enga sem spilar svona mikið gamalt klassískt rokk!

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.