— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 6/12/05
Hananú.

Þá er ég mættur á klakann.

Mikið djöfulli er nú gott að vera kominn til landsins. Eftir of langar flugferðir, of löng stopp á flugvöllum, grenjandi smábörn (mín eigin) og öngvan svefn komum við til landsins. Hvaða apaköttur stendur fyrir því að maður þarf að fara niður einn stiga og svo upp annan til að láta kíkja á vegabréfið sitt? Og hvurs vegna fann ég töskurnar mínar ekki strax? Fjandinn hafi þetta.
Þegar ég loksins fann farangurinn hlóð ég honum á þar til gerða kerru. Hefði raunar þurft lyftara. Fjandans kerran beygði illa og það endaði með því að ég velti henni fyrir framan nefin á tollvörðunum. "Velkominn til Íslands" . Ég hefði átt að renna í kvikindið
En allt um það, þetta hafðist og nú er allt í lukkunnar velstandi. Veisluhöld og tertuát alla næstu viku, og rúmlega það.
Það gerist vart betra.

   (27 af 54)  
6/12/05 03:00

Glúmur

Velkominn til Íslands

6/12/05 03:01

Herbjörn Hafralóns

Heima er best.

6/12/05 03:01

Cro Magnum

Velkomin aftur

6/12/05 03:01

Nermal

Ísland er land þitt. Velkominn til Íslands

6/12/05 03:01

B. Ewing

Velkominn. Vonandi komstu með nógu mikið af hráu kökudeigi og bláu M&M nammi.

6/12/05 04:01

Skabbi skrumari

[Bíður eftir tollinum]

6/12/05 04:01

Upprifinn

Til hamingju með heimkomuna.
bið að heilsa.

6/12/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Endilega komdu sem fyrst aftur, það er svo gaman þegar þú ferð.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.