— GESTAPÓ —
Kargur
Heiðursgestur og  skriffinnur.
Dagbók - 1/12/06
Pappírssneplar

Skiljanlegt að regnskógarnir séu að hverfa.

Útfylling á eyðublöðum er sennilega það sem ergir mig mest. Ýmis yfirvöld og stofnanir virðast gera það að leik sínum að ergja mig. Skattstofan, innflytjendaeftirlitið, póstþjónustan, lögreglan, lánastofnanir, vinnueftirlitið, heilbrigðiskerfið....
En um daginn komst ég að því hvur ber höfuð og herðar yfir alla aðra þegar að pappírsveseni og hálfvitahætti kemur; ameríski herinn.
Ég þurfti vinnu minnar vegna að fá heimild til að spássera um herstöðvar hér í sveit óáreittur. Einnig þurfti ég að fá þartilgerðan límmiða á fyrirtækisjeppann. Aðra eins mannraun hef ég aldrei komist í. Eftir að hafa fyllt út alls kyns eyðublöð, staðið í röð og framvísað öllum skilríkjum fullyrti einhvur herfa að það væri ekki nóg. Ég reyndi að útskýra fyrir henni að hún hefði rangt fyrir sér (ég kann að lesa, eyðublaðið var frekar auðskiljanlegt) en hún lét sig ekki. Svo ég beið aftur í röð, afhenti kerlingu við hliðina á áðurnefndri herfu sömu pappírana og viti menn; það var allt í lagi með sneplana!
Næst kom að því að fá límmiðann góða. Reyndar þurfti ég að fá nokkra límmiða þar sem til stóð að fjölmenna á svæðið. Til að gera laaaaaanga sögu stutta fyllti ég út fjölmörg eyðublöð, talaði við mörg möppudýr, tjáði hlandvitlausri kerlingu að hún væri hlandvitlaus, talaði við vörð, lögregluþjón og endaði svo á því að fara heim öskuvondur (og límmiðalaus).

   (20 af 54)  
1/12/06 20:00

risi

Þú verður bara að láta klóna þig, muuuhaaaa

1/12/06 20:01

Offari

Er kerfið líka klikk hjá þér?

1/12/06 20:01

Útvarpsstjóri

Risi, þetta var afar léleg hugmynd hjá þér. Hættu svo þessu væli Kargur.

1/12/06 20:01

Kargur

Þegi þú útvarpsstjóri. Ég vildi óska að kerfið hér væri bara klikk. Þetta bákn, skapað af heilalausum blýantsnagandi sadistum til þess eins að gera saklausu fólki erfitt fyrir, er svo langt umfram það að vera klikk.

1/12/06 20:01

Carrie

Ég lenti í svipuðu - að vísu í innflytjendahliðinu á Gestapó.
[Sendir Vladimir og Hakuchi illa augnaráðið]

1/12/06 20:01

krossgata

Þú ert nú sjóaður í eyðublaðaútfyllingu er það ekki, verandi Bagglýtingur? Var ekki örugglega hægt að fá háskólagráðu í eyðublöðum í Háskóla Baggalútíu? Að minnsta kosti eru heilu bílhlössin af eyðublöðum aðalsmerki flestra stofnana hér. Það má kannski nota mú.... gjafaleiðina þarna í þinni sveit til flýta fyrir svona handavinnu...

1/12/06 21:01

Les Fermier

Þú hefur greinilega verið of kurteis, eitthvað sem ég hélt að myndi ei henda þig, skemmtu þér vel í næstu tilraun!

1/12/06 21:02

Kargur

Ég fullyrði að ég hafi ekki verið of kurteis.

1/12/06 23:01

Les Fermier

Enda gat ég ekki ímyndað mér að þú hefðir lært slíka hegðun í Bandaríkjahreppi, þeir eru frægir fyrir eittthvað annað en kurteisi.

Kargur:
  • Fæðing hér: 8/5/05 19:39
  • Síðast á ferli: 15/10/23 21:26
  • Innlegg: 10540
Eðli:
Kargur bóndadurgur.
Fræðasvið:
Ekkert sérstaklega fróður um nokkurn skapaðan hlut.
Æviágrip:
Hefur unnið að fullkomnun sérvizkunnar frá unga aldri. Tilnefndur til nóbelsverðlauna í þrjósku árlega. Gafst upp á hefðbundnum búskap fljótlega upp úr fermingu og vann um stund að kynbótum á könum. Lauk þeim farsællega og býr nú heima í heiðardalnum.