Útgáfubćkur
Dr. Fidel Gasdro

Bókaflokkurinn 'Kenndu sjálfum ţér' hefur notiđ mikilla vinsćlda, en ţegar hafa komiđ út 'Kenndu sjálfum ţér lestur', 'Kenndu sjálfum ţér nudd' og 'Kenndu sjálfum ţér á fagott'.

Ţessi nýjasta bók Dr. Gasdro hefur fariđ sigurför um heiminn og áćtlađ er ađ allt ađ 40 milljónum manna, einkum óstálpađra unglinga hafi međ ađstođ hennar lćrt ađ meta tóbak og önnur skyld efni.

Leiđbeinandi verđ: 120.000 kr.
Brot:
4. - Smávindlar

Ţegar menn hafa náđ góđum tökum á pípureykingum (sjá kafla 3. - Pípa), liggur beint viđ ađ demba sér í vindlana. Ţar eru svokallađir smávindlar einna auđveldastir til ađ byrja međ, enda einfaldara ađ draga ađ sér reyk gegnum gisblöđunga en ţéttblöđunga.

Gott er ađ borđa mikinn lauk síđustu daga áđur en reykingar hefjast. Í lauk er prótínhemjandi efni (nitrotabascusin) sem dregur saman lungnapípurnar og hámarkar uppsog nikótíns og hydrobensólíns úr tóbakinu. Einnig er gott ađ drekka mikiđ edik síđustu tvo dagana, ţađ kemur í veg fyrir kokbjúg sem gjarnan myndast fyrstu skiptin sem reykt er, einkum hjá ungum körlum.

Byrjiđ á ţví ađ stinga öllum vindlinum upp í ykkur, haldiđ í vindilbroddinn og hreyfiđ taktfast inn og út úr munninum 4-5 sinnum, eđa ţar til smávindillinn er orđinn slefsósa sem kallađ er. Takiđ ţá fram kveikjara, helst bensínkveikjara (Zippo eđa sambćrilegan), kveikiđ á og látiđ loga í um hálfa mínútu. Beriđ ţá eldinn snöggt ađ smávindlinum og eldţurrkiđ ysta vafninginn (kápuna), ţar til hann er snertiţurr (sjá nánar kafla 9. - Krakk og metamfetamínskyld efni). Stingiđ ţá smávindlinum ađ áttunda hluta milli varanna og kveikiđ í. Mjög mikilvćgt er ađ kveikja í vindilendanum, en ekki t.d. miđjunni, ţađ getur dregiđ verulega úr reyknautn. Notiđ sömu tćkni viđ innöndun og getiđ er í kafla 1. - Njólar.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA