Útgáfubćkur
Jesús Jósepsson

Páskabókin í ár er tvímćlalaust ţessi hispurslausa endurminningabók palestínska rithöfundarins Jesúsar Jósepssonar.

Í bókinni rifjar hann upp starf sitt sem friđargćslumađur og erjur sínar viđ stjórnvöld í Ísrael. Ţetta er ákaflega lipurlega skrifuđ bók, full af húmor en um leiđ átakanleg hugleiđing um mannúđ og náungakćrleik.

Leiđbeinandi verđ: 38.000 kr.
Brot:
32 kafli - fleiri pćlingar af krossinum

"Ţađ er í ţađ minnsta ekki hćgt ađ kvarta yfir útsýninu", hugsađi ég međ mér ţar sem ég hékk og horfđi niđur eftir hćđinni.

Talsverđur mannfjöldi hafđi safnast fyrir framan krossinn og góndi. Einn krakkinn greip stein og bjóst til ađ grýta mig. Fullorđin kona greip í hendina á barninu til ađ stöđva ţađ.

"Ţetta er allt í lagi," sagđi ég stundarhátt og brosti. "..ţetta versnar ekki mikiđ úr ţessu!" Hún leit undrandi til mín og sleppti takinu á barninu.

- Steinninn hćfđi hnéđ á mér.

---

Nokkru síđar var mér ađ mestu hćtt ađ blćđa og var svona viđ ađ missa međvitund. Ég man ađ eitt ţađ síđasta sem ég hugsađi var eitthvađ á ţá lund ađ ţetta brölt mitt yrđi í ţađ minnsta til ţess ađ fólkiđ hér á svćđinu gćti lifađ hamingjuríkara lífi.

Ég lokađi augunum í ţeirri góđu trú ađ í framtíđinni ríkti friđur hér í ţessu fallega landi.

Óskaplega gat mađur veriđ barnalegur á ţessum árum.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA