— GESTAPÓ —
Garún
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/07
Minning frá Ísafirði

Fegurð í háa fjallinu lá
Fínlega varpast í ægisspegli
Leikur með litrófið báran þá
Líkast að hafið sig geifli

Fangin af fegurð er hugur minn
Fersklega leikur um víma
Þegar depurð þrengist inn
Þá opna ég minningu mína

Ekkert við eigum fegurra þó
En ærlega hugsun og viðmót
Elska og einlægni færir ró
Í erli og dagsins umrót.

   (3 af 8)  
4/12/07 18:00

Upprifinn

Fyrsta erindið er flott.
en hin tvö þurfa bragfræðilega yfirlegu.

4/12/07 18:00

Jóakim Aðalönd

Sammála síðasta ræðumanni.

4/12/07 18:00

Rattati

Andskotans nöldur er þetta alltaf hreint í ykkur.

Flott hjá þér Garún.

4/12/07 18:00

Bleiki ostaskerinn

Mig er næstum farið að langa til Ísafjarðar

4/12/07 18:00

Upprifinn

Nöldur og ekki nöldur.
Fyrst að stuðlarnir eru þarna finnst mér líklegt að Garún mundi vilja hafa þá á réttum stöðum.
Ef að engir stuðlar hefðu verið þá hefði ég ekki sagt neitt nema flott.

4/12/07 18:00

Rattati

Hún er þó að reyna. Ef menn fá ekkert nema nöldur hætta menn bara. Upprifinn segir þó eitthvað um sem er að en hann hrósar ekki. Það það þarf að hrósa líka.

4/12/07 18:01

Andþór

Mjög flott kvæði og þú lofar mikið góðu.
Passaðu bara að hafa seinni stuðulinn í þriðja braglið og þá getur hinn verið hvar sem er.

Þegar/ depurð/ Þrengist/ inn
Þá opna ég/ minningu/ mína

Svo er orðið "þá" þarna í seinni línunni forliður og hann er ekki hægt að nota sem höfuðstaf.

Elska og/ Einlægni/ færir/ ró
Í Erli og/ dagsins/ Umrót.

Orðið "einlægni" þyrfti að skipta um stað við orðið "færir" með einhverju góðu móti. Þá væri stuðlað í þriðja braglið.
Svo þarf maður að passa sig að hafa ekki auka höfuðstaf eins og þarna er.

Annars bara flennifínt, innihaldið skemmtilegt og haltu áfram.

Knús!

4/12/07 18:01

Günther Zimmermann

Umrót er 'umróti' í þágufalli.

4/12/07 18:01

B. Ewing

Greinilega sneisafullt af bragfræðivillum en yrkisefnið er gott. Plús fyrir efni frá mér. Æfingin skapar meistarann.

4/12/07 18:01

Upprifinn

ég sé ekki betur Rattattti en að ég hafi byrjað á að segja að fyrsta erindið er flott. Enda er það bæði innihaldsríkast og best samsett eftir íslenskri bragfræði.
hin erindi hafa vissulega innihald og eru ágæt sem slík en eins og ég sagði þá finnst mér líklegt að Garún vilji hafa sitt efni rétt og muni taka gagnrýni fagnandi.

4/12/07 23:00

Bölverkur

En, mín kæra Garún, þú getur betur.

4/12/07 23:01

Blundur Blöndal

En þið gleymið aðalatriðinu. Ísafjörður er ekki til!

5/12/07 00:02

Garún

Þið hafið ekki mikið vit á skáldskap, þykir mér.

Garún:
  • Fæðing hér: 1/3/08 23:10
  • Síðast á ferli: 3/9/08 22:43
  • Innlegg: 558
Eðli:
Ég geng á vatninu eins og Kristur, enda er fjörðurinn frystur.
Fræðasvið:
Ég er doktor í fáfræði, sérfræðingur á mínu sviði.
Æviágrip:
Ég fæddist í grænni lundu í fríðri sveit sunnan heiða og nam fræði við mikið fræðasetur á vestfjörðum og fluttist því næst á mölina og hef æ síðan haldið mig við stórborgina.