— GESTAPÓ —
Garún
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/07
Ástin á hotmailinu.

Bókasafnsfræðingurinn og lagaprófessorinn voru búin að vera lengi að draga sig saman, en eitthvað var ekki að ganga upp hjá þeim. Á tímum fjarbúða og bólfélaga lenda menn á öngstrætum og krossgötum endur og sinnum.

Hún:
Ég er búin að læra margt um þig, en samt veit ég ekki hvað þú ert að hugsa núna. Ég efast ekki um að þú elskir mig, og þá kannski meira en þig grunar. Þegar þú komst hérna til mín í vor, þá las ég það úr allri hegðun þinni. Oft hefur þig langað að koma til mín hlaupandi, en ég hef ekki gefið þér færi á því fyrr en í gær. Svo núna heyri ég ekki í þér.... dúlla mín ég veit að þú ert með samviskubit yfir því að hafa ekki staðist freistinguna. En svona er þetta hjartað mitt, þér líður í raun hvergi betur en í návist minni.
Hann
Ég held að þig langi í meira, i svo miklu miklu meira, þú treindir það eins og þú gast að fara hérna í gær, eins og ósýnileg bönd héldu þér fjötrum. Hugsanir þínar eru í raun komnar langt fram úr mínum, ég er bara að leika mér, nota hverja stund til að gleðjast án þess að hugsa um framhaldið. Hef í raun ekki trú á neinu framhaldi og er því ekki að ímynda mér hvað gæti orðið. Veit ekki einu sinni hvort ég væri tilbúin að ganga neitt lengra. Vissulega ertu mér mjög kær og góður vinur sem kveikir í mér eins og ég sé með on /off takka
Hún:
Við vitum það bæði að ef við værum saman, þá ættum við frábært kynlíf. Við værum aldrei óstudd, ættum alltaf bakhjarl sem er eitthvað sem við getum varla ímyndað okkur að upplifa. Hugsaðu þér styrkinn sem við gæfum hvoru öðru. Þegar við erum saman er eins og við séum stödd á annari byljulegnd, langt í burtu frá öllum veruleika. Ég upplifi ástand þar sem hugur og líkami nær fullkomnu en ég hugsa það líka hvort við séum of lík til að það gæti gengið upp.
Hann:
Fjárhagurinn er svo fljótandi hjá okkur báðum.
Hún:
Þú ert nú svolítið skrítinn... svarar ekki símanum.. en sendir mér langt sms... held að þú sért í miklum pælingum... og auðvitað líka upptekinn, en átt erfitt með að tala við mig.. ég hallast að því að þú sért orðinn ástfanginn..!

Hún síðar í ástarsorginni:
Það er orðið langt síðan ég skrifaði þetta.. við erum búin að hittast tvisvar síðan.. ég veit núna að ég elska þig og mun alltaf gera. Það er þessi kunnulega ást sem ég átti svo lengi með mínum fyrsta manni. Þessi sem var svo nærandi, óeigingjörn og fyllandi. Ég held að við hugsum líkt í þessu sambandi.. séum í raun með svipaðar pælingar, en þú villt ekki tjá þig um þetta.. kanski vegna þess að þú villt ekki tapa? Þú ert kanski of bundinn vananum og þeim skildum sem þú ert bundinn. Ég aftur finn að ég er bundin þessum ástarböndum og get varla hugsað til þess að ég skuli ekki njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða.
Ég óttast það að þú kjósir að fara aðra leið, elskir mig ekki eins og ég geri. Þú svaraðir ekki símanum í dag.. ég er búin að skrifa þér ástarbréf á hotmailið og þú segir mér að þú sért hættur að nota það.. svo þau bréf hafa ekki komist til skila. Kanski er það jafngott..

   (4 af 8)  
4/12/07 06:00

Upprifinn

Bókasafnsfræðingur og Lagaprófessor!

Hvað varð um ríku eiginkonuna og garðyrkjumanninn?

4/12/07 06:00

Garún

Alltaf er ég jafn hugmyndasnauð, verð að vanda mig betur næst.

4/12/07 06:00

krossgata

Krossgötum.
[Ljómar upp]

4/12/07 06:00

Aulinn

Garún er alterego GEH... já enn annað.

4/12/07 06:00

Grágrímur

Alltof fáar stafsetningarvillur til að þetta geti verið GEH...

4/12/07 06:01

Lopi

Nei þetta er ekki GEH. En fínt hjá þér!

4/12/07 06:01

Regína

Bölvaður auminginn, hann var semsagt giftur.

4/12/07 06:02

Garún

Sæl takk fyrir innlitið, jamm Regína örugglega giftur,.

4/12/07 07:01

Glundroði

Ekki veit ég hvort þetta er ást. Finnst þetta lykta af spennufíkn. Giftur maður, laumuspil, feluleikir, læknisleikir ... Hvernig væri bara að ná sér í einhvern vænan, einhleypan, ófríðan dreng sem tekur í nefið og fara að lifa fyrir eitthvað annað en óholla spennu?

4/12/07 23:00

Bölverkur

Betra er að vera kvæntur en giftur. Karlmenn kvongast og konur eru gefnar, yfirleitt illa gefnar, það er: afhentar aumingjum. Eða, eins og það heitir með réttu: vangefnar.

Garún:
  • Fæðing hér: 1/3/08 23:10
  • Síðast á ferli: 3/9/08 22:43
  • Innlegg: 558
Eðli:
Ég geng á vatninu eins og Kristur, enda er fjörðurinn frystur.
Fræðasvið:
Ég er doktor í fáfræði, sérfræðingur á mínu sviði.
Æviágrip:
Ég fæddist í grænni lundu í fríðri sveit sunnan heiða og nam fræði við mikið fræðasetur á vestfjörðum og fluttist því næst á mölina og hef æ síðan haldið mig við stórborgina.