— GESTAPÓ —
Garún
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/07
Hugleiðing

Til hvers kemur fólk og fer
foldu á og ættir ber
áfram hver sinn auðnuveg
og í jörðu kroppsins leg.

Eitt af öðru árið fer
aldur er þjóðar byrði
Áramótin ávallt mér
eru nokkurs virði.

Öllu góðu ellin grandar
enda binda á lífið
allra handa eldibrandar
auka mönnum kífið.

   (5 af 8)  
4/12/07 03:02

Bölverkur

Áfram Garún! Ég held með þér.

4/12/07 03:02

Garún

Takk Bölverkur, fallegt af þér

4/12/07 04:00

hvurslags

Mætti vera hnitmiðaðra og minna formsbundið, en annars fínt.

4/12/07 05:01

Rattati

Ljómandi

Garún:
  • Fæðing hér: 1/3/08 23:10
  • Síðast á ferli: 3/9/08 22:43
  • Innlegg: 558
Eðli:
Ég geng á vatninu eins og Kristur, enda er fjörðurinn frystur.
Fræðasvið:
Ég er doktor í fáfræði, sérfræðingur á mínu sviði.
Æviágrip:
Ég fæddist í grænni lundu í fríðri sveit sunnan heiða og nam fræði við mikið fræðasetur á vestfjörðum og fluttist því næst á mölina og hef æ síðan haldið mig við stórborgina.