— GESTAPÓ —
Garún
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/07
Er ég frjáls?

Ég hef stundum hugsað til þess shvort að ég væri frjáls, þá í þeim skilningi að ég væri ekki öðrum bundin! Það aftur minnti mig á Gleipnir, fjötur Fernisúlfs sem gerður var úr því sem okkur nútímafólki finnst óskiljanlegt. Eða úr sex þáttum sem kalla má úr engu, úr; dyn kattarins, skeggi konunnar, rótum fjallsins, anda fisksins, sinum bjarnarins og fuglshráka. Það er til merkis um það að sú saga er sönn, er sú að kötturinn hefur ekki lengur dyn við fótmál, konan hefur ekki skegg, fjallið hefur ekki rætur, fiskurinn andar ekki, björninn hefur ekki sinar og fuglar hrækja ekki.
Æsir höfðu ætíð sín ráð til að hemja erfiða náttúru og notuðu til þess hin undarlegustu samspil náttúrunnar.
Það væri ekki ónýtt að geta núna leitað til þeirra á stundum og fengið til sín ráð eða visku sem virkar.

Hver getur sagt hvað það er sem felst í því að vera frjáls?

Ég get leitað í biblíuna og séð hvað hefur verið skrifað um kærleikan, sem ég hef kosið að hafa sem minn leiðarvísir í gegnum þetta líf. En þar stendur m.a. ;
"Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.
Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.
Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum, og þótt ég framseldi líkama minn, til þess að verða brenndur, en hefði ekki kærleika, væri ég engu bættari.
Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki. Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni, en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. En spádómsgáfur, þær munu líða undir lok, og tungur, þær munu þagna, og þekking, hún mun líða undir lok.
En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur (Kor.1.1-13)"

Ég veit að þegar ég hugsa til ykkar, þá streymir kærleikurinn um sál mína, líkt og tær fjallalækur sem hjalar við grynningar áður en hann fellur í djúpan og lygnan hyl, sem endurspeglar lífsins birtu, birtu sólarinnar. Mér verður þá ósjálfrátt hugsað til orða Bernadin Kardináls; "Það sem þú átt í vasanum er ekki mikilsvert, eingöngu það sem þú átt í hjarta þínu."

Og ég spyr sjálfa mig þeirrar spurningar.. er ég þá frjáls frá þessum hugsunum?

Varðveittu hverja stund sem þú hefur og varðveittu hana enn betur því þú eyddir henni með einhverjum sérstökum, nógu sérstökum til að eyða tíma þínum í. Og mundu að tímin bíður ekki eftir neinum. Vinir eru mjög sjaldgæfir dýrgripir. Þeir láta þig brosa og hvetja þig áfram í lífinu. Þeir lána þér eyra, hrósa þér og vilja alltaf opna hjarta sitt fyrir þig. - sýndu því vinum þínum hvers virði þeir eru þér. Bestu vinirnir eru þeir sem að þú getur setið með, án þess að segja orð, og svo gengið í burtu og fundist sem að þú hafir aldrei átt betri samræður.

Er frelsi fólgið í því að fara slíks á mis?

Við teljum okkur trú um að lífið verði betra eftir að við: göngum í hjónaband, eignumst barn og síðan þegar við eignumst annað barn. Síðan verðum við ómöguleg yfir því að börnin eru enn svo ung og teljum að við verðum miklu ánægðari er þau eldast. Þegar það gerist verðum við pirruð á því að þurfa að takast á við unglingana okkar og teljum okkur verða ánægðari þegar þeir vaxa upp úr því aldursskeiði.
Við teljum okkur trú um að við munum öðlast meiri lífsfyllingu loksins þegar: maki okkar tekur sig taki, þegar við fáum betri bíl, þegar við komumst í almennilegt frí eða þegar við setjumst í helgan stein.

Því spyr ég mig þeirrar spurningar? Er sannleikurinn sá að það er ekki til betri tími til að verða hamingjusamur heldur en einmitt núna!…....... Því ef ekki núna..... hvenær þá?

Lífið er alltaf fullt af vandamálum.
Það er best að horfast í augu við það og ákveða að vera hamingusamur þrátt fyrir það. Alfred D. Souza sagði eitt sinn:
“Lengi vel fannst mér alltaf sem lífið væri rétt að byrja – þetta eina sanna líf. En það var alltaf eitthvað sem stóð í vegi fyrir því, eitthvað sem þurfti að yfirstíga fyrst, einhver ókláruð mál, tími sem þurfti að eyða í eitthvað, ógreiddar skuldir. Síðan myndi lífið byrja. Dag einn rann það upp fyrir mér að allar þessar hindranir voru lífið sjálft.”
Hættu að bíða þar til þú hefur lokið námi eða þar til þú hefur hafið nám, þar til þú hefur misst fimm kíló eða bætt á þig fimm kílóum, þar til þú hefur eignast börn eða þar til þau flytjast að heiman, þar til þú byrjar að vinna eða þar til þú sest í helgan stein, þar til þú giftist eða þar til þú skilur, þar til á föstudagskvöld, þar til á sunnudagsmorgun, þar til þú færð þér nýjan bíl eða hús, þar til þú hefur borgað upp bílinn eða húsið, þar til í vor, þar til í sumar, þar til í haust, þar til í vetur, þar til lagið þitt byrjar, þar til þú ert búin að fá þér í glas, þar til runnið er af þér, þar til þú deyrð, þar til þú fæðist á ný … til þess eins að ákveða að það er enginn tími betri til að vera hamingjusamur en einmitt núna!

Hamingjan er ferðalag ekki áfangastaður

Því spyr ég mig þeirrar spurningar? Er ég frjáls? Þarf ég ekki lengur að óttast ástina, að óttast lífið, get ég haldið áfram að lifa í öryggi lifað án tilfinninga, að mestu?

Að reyna að útskýra vald ástarinnar er líkast því að bera ljós út í sólskin.

Því spyr ég mig þess á ég að segja bless - ef mig langar en að reyna. Að gefast upp ef mér finnst ég geta haldið áfram. Segja að ég elskir ekki ennþá, ef ég get ekki sleppt?

Ég bað um að verða sterk og Guð gaf mér erfiðleika til að gera mig sterka.
Ég bað um að verða vitur og Guð gaf mér verkefni til að leysa.
Ég bað um velsæld og Guð gaf mér hug og hönd til að vinna.
Ég bað um hugrekki og Guð lét mig mæta hættum til að leysa.
Ég bað um ást og Guð gaf mér fólk í erfiðleikum sem ég gat hjálpað.
Ég bað um greiða og Guð gaf mér tækifæri.
Ég fékk ekkert af því sem mig langaði í!
Ég fékk allt sem ég þurfti

Fyrir mér er frelsið aðeins það að lifa fyrir þá stund sem ég lifi á, að kunna að meta það sem ég á hverju sinni. Ég trúi því að mér beri að leita hamingjunnar og að lokum muni hún birtast mér, í einni eða annarri mynd. Hluti hamingjunnar er að finna hana innra með sér, að hafa hana í hjarta sínu og vita það að við sjálf erum okkar gæfu smiðir, viðhorf okkar sjálfra skapar þá hamingju sem ríkir innra með okkur. Enginn getur fangað annan, eða átt hlutdeild í hamingju annars, sönn hamingja kemur frá okkar eigin hjartarótum.

   (7 af 8)  
4/12/07 01:02

Andþór

Og hvað eru mörg R í því?

Annars ágætis hugleiðing! Knús!

4/12/07 01:02

Álfelgur

Góð hugleiðing.

4/12/07 01:02

Garbo

Vel mælt.

Garún:
  • Fæðing hér: 1/3/08 23:10
  • Síðast á ferli: 3/9/08 22:43
  • Innlegg: 558
Eðli:
Ég geng á vatninu eins og Kristur, enda er fjörðurinn frystur.
Fræðasvið:
Ég er doktor í fáfræði, sérfræðingur á mínu sviði.
Æviágrip:
Ég fæddist í grænni lundu í fríðri sveit sunnan heiða og nam fræði við mikið fræðasetur á vestfjörðum og fluttist því næst á mölina og hef æ síðan haldið mig við stórborgina.