— GESTAPÓ —
Garún
Fastagestur.
Dagbók - 5/12/07
Neysluþjóðfélag

Breiðari vegir byggingar hækka
bráðara skap og afstaða þrengri.
Meiri eyðsla mótlæti lækkar
meinlegt, skilar ánægju engri.

Húsin stækka hallir við byggjum
heimilin öll af fólki þver.
Fjölskyldur minni og faðmlög þyggjum
fjarska sjaldan, því er ver.

Miðlum við málum á fjölbreyttan hátt
málefni leysast á mannlegum nótum.
Stressið og tímans skortur leikur oss grátt
stöndum en náum ei rótum.

Deginum núna deilum og markmið setjum
dásömum allt er lífið hefur.
Í andartakinu við aðeins getum
áorkað það sem eitthvað gefur.

Fortíðin í fjarska horfin,
ferðalag þangað minningabrot.
Framtíðin er forlögum sorfin
fjarska dulin, heilabrot.

   (2 af 8)  
5/12/07 02:02

Jóakim Aðalönd

Þetta er nú ekki alveg samkvæmt ströngustu reglum bragsins, en efnistökin og innihaldið bæta fyrir það. Stórfín hugvekja hjá þér!

5/12/07 02:02

Garún

Þakka þér herra Aðalönd, ég held barasta að ég sé búin að innleiða nýjar bragreglur og hana nú :)

5/12/07 02:02

Bleiki ostaskerinn

Hverjum er ekki sama um bragreglur þegar innihaldið er svona gott.

5/12/07 02:02

Günther Zimmermann

Í hvurju falli brúkar „skáldið“ afar undarlega greinamerkjasetningu. Málsgrein sína í orði í belg hér að ofan endar það á tvípunkti, sem alla jafna er upphafið að beinni ræðu, en í stað hennar lokar það sviga, án þess að slíkur hafi verið opnaður áður!

5/12/07 02:02

Garún

Günther minn, þetta er vissulega mikil gáta, ef þú getur leyst hana er hún væntanlega lykilinn að hjarta mínu.

5/12/07 03:00

Günther Zimmermann

Gátan er öll þín megin. Þú skrifaðir: „:)“. Þetta er í hæsta máta undarleg og óskiljanleg greinamerkjasetning. Ekki brúkum við myndletur; ef svo væri mætti hugsanlega, með góðum vilja og hárri forgjöf, lesa einhversskonar greppitrýni út úr þessu. En við notum ekki myndletur, svo það er út úr „myndinni“.

5/12/07 03:00

Jóakim Aðalönd

Eru allir að missa sig í notkun broskalla hérna?! Það er hreinlega bannað á þessu vefsvæði! [Glottir]

5/12/07 03:00

Grágrímur

[TvípunktaDéar]

Garún:
  • Fæðing hér: 1/3/08 23:10
  • Síðast á ferli: 3/9/08 22:43
  • Innlegg: 558
Eðli:
Ég geng á vatninu eins og Kristur, enda er fjörðurinn frystur.
Fræðasvið:
Ég er doktor í fáfræði, sérfræðingur á mínu sviði.
Æviágrip:
Ég fæddist í grænni lundu í fríðri sveit sunnan heiða og nam fræði við mikið fræðasetur á vestfjörðum og fluttist því næst á mölina og hef æ síðan haldið mig við stórborgina.