— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 31/10/04
Loksins fór ég suður.

Vildi sýna ykkur smá þakklæti.

Já loksins fór ég suður. Og tilgangur þessarar suðurferðar minnar var að heyra og sjá hina stórkostlegu hljómsveit Baggalút, og fara í afmælisveislu Tígru og Heiðglirnis.
Og öll þessi ferð var stórkostleg. Á föstudagskvöldið var mætt í Stúdentakjallarann til að sjá og heyra Baggalút. Það var bara glæsilegt, og skemmtan sem mun seint gleymast. Fá hljómsveitarmeðlimir bestu þakkir frá mér fyrir æðislegt kvöld og ég verð að segja að það er miklu skemmtilegra að hlusta á diskinn núna eftir að vera búinn að sjá þessa “live” útgáfu. Einnig vil ég þakka þeim bagglýtingum sem þarna voru og nutu tónleikanna með mér kærlega fyrir góða kynningu. Nú laugardagurinn rann upp og fyrir lá það erfiða verkefni að fara og versla afmælisgjafir handa afmælisbörnunum. Það var erfitt verk. Það er alltaf erfitt fyrr mig að kaupa gjafir, en að kaupa gjafir handa fólki sem maður þekkir ekki neitt, JÆTS! en það hafðist allt saman. Þurfti reyndar að fara þrisvar á barinn til að ná mér í vítamín og þessháttar á meðan að ég stóð í þessu stússi. Um kvöldið var svo haldið í afmælið. Það var ekki laust við að það væri smá kvíði í mér að fara og hitta fullt af fólki sem maður hafði aldrei séð áður, en ég þurfti vissulega ekki að kvíða neinu, þið voruð öll saman yndisleg og það var vissulega gaman að hitta ykkur og ég vil þakka fyrir góðar móttökur og einstaklega góða skemmtun.

Sérstakar þakkir fá:

Norna fyrir að keyra mig suður.
Hljómsveitin Baggalútur fyrir stórkostlega tónleika.
Tígra og Heiðglirnir fyrir glæsilega afmælisveislu.
Sundlaugur Vatne fyrir innlitið, það var gaman að fá að hitta þig loksins.
Og að lokum allir aðrir Bagglýtingar sem voru á staðnum fyrir einstaklega gott og skemmtilegt kvöld.

Með bestu kveðju.
Prins Arutha

   (5 af 16)  
31/10/04 02:02

Nornin

Já, þakka þér fyrir skemmtunina á leiðinni suður og alla helgina [ljómar upp]

31/10/04 02:02

Skarlotta

Gaman að kynnast þér.
Virkilega flottur höfrungur sem þú ert með.
Hittumst næst þegar þú kemur suður.

31/10/04 02:02

Heiðglyrnir

Það er ykkur að þakka hvað þetta var óskaplega skemmtilegt, Heiðglyrnir þakkar kærlega fyrir sig.

31/10/04 03:00

Sundlaugur Vatne

Og gaman að hitta þig líka, heillakarlinn. Vonandi verður það endurtekið.
//hneigir sig fyrir prinsinum. Vatne-menn eru konungssinnar//

31/10/04 03:01

Tigra

Þetta var alveg frábært!
Ég fékk að hitta þig bæði á tónleikunum og í afmælinu og þetta var æðislega gaman í bæði skiptin.
Vona að við fáum að hittast oftar í framtíðinni!

31/10/04 03:01

Lærði-Geöff

Skál fyrir því og þakka þér sömuleiðis fyrir frábæra skemmtun.

31/10/04 03:01

blóðugt

[Langar suður.]

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.