— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 10/12/04
Um opið bréf Ittu

Kannski á ekki að svara svona bréfum en....

Ég get nú vart orða bundist yfir skrifum Ittu í garð Hundingjans. Ég hef ekki verið lengi hér á Baggalút en ég hef skemmt mér konunglega. Að skrifa svona um einhvern hér finnst mér setja svartan blett á það samfélag sem Gestapó er. Ég þekki ekki nokkurn hér inni í persónu (að ég viti til), en þó að svo væri, og ef að ég ætti eitthvað inni hjá þeirri persónu, þá tel ég að Gestapó sé alls ekki sá vettvangur sem á að setja það fram á. Væri ekki nær að tala beint við viðkomandi um málið. Það eru alltaf til leiðir til að laga hluti ef þeir sem hlut eiga að máli vilja það á annað borð.
Nei! Ég segi látum mál kjötheima vera í kjötheimum og höldum áfram að skemmta hvort öðru hér.
Skál!

   (8 af 16)  
10/12/04 01:01

Kargur

Spurning hvort maður á nokkuð að snerta á þessu.

10/12/04 01:01

albin

Ég hélt að þetta væri bara leikrit

10/12/04 01:01

Hóras

Hehehe, þú ert fyndinn. Við hlægjum öll að þér

10/12/04 01:01

Þarfagreinir

Hann Ittu er meira fúlmennið. Hundinginn hlýtur að vera í rusli yfir þessu.

10/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Úff..!.. Hér þurfa menn aldeilis að leggja heilann í bleyti.

10/12/04 01:01

Skabbi skrumari

Eru menn ekki að fatta tenginguna...

10/12/04 01:01

Hóras

Ég er aldeilis hræddur um ekki. Sprenghlægilegt að fylgjast með viðbrögðunum samt

10/12/04 01:01

Ira Murks

Þetta er hneiksli, algjört hneiksli, til skammar alveg hreint.

10/12/04 01:01

Hóras

[Skellir upp úr og missir þvag]

10/12/04 01:01

Litla Laufblaðið

Ekki vera vondir. Hann er nýr.

10/12/04 01:01

Texi Everto

Mér finnst þetta bæði hneyskli og ekki hneyksli, bæði fyndið mál og grafalvarlegt mál og ég bæði skil þetta mál og skil ekki.

10/12/04 01:01

Prins Arutha

Já ég get víst ekki neitað því núna að þetta er bara hlægilegt hjá mér, en eins og laufblaðið segir, ég er nýr og vissi ekki betur. þakka ábendingarnar.

10/12/04 01:02

albin

[Þiggur þakkir]

10/12/04 01:02

Hakuchi

Þó Prins sé nýr og kannski ekki alveg með á nótunum varðandi þetta mál sannar hann hér að hann er úrvals heiðursmaður með sómakennd í hæsta gæðaflokki.

Þína skál Prins.

10/12/04 02:01

Prins Arutha

Ég var að hugsa um að eyða þessu þegar mér varð ljóst hvað var í gangi, en hætti við. Það er haægt að skemmta sér yfir þessu í einhvern tíma enn.

10/12/04 02:01

Isak Dinesen

Endilega ekki eyða þessu. Það er ekki það auðveldasta að átta sig á hversu súrrealískur þessi heimur virkilega er.

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.