— GESTAPÓ —
Prins Arutha
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 9/12/04
Leiðbeinendur óskast.

Baggalútía fimmtudagur, 25. ágúst 2005

Eftirfarandi ljóð var það fyrsta sem ég byrti hér á lútnum.
Ég fékk fljótlega comment á það að þetta væri bara hnoð og ætti ég að halda þessu fyrir mig sjálfan.
Ekki ætla ég að rengja þetta comment, enda þessu hnoðað saman af vankunnáttu í ljóðagerð.
Punkturinn sem ég er að reyna að koma frá mér er sá:
Ef “til þeirra sem eru svo lánsöm að eiga börn”, barn ykkar sem er að læra að lesa kemur til ykkar og vill lesa fyrir ykkur en strandar á einhverju erfiðu orði. Hvað gerið þið þá?

a: Hjálpið barninu að komast yfir orðið?
b: Takið bókina og berjið barnið í hausinn með henni?

Til þeirra sem völdu a.
Þið megið gjarnan lesa ljóðið mitt yfir og segja mér hvað betur mætti fara (sennlega allt), og hvaða grundvallareglur þarf að hafa í huga þegar vísur eða ljóð eru sett saman.

Til þeirra sem völdu b.
Þið… Nei annars það tekur ekki að eyða orðum á það.

En hér er ljóðið:

Fyrir mér virðist liggja fátt,
Það er sem ég dvelji í hýði.
Það er sem ég hafi alltaf átt
í eilífu sálarstríði.

Á tímabili var gatan svo greið,
svo traust mér fannst mitt tak.
En mig grunaði ekki að á þessari leið,
fyrir mér myrkrið sat.

Nú er ég að falla í helvítisgýg,
sem kenndur er við þunglyndis-surt.
En ég skal finna og þræða hinn erfiða stíg,
sem að lokum mun leiða mig burt.

Með viljann að vopni sem tvíeggja sverð,
og brynju sem minningar lýsa.
Þá mun ég að lokinni þessari ferð,
aftur sjá sólina rísa.

Virðingafyllst
Prins Arutha af Krondor.

   (13 af 16)  
9/12/04 01:01

Skabbi skrumari

Ég bendi þér þá fyrst á rimur.is og heimskringla.net þar sem mig grunar að þú viljir færa þetta yfir á bragfræðilega rétt plan... þetta á greinilega ekki að vera atómljóð, samanber rímið og því er rétt að þetta fylgi einhverjum bragfræðireglum... þú gætir líka stofnað þráð á kveðist á og séð hvað spekingarnir þar segja... skál...

9/12/04 01:01

Prins Arutha

Þakka þér fyrir Skabbi, ég mun skoða þetta. Ég hef veri að lesa þræðina ykkar og reynt að átta mig á reglunum. Sú lesning hefur verið skemmtan mikil. Og skál.

9/12/04 01:01

Heiðglyrnir

Verdaður kennsluþráður fyrir byrjendur til að æfa sig á.
http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?t=3599
Haraldur Austmann um ferskeytlu
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=583& amp;n=1251
Barbapabbi þrjú form hragfræðinar og háttatal
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=130&am p;n=1736
http://www.baggalutur.is/profile.php?mode=viewprofile&u=130&am p;n=1712
.
Lesa svo kvæðaþræðina, vera óhræddur við að prófa. Blessaður vertu, það verður alltaf e-ð um að þú verðir hamraður með bók í höfuðið, en ekki gefast upp. Aðvörun..!..þetta er ávanabindandi. Gangi þér vel vinur.

9/12/04 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

´Besti prins. á þeim stutta tíma sm ég hef heimsótt lút þennan. Hef ég verið kallaður alt milli himins og jarðar.Taktu ekki ílla við þér vinur þó einhverjir æli lítilmensku sjálfrar síns yfir þig. Ég get því miður ekki hjálpað þér með ljóðagerðinna vegna lélegrar kunnáttu í Íslenskri túngu. Bróðir Kondu bara til dyranna eins og þú ert klæddur og gangi þér vel og megi guðinn Bragi
vera með þér. Upp með brosið ! eins og Háttvirtur
vinur okkar Ísak skildi orða það.

Prins Arutha:
  • Fæðing hér: 22/8/05 11:05
  • Síðast á ferli: 29/1/23 08:13
  • Innlegg: 79
Fræðasvið:
Fræðasvið mitt er nú ekki stórt, enda var mér úthlutað frekar litlu geymsluplássi fyrir upplýsingar, eða þá að ég hef misnotað það herfilega og fyllt það með einhverju dóti sem ég get svo ekki deletað. En hvað með það ég er hamingjusamur og mér líður vel.
Æviágrip:
Er fæddur norðanlega á kúlunni, svo norðanlega reyndar að ef ég vil ganga í norður verð ég fyrst að ganga í suður og snúa svo við. Foreldrar mínir voru konungur og drottning í sínu ríki og ég þar af leiðandi prins. En þar sem ríki þetta hefur nú verið lagt niður og hjónin flutt sig á annað tilverustig verð ég sennilega bara prins áfram. En nú get ég glaðst þar sm ég hef fundið annað ríki, nefnilega Baggalútíu, en ég hef ákveðið að athuga hvort ég gæti verið þegn þar, og reyni að sjálfsögðu að haga mér sem slíkur.