— GESTAPÓ —
Henríetta Koskenkorva
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/06
Vondu karlarnir.

Er svo mikill munur á hættu á Íslandi og í restinni af Evrópu?

Ég er núverandi skiptinemi í Hainaut, Belgíu. Ég er 17 ára gömul og veit margt um það hvernig heimurinn virkar og hvernig vondu karlarnir eru og þau mál. Þrátt fyrir þetta segja Host foreldrar mínir mér að ég má ekki vera úti eftir að það er myrkur. því það gæti einhver komið að ræna mér og drepa mig. Mér finnst þetta vera svo innantómar hótanir eða hvað sem þetta er. Ég skrepp kanski á tónleika eina helgi og þau segja mér að ég verð að vera komin heim klukkan 10. Hvað er það?

Móðir mín segir mér að Belgía er full af trufluðu fólki. og sérstaklega úti í sveit. Þar sem að ég bý nú í sveit. Er þetta virkilega svona? Er meira um aga á hegðun fólks á Íslandi eða er þetta bara bull? Fyrir mér hefur allur heimurinn alltaf verið eins. það er jafn mikið af vondum köllum í borginni og í sveitinni, í Evrópu og Asíu. Hvað veit ég?

   (3 af 3)  
31/10/06 16:02

Kargur

Íslenskir sveitamenn eru náttúrulega rjómi samfélaxins.

31/10/06 16:02

Nermal

Ótrúlega mörg ljót barnaperramál hafi komið upp í Belgíu.

31/10/06 16:02

Hakuchi

Það er lykilatriði hvort þú býrð í Vallóníu eða Flandri. Ef þú býrð í Vallóníu ættir þú að læsa þig inni í herbergi öll kvöld og ganga um götur með hnífa og haglabyssur innanklæða á daginn. Ef þú býrð í Flandri ertu hult og getur gert það sem þú vilt.

31/10/06 16:02

Henríetta Koskenkorva

Helvítis. Ég bý í Vallóníu.

31/10/06 16:02

Regína

Ef þú ert skiptinemi þá ferðu eftir þeim reglum sem eru á heimilinu. Svo einfalt er það.
Þetta eru sömu reglur og væru settar öðrum unglingum á heimilinu væru þeir til staðar.

31/10/06 16:02

Tigra

Það er STÓR munur á hættu á Íslandi og mörgum öðrum stöðum í Evrópu.
Ekki fá falska öryggiskennd því þú getur labbað ein um miðbæ Reykjavíkur. Ekki gera slíkt hið sama annarstaðar.

31/10/06 16:02

Hakuchi

Í Vallóníu eru viðbjóðslegir vargar í hverju skúmaskoti. Varaðu þig og hlustaðu á fósturforeldra þína.

31/10/06 16:02

Huxi

Þetta eru allt helgrítis perrapungar og öfuguggar í þessum útlöndum. Komdu bara heim..

31/10/06 16:02

Jóakim Aðalönd

Já, þessi söngur hljómaði í mín eyru áður en ég fór til S. Ameríku. Allt tómir glæpónar og ekki fara neitt eftir myrkur og bla.

Þetta er tómt kjaftæði! Fólk er alveg jafn gott/slæmt alls staðar. Sums staðar er bara meira af því...

31/10/06 17:00

Isak Dinesen

Þetta er tvímælalaust með vönduðustu félagsritum sem hér hafa birst.

31/10/06 17:00

B. Ewing

Ég hef víða farið og marga misjafna götuna gengið á mínum ferðalögum. Best þykir mér að nota smá vott af skynsemi, slatta af árverkni og fylgja helst minni innri tilfinningu í hvert sinn. Lítist mér ekki á, þá sit ég heima.

31/10/06 17:01

Sundlaugur Vatne

Hættu þessu væli. Þú átt ekkert bágt.

Henríetta Koskenkorva:
  • Fæðing hér: 15/4/06 12:16
  • Síðast á ferli: 3/2/11 16:37
  • Innlegg: 175
Eðli:
Dama sem slík. Barónessa jafnvel.
Fræðasvið:
Í Menntahælinu við Hitaveitustokkinn læri ég mín mál.
Æviágrip:
Of snemmt til að vita.