— GESTAPÓ —
William H. Bonney
Óbreyttur gestur.
Saga - 9/12/04
Drög að lífi I

Billy the kid var ekki slæmur strákur að upplagi, hann var fremur fórnarlamb hörmulegra félagslegra aðstæðna. Hefðu foreldrar hans ekki dáið, og hefði hann ekki neyðst til að stela þvottinum af snúrunni þá er ekkert líklegra en að hann hefði orðið góður og gildur þjóðfélagsþegn.

Ég kýs að trúa að því sé eins farið með mig. Ég kýs að trúa því að ég sé, eins og Billy, bara fórnarlamb aðstæðna. Fyrsta bernskuminningin mín er um pabba og mömmu að rífast, næstu minningar eru um mömmu að lemja mig. Fram að tíu-ellefu ára aldri man ég fátt annað en rifrildi og barsmíðar. Það er staðreynd að það eru illa menntaðir foreldrar í láglaunastörfum sem lemja börnin sín, betur stæðir eða betur menntaðir foreldrar finna aðrar aðferðir (og oft enn hræðilegri) til að klekkja á afkvæmum sínum. Barsmíðar eru of áhættusamar og geta komist upp. Ég vil trúa því að ef aðstæður væru aðrar, ef minningar mínar væru fegurri, þá væri ég, líkt og Billy gæti verið, góður og gildur þjóðfélagsþegn.

Eftir reynslu mína ætlaði ég mér að elska börnin mín af öllu hjarta, vera umburðarlynd og þolinmóð, gefa þeim fallegri og hlýlegri minningar. Maður hefði haldið að það væri auðvelt. Sannleikurinn er samt sá að ég á erfitt með að þola þau. Það er gott að geta kennt aðstæðunum um það líka. En það er ekki þannig, þetta er mér að kenna. Ég, eins og Billy, átti val. Val Billy fólst í því að í stað þess að stela af snúrunni gat hann kosið að krókna úr kulda. Val mitt fólst í því, að í stað þess að eiga börn (eins og önnur afskipt börn kaus ég það, þeir sem eru ekki elskaðir í æsku leita allra leiða til að finna einhverja til að elska þá skilyrðislaust) gat ég kosið að eiga þau ekki. Eftir á virðist það ekki hafa átt að vera erfitt val.

   (10 af 10)  
9/12/04 01:01

hundinginn

Barnalán er mikil gæfa. Þaf finnum við seinna er við eldumst. Sum okkar þurfa að hafa mikið fyrir börnunum, önnur ekki. Bezt finnst mjer að líta bara á sjálfan mig sem hluta af flórunni og lifa samkvæmt því. Í flórnum.
Velkominn á Baggalút kær-i Billy. Vegni þjer vel meðal okkar skripalinganna. Passaðu þig bara á honum Galdra, hann er skeinuhættur.

9/12/04 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Nei

9/12/04 01:01

hundinginn

9/12/04 01:01

Hexia de Trix

Sona sona. Móðurástin kemur bara smám saman. Líklega áttar maður sig ekki almennilega á henni fyrr en barnabörnin fara að dúkka upp... þannig er nú bara lífið.

Ég lifi lengi á því þegar ljósan sagði við hóp okkur verðandi foreldrana:
„Það koma tímar þegar maður er alveg að snappa, að mann langar helst að slengja barninu í vegg.“
Þetta sjokkeraði auðvitað alla ungu verðandi foreldrana og margir héldu að nú væri ljósan endanlega orðin klikk. Reynslan hefur sýnt mér að það er ósköp einfalt að langa stundum til að slengja börnunum í vegg, sér í lagi eftir margar andvökunætur. Valið felst fyrst og fremst í því að slengja frekar púða í vegg, öskra í púðann og strunsa til makans og útskýra vandamálið, nú sé komið að makanum að sinna afkvæmunum áður en eitthvað hræðilegt gerist. Ef enginn er makinn, þá er um að gera að segja einhverjum nákomnum frá, og biðja einfaldlega um hjálp við barnastússið.

9/12/04 01:02

Skabbi skrumari

Góð byrjun á tregafullri sögu... skál...

William H. Bonney:
  • Fæðing hér: 25/8/05 18:25
  • Síðast á ferli: 17/4/12 21:42
  • Innlegg: 27
Eðli:
Kemur síðar
Fræðasvið:
Kemur síðar
Æviágrip:
Kemur síðar