— GESTAPÓ —
William H. Bonney
Óbreyttur gestur.
Dagbók - 4/12/06
Frú Brynfríđur Bjarman sér ljósiđ V

Frú Brynfríđur er afbragđs kokkur. Hún tekur kótiletturnar úr ísskápnum, hugsar sitt međan hún lemur ţćr međ kjöthamrinum. Ákveđur svo ađ gera kótilettur a la amma. Frú Brynfríđur hafđi elskađ ömmu sína ákaflega heitt. Um móđurina gegnir öđru máli.

Frú Brynfríđur bleytir kótiletturnar í eggjamjólkurblöndu og dýfir ţeim svo í blöndu af hveiti, kryddi og raspi. Hitar maískorn og bakar kartöflur. Ţađ er fullkomiđ.

Frú Brynfríđur, í gömlu sparidragtinni sinni og međ forláta silkiklút um marinn hálsinn, gleđst yfir verki sínu og er allt ađ ţví ánćgđ, ef ekki hamingjusöm, ţegar hún heyrir lykli snúiđ í skránni.

HANN er kominn heim.
,,Ţađ er kominn matur!" kallar hún, ef til vill örlítiđ of kćruleysislega. Undrast jafnframt ađ rödd hennar skuli hljóma kunnuglega, ađ hún hafi stjórn á höndum sínum, hnjánum, líkamanum öllum.

Ţađ er rakspíralykt af honum. Áđur fyrr notađi hann bara rakspíra til hátíđabrigđa. Frú Brynfríđur ímyndar sér sveittan lostafund (ástarfund? Hún vonar ekki, ţađ vćri ennţá verra) í aftursćti Volvójeppans í hádeginu. Eđa? Splćsir hann kannski í hótelherbergi? Án ţess ađ ráđa viđ hugsunina ţá nćstum vonar hún ţađ. Samfarir í bíl eru svo óendanlega sjabbí.

Hr. Bjarman kyssir hana létt á kinnina og ţađ svíđur undan kossi hans. Undan svikunum. Hvar hafa ţessar varir veriđ í dag? Í gćr? Í vikunni eftir brúđkaupiđ ţeirra?

Hann sest og tekur til matar síns. Matar sem ţrátt fyrir allt er framreiddur af ástúđ, matar sem eldađur er á nćrri, en ţó ekki alveg, kulnuđum bálkesti ástar hennar.

Hún stendur yfir honum og rćskir sig nokkrum sinnum. Segir svo: ,,Bjarni, viđ ţurfum ađ tala saman. Ţú hefur kannski tekiđ eftir ţví en ég er ekki hamingjusöm..." Hún ţagnar, finnur kökkinn í hálsinum ţrútna út uns hún nćr varla andanum. Finnur sviđann í augunum. Tárin á leiđinni.

,,Má ţetta bíđa? Ég er ađ fara á fund eftir hálftíma." Áhugalaus rödd hans bergmálar nćstum í tómlegu samlífi ţeirra. Hann var ekki ađ hlusta.

Veröld hennar hrynur, aftur. Innst inni hafđi hún vonađ ađ hann mundi taka hana í fang sér og .... Og hvađ? Fífliđ ţitt! Hélstu ađ hann mundi falla í stafi yfir fituklepruđum kótilettum? Asni.

Í ţann mund sem hr. Bjarman býst til ađ fara veit hún ađ henni er sama. Fari ţeir sem fara vilja. Í fyrsta sinn í langan tíma, hugsanlega í fyrsta sinn á ćvinni, veit frú Brynfríđur nákvćmlega hvađ hún vill.

   (5 af 10)  
4/12/06 14:01

Dula

Koma svo Kona.....dreptu kallhelvítiđ.

4/12/06 15:00

Vímus

Forđađu ţér mađur! Ég ţekki ţetta, geđveikin er farin ađ segja til sín hjá flagđinu.

4/12/06 15:01

Heiđglyrnir

Nagar puttana af spenningi......Skál.

4/12/06 15:01

krossgata

[Nagar neglurnar af spenningi og róar taugarnar međ...]
Skál!

4/12/06 15:02

Carrie

Hvađ vill hún? Hvađ vill hún? [Einstaklega spennt]

William H. Bonney:
  • Fćđing hér: 25/8/05 18:25
  • Síđast á ferli: 17/4/12 21:42
  • Innlegg: 27
Eđli:
Kemur síđar
Frćđasviđ:
Kemur síđar
Ćviágrip:
Kemur síđar